Fótbolti

Heimir Guðjóns með skeiðklukkuna á lofti úti í snjónum i Færeyjum | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson. Vísir/Ernir
Heimir Guðjónsson er þessa dagana að undirbúa liðið sitt fyrir nýtt tímabil í Færeyjum en hann tók við liði HB frá Þórshöfn í vetur.

Heimir hafði gert magnaða hluti í tíu ár sem þjálfari FH en núna er það í hans höndum að rífa lið HB upp eftir dapurt gengi síðustu ár.

Íslandsmótið hér heima hefst ekki fyrr en í kringum mánaðarmótin april-maí en mótið í Færeyjum hefst aftur á móti um miðjan mars.

Heimir er því með liðið sitt á allt öðrum stað í undirbúiningnum en ef hann væri enn að þjálfa FH.

Heimir var tekinn í viðtal í færeyska sjónvarpinu og talaði hann þar ensku. „Ég vil að leikmenn séu agaðir og þekki hlutverk sitt í liðinu í bæði vörn og sókn. Það þarf að vera góð liðssamvinna og leikmennirnir verða að vera reiðubúnir að hjálpa hverjum öðrum,“ sagði Heimir í viðtalinu sem má sjá hér.





Heimir lætur strákana sína hlaupa og æfa út í snjónum enda er enginn Risi í boði fyrir hann í Þórshöfn eins og í Kaplakrika.

Heimir er með skeiðklukkuna á lofti og keyrir sína menn áfram á snæviþökktu gervigrasinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×