Nóg komið Magnús Guðmundsson skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Samfélagi ber að tryggja öryggi og velferð allra barna. Það er því þyngra en tárum taki að nú stöndum við frammi fyrir því að lykilstofnanir hafi brugðist þessu mikilvæga hlutverki og það ítrekað. Við þessu verðum við að bregðast og það ekki einvörðungu með því að rannsaka og komast að því hvað fór úrskeiðis, heldur hljótum við að þurfa að meta ábyrgðina og útiloka að slíkt geti gerst aftur. Bæði lögregla og barnaverndaryfirvöld brugðust stórlega skyldum og ábyrgð í máli er varðar fyrrverandi starfsmann Barnaverndar. Starfsmaðurinn er grunaður um fjölda brota gagnvart börnum og vart þörf á að tíunda hversu óskiljanlegt það er að tilkynningar um meint athæfi mannsins hafi ítrekar dagað uppi innan kerfisins. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur var gert viðvart árið 2002 og aftur árið 2008 en tilkynningar bárust lögreglunni árin 2013, 2015 og 2017. Lögregla og velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa bæði brugðist við en hvort rannsóknir og áhættugreiningar á vegum sömu stofnana á sjálfum sér duga til er umhugsunarefni. Í fámennu samfélagi eins og á Íslandi er viðbúið að stutt sé á milli einstaklinga innan stofnana samfélagsins. Það ætti því að setja kröfu á okkur umfram stærri samfélög að utanaðkomandi aðilar séu fengnir til þess að rannsaka alvarleg mistök og embættisglöp. Athafnir eða athafnaleysi sem hafa mögulega leitt til þjáninga fjölda barna. Þetta er ekki spurning um einhverjar nornaveiðar innan þessara stofnana heldur er þetta eðlileg krafa samfélags sem vill tryggja öryggi og velferð barna. Ef eitthvað er þá ættu þessar stofnanir að krefjast þess að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til þess að rannsaka hvað fór úrskeiðis og með hvaða hætti því án þess er hætt við að traustið fari hratt rýrnandi. Og það er fátt sem er stofnunum sem þessum viðlíka mikilvægt og traust til þess að geta sinnt störfum sínum með fagmannlegum og vönduðum hætti. Auðvitað þarf þó að koma til viðunandi fjármagn og mannafli en lengi virðist slíku hafa verið ábótavant í löggæslumálum. Ef horft er til verkefna nokkurra deilda hlýtur að liggja ljóst fyrir að brýn þörf er á að bregðast við. Það má t.d. horfa til gríðarlega aukins álags á löggæslu vegna fjölgunar erlendra ferðamanna, netglæpir vaxa á margföldum hraða miðað við fjárframlög í málaflokknum og síðast en ekki síst virðist lögreglan vart hafa undan við rannsóknir og afgreiðslu kynferðisbrota. Árum saman höfum við vanrækt innviði íslensks samfélags í nafni aðhalds, sparnaðar og stöðugleika. Löggæsla og velferð í landinu hafa svo sannarlega ekki farið varhluta af þessu. Hvernig ætlum við þá að takast á við það ef mistökin innan þessara kerfa má rekja til sparnaðar? Ætlum við að horfa framan í okkur sem samfélag og viðurkenna að það hefur verið gengið of langt og að fórnarkostnaðurinn hafi jafnvel verið velferð barna? Er ekki kominn tími til að byggja upp öruggt samfélag velferðar og umhyggju þó svo það sé jafnvel stundum á kostnað heilags hagvaxtar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Samfélagi ber að tryggja öryggi og velferð allra barna. Það er því þyngra en tárum taki að nú stöndum við frammi fyrir því að lykilstofnanir hafi brugðist þessu mikilvæga hlutverki og það ítrekað. Við þessu verðum við að bregðast og það ekki einvörðungu með því að rannsaka og komast að því hvað fór úrskeiðis, heldur hljótum við að þurfa að meta ábyrgðina og útiloka að slíkt geti gerst aftur. Bæði lögregla og barnaverndaryfirvöld brugðust stórlega skyldum og ábyrgð í máli er varðar fyrrverandi starfsmann Barnaverndar. Starfsmaðurinn er grunaður um fjölda brota gagnvart börnum og vart þörf á að tíunda hversu óskiljanlegt það er að tilkynningar um meint athæfi mannsins hafi ítrekar dagað uppi innan kerfisins. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur var gert viðvart árið 2002 og aftur árið 2008 en tilkynningar bárust lögreglunni árin 2013, 2015 og 2017. Lögregla og velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa bæði brugðist við en hvort rannsóknir og áhættugreiningar á vegum sömu stofnana á sjálfum sér duga til er umhugsunarefni. Í fámennu samfélagi eins og á Íslandi er viðbúið að stutt sé á milli einstaklinga innan stofnana samfélagsins. Það ætti því að setja kröfu á okkur umfram stærri samfélög að utanaðkomandi aðilar séu fengnir til þess að rannsaka alvarleg mistök og embættisglöp. Athafnir eða athafnaleysi sem hafa mögulega leitt til þjáninga fjölda barna. Þetta er ekki spurning um einhverjar nornaveiðar innan þessara stofnana heldur er þetta eðlileg krafa samfélags sem vill tryggja öryggi og velferð barna. Ef eitthvað er þá ættu þessar stofnanir að krefjast þess að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til þess að rannsaka hvað fór úrskeiðis og með hvaða hætti því án þess er hætt við að traustið fari hratt rýrnandi. Og það er fátt sem er stofnunum sem þessum viðlíka mikilvægt og traust til þess að geta sinnt störfum sínum með fagmannlegum og vönduðum hætti. Auðvitað þarf þó að koma til viðunandi fjármagn og mannafli en lengi virðist slíku hafa verið ábótavant í löggæslumálum. Ef horft er til verkefna nokkurra deilda hlýtur að liggja ljóst fyrir að brýn þörf er á að bregðast við. Það má t.d. horfa til gríðarlega aukins álags á löggæslu vegna fjölgunar erlendra ferðamanna, netglæpir vaxa á margföldum hraða miðað við fjárframlög í málaflokknum og síðast en ekki síst virðist lögreglan vart hafa undan við rannsóknir og afgreiðslu kynferðisbrota. Árum saman höfum við vanrækt innviði íslensks samfélags í nafni aðhalds, sparnaðar og stöðugleika. Löggæsla og velferð í landinu hafa svo sannarlega ekki farið varhluta af þessu. Hvernig ætlum við þá að takast á við það ef mistökin innan þessara kerfa má rekja til sparnaðar? Ætlum við að horfa framan í okkur sem samfélag og viðurkenna að það hefur verið gengið of langt og að fórnarkostnaðurinn hafi jafnvel verið velferð barna? Er ekki kominn tími til að byggja upp öruggt samfélag velferðar og umhyggju þó svo það sé jafnvel stundum á kostnað heilags hagvaxtar?
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar