Ætlar að senda bílinn sinn í sporbraut um sólina Sigurður Kristjánsson skrifar 5. febrúar 2018 18:45 Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. Þetta verður í fyrsta skipti sem þessi eldflaug flýgur og hefur fyrirtækið tilkynnt að margt gæti farið úrskeiðis, enda sé þetta tilraun. Enginn verðmætur farangur (eins og rándýrt gervitungl) verður um borð, því skiljanlega vill enginn taka séns á glænýrri eldflaug sem aldrei hefur flogið. Í staðinn er oft notast við eitthvað ódýrt eins steypu- eða stálkubb til að líkja eftir þyngd, á ensku „mass simulator.“Eldflauginni Falcon Heavy verður skotið á loft á morgun klukkan 18:30 að íslenskum tíma.Forstjóri fyrirtækisins Elon Musk tilkynnti í desember að farangur eldflaugarinnar verði ekkert annað en 2008 Tesla Roadster bíllinn hans, aðallega því það væri „meira spennandi“. Musk er einnig forstjóri hjá Tesla, en fyrirtækið er þekkt fyrir að framleiða eingöngu rafbíla. Musk sagði í yfirlýsingu: „Test flights of new rockets usually contain mass simulators in the form of concrete or steel blocks. That seemed extremely boring… The payload will be an original Tesla Roadster, playing Space Oddity, on a billion year elliptic Mars orbit.“Þetta gefur til kynna að bíllinn fari í sportbraut um plánetuna Mars, en í raun er verið að tala um sporbraut um sólina eins og þá sem sjá má hér til hliðar. Bíllinn mun spila lagið Space Oddity eftir David Bowie, og í ökusætinu verður ómannaður geimbúningur kallaður Starman, sem er vísun í annað lag eftir Bowie. Myndavélar verða staðsettar fyrir framan og vinstra megin við bílinn til að taka myndir af bílnum með Jörðina í baki.Nafn allra starfsmanna SpaceX eru áletruð í X-inu undir bílnum.Eftirfarandi myndband sýnir hvernig geimskotið mun ganga ef allt heppnast.SpaceX eru þeir einu í bransanum sem reyna að lenda eldflaugum eftir hvert geimskot, tilgangur þess er að geta endurnotað hana og spara gríðalegan pening í leiðinni. Falcon Heavy er samsett úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem er sú sem þeir fljúga núna, og þessar tvær sem lenda á sama tíma eru hlutar sem hafa flogið áður. Hérna verður hægt að horfa á geimskotið í beinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. Þetta verður í fyrsta skipti sem þessi eldflaug flýgur og hefur fyrirtækið tilkynnt að margt gæti farið úrskeiðis, enda sé þetta tilraun. Enginn verðmætur farangur (eins og rándýrt gervitungl) verður um borð, því skiljanlega vill enginn taka séns á glænýrri eldflaug sem aldrei hefur flogið. Í staðinn er oft notast við eitthvað ódýrt eins steypu- eða stálkubb til að líkja eftir þyngd, á ensku „mass simulator.“Eldflauginni Falcon Heavy verður skotið á loft á morgun klukkan 18:30 að íslenskum tíma.Forstjóri fyrirtækisins Elon Musk tilkynnti í desember að farangur eldflaugarinnar verði ekkert annað en 2008 Tesla Roadster bíllinn hans, aðallega því það væri „meira spennandi“. Musk er einnig forstjóri hjá Tesla, en fyrirtækið er þekkt fyrir að framleiða eingöngu rafbíla. Musk sagði í yfirlýsingu: „Test flights of new rockets usually contain mass simulators in the form of concrete or steel blocks. That seemed extremely boring… The payload will be an original Tesla Roadster, playing Space Oddity, on a billion year elliptic Mars orbit.“Þetta gefur til kynna að bíllinn fari í sportbraut um plánetuna Mars, en í raun er verið að tala um sporbraut um sólina eins og þá sem sjá má hér til hliðar. Bíllinn mun spila lagið Space Oddity eftir David Bowie, og í ökusætinu verður ómannaður geimbúningur kallaður Starman, sem er vísun í annað lag eftir Bowie. Myndavélar verða staðsettar fyrir framan og vinstra megin við bílinn til að taka myndir af bílnum með Jörðina í baki.Nafn allra starfsmanna SpaceX eru áletruð í X-inu undir bílnum.Eftirfarandi myndband sýnir hvernig geimskotið mun ganga ef allt heppnast.SpaceX eru þeir einu í bransanum sem reyna að lenda eldflaugum eftir hvert geimskot, tilgangur þess er að geta endurnotað hana og spara gríðalegan pening í leiðinni. Falcon Heavy er samsett úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem er sú sem þeir fljúga núna, og þessar tvær sem lenda á sama tíma eru hlutar sem hafa flogið áður. Hérna verður hægt að horfa á geimskotið í beinni.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar