Sport

Fyrsti Super Bowl leikurinn frá 2010 sem tapaði fyrir lokaþætti Spítalalífs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nick Foles, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, var maður leiksins og hér fagnar hann með dóttur sinni Lily Foles.
Nick Foles, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, var maður leiksins og hér fagnar hann með dóttur sinni Lily Foles. Vísir/Getty
Philadelphia Eagles tryggði sér NFL-titilinn í ameríska fótboltanum með því að vinna New England Patriots í frábærum Super Bowl leik í fyrrinótt. Færri fylgdust hinsvegar með Super Bowl í ár en í fyrra.

Alls horfðu 103,4 milljónir á leikinn í sjónvarpi í Bandaríkjunum en það er um sjö prósent fækkun frá árinu á undan þegar 111,3 milljónir horfðu. 111,9 milljónir horfðu á leikinn 2016.







Þetta er lægsta áhorfið á SuperBowl leikinn síðan árið 2009 en samt minna „hrun“ en á leikjum deildarinnar í fyrra þar sem áhorfið féll niður um tíu prósent.

Þetta var líka fyrsti Super Bowl leikurinn frá árinu 2010 sem tapaði fyrir lokaþætti Spítalalífs (MASH). 106 milljónir horfðu á hann árið 1983.





Það er hinsvegar ljóst á öll að um gríðarlegt áhorf var að ræða enda er þessi Super Bowl leikur árið 2018 í 10. sæti yfir mesta áhorf í bandarísku sjónvarpi frá upphafi.

Auglýsingarnar voru stór hluti af leiknum en þær voru alls í 49 mínútur eða 22 prósent tímans á meðan útsending frá leiknum var í gangi. 106,6 milljónir horfðu á hálfleikssýninguna með Justin Timberlake.

„This is Us” þátturinn var sýndur á NBC strax eftir Super Bowl og það horfðu 27 milljónir á hann eða fleiri en höfðu horft á sjónvarpsþátt á NBC í meira en þrettán ár. 

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×