Graham hefur verið mikil talskona fyrir aukinni fjölbreytni í tískuheiminum og lagði sitt af mörkum þegar hún var að gera auglýsingaherferð fyrir línuna. Hún fékk móður sína, Lindu Graham, til að sitja fyrir með sér og úr urðu skemmtilegar og hressandi myndasería af mæðgunum.
Myndirnar eru teknar í Marokkó og virðast þær mæðgur skemmta sér konunglega í myndatökunni. Þetta er fimmta sundfatalína Graham fyrir merkið.


