Tækniframfarir hleypa óhugnanlegu lífi í klámiðnaðinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 17:00 Tilkoma efnisins hefur vakið upp siðferðislegar spurningar, og nokkurn óhug. Vísir/Getty Ný tegund af klámi hefur haslað sér völl á ógnarhraða síðustu vikur. Um er að ræða svokölluð „Deepfakes“-myndbönd, eða djúpfalsanir, en í þeim er andlitum frægra kvenna skeytt inn á klámmyndbönd. Myndböndin eru mörg svo vönduð að nær ómögulegt er að átta sig á því að um falsað efni sé að ræða. Tilkoma efnisins hefur vakið upp siðferðislegar spurningar, og nokkurn óhug, að því er fram kemur í ítarlegri úttekt breska ríkisútvarpsins á málinu. Staða viðfanga myndbandanna, sem enn sem komið er hafa nær eingöngu verið þekktar konur úr Hollywood á borð við Emmu Watson og Natalie Portman, innan réttarkerfisins er óljós. Þær koma vissulega ekki fram í myndböndunum í raun og veru en hafa á hinn bóginn ekki veitt samþykki fyrir notkun á ímynd sinni.Game of Thrones-leikkonan Natalie Dormer er ein þeirra sem klippt hefur verið inn í djúpfölsunar-myndband. Myndin er skjáskot úr einu slíku myndskeiði.Vísir/SkjáskotAuðvelt í framleiðslu fyrir hinn almenna netnotanda Hraðar tækniframfarir hafa nú orðið til þess að nokkuð auðvelt er að búa til djúpfölsunar-myndskeið – og afraksturinn er afar raunverulegur. Aðgerðin þarfnast sérstaks hugbúnaðar, sem hægt er að sækja af netinu, auk ljósmynda af manneskjunni sem orðið hefur fyrir valinu og klámmyndskeiðs sem notað er sem grunnur. Samfélagsmiðlanotkun gerir það auk þess að verkum að auðvelt er að nálgast ljósmyndir af nær hverjum sem er og því gætu óbreyttir borgarar átt á hættu að vera klipptir inn í myndbönd með þessum hætti. Ljóst er að mörkin á milli stafræns kynferðisofbeldis og hefðbundins klámefnis verða sífellt óljósari eftir því sem tækninni fleytir hraðar fram. Stafrænt kynferðisofbeldi er ekki skilgreint í lögum margra landa, það er t.d. enn til umræðu að gera það refsivert hér á landi, og þá er óljóst hvort myndbönd af þessu tagi falli yfirleitt undir skilgreiningu á kynferðisofbeldi. Réttarstaða leikvennanna Jennifer Lawrence og fleiri starfssystra hennar var skýr þegar nektarmyndum af þeim var lekið á netið árið 2014 eftir stórtæka árás tölvuþrjóta á snjalltæki Hollywood-kvenna en bandaríska alríkislögreglan, FBI, fór til að mynda með rannsókn máls Lawrence. Líklegt er að erfiðara verði að beita sér í málum er varða djúpfalsanir.Skoða hvort bregðast ætti við þróuninni Djúpfalsanirnar eru þó ekki alltaf notaðar í kynferðislegum tilgangi. Í spilaranum hér að neðan hafa til dæmis nokkur myndskeið verið klippt saman sem sýna bandaríska leikarann Nicholas Cage bregða sér í líki kvikmyndapersóna, sem hann hefur þó aldrei leikið í alvörunni. Eins og sjá má á myndbandinu er tæknin til myndbandagerðarinnar afar langt komin.Fyrstu myndböndum af þessu tagi var dreift á vefsíðunni Reddit, og þar hefur orðið til grundvöllur fyrir frekari deilingar á efninu. Samkvæmt heimildum BBC hyggjast stjórnendur síðunnar skoða hvort bregðast megi við málinu á einhvern hátt.Umfjöllun BBC um djúpfölsunar-myndskeiðin svokölluðu má lesa í heild hér.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir „Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot“ Leikkonan Jennifer Lawrence talar opinberlega um nektarmyndalekann í fyrsta sinn. 7. október 2014 16:30 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Ljósmyndum úr einkasafni Emmu Watson lekið á netið Breska leikkonan Emma Watson hefur falið lögfræðingum sínum að kanna réttarstöðu sína eftir að tugum ljósmynda af henni þar sem sjá má hana máta ýmiss konar föt var stolið 15. mars 2017 16:21 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Ný tegund af klámi hefur haslað sér völl á ógnarhraða síðustu vikur. Um er að ræða svokölluð „Deepfakes“-myndbönd, eða djúpfalsanir, en í þeim er andlitum frægra kvenna skeytt inn á klámmyndbönd. Myndböndin eru mörg svo vönduð að nær ómögulegt er að átta sig á því að um falsað efni sé að ræða. Tilkoma efnisins hefur vakið upp siðferðislegar spurningar, og nokkurn óhug, að því er fram kemur í ítarlegri úttekt breska ríkisútvarpsins á málinu. Staða viðfanga myndbandanna, sem enn sem komið er hafa nær eingöngu verið þekktar konur úr Hollywood á borð við Emmu Watson og Natalie Portman, innan réttarkerfisins er óljós. Þær koma vissulega ekki fram í myndböndunum í raun og veru en hafa á hinn bóginn ekki veitt samþykki fyrir notkun á ímynd sinni.Game of Thrones-leikkonan Natalie Dormer er ein þeirra sem klippt hefur verið inn í djúpfölsunar-myndband. Myndin er skjáskot úr einu slíku myndskeiði.Vísir/SkjáskotAuðvelt í framleiðslu fyrir hinn almenna netnotanda Hraðar tækniframfarir hafa nú orðið til þess að nokkuð auðvelt er að búa til djúpfölsunar-myndskeið – og afraksturinn er afar raunverulegur. Aðgerðin þarfnast sérstaks hugbúnaðar, sem hægt er að sækja af netinu, auk ljósmynda af manneskjunni sem orðið hefur fyrir valinu og klámmyndskeiðs sem notað er sem grunnur. Samfélagsmiðlanotkun gerir það auk þess að verkum að auðvelt er að nálgast ljósmyndir af nær hverjum sem er og því gætu óbreyttir borgarar átt á hættu að vera klipptir inn í myndbönd með þessum hætti. Ljóst er að mörkin á milli stafræns kynferðisofbeldis og hefðbundins klámefnis verða sífellt óljósari eftir því sem tækninni fleytir hraðar fram. Stafrænt kynferðisofbeldi er ekki skilgreint í lögum margra landa, það er t.d. enn til umræðu að gera það refsivert hér á landi, og þá er óljóst hvort myndbönd af þessu tagi falli yfirleitt undir skilgreiningu á kynferðisofbeldi. Réttarstaða leikvennanna Jennifer Lawrence og fleiri starfssystra hennar var skýr þegar nektarmyndum af þeim var lekið á netið árið 2014 eftir stórtæka árás tölvuþrjóta á snjalltæki Hollywood-kvenna en bandaríska alríkislögreglan, FBI, fór til að mynda með rannsókn máls Lawrence. Líklegt er að erfiðara verði að beita sér í málum er varða djúpfalsanir.Skoða hvort bregðast ætti við þróuninni Djúpfalsanirnar eru þó ekki alltaf notaðar í kynferðislegum tilgangi. Í spilaranum hér að neðan hafa til dæmis nokkur myndskeið verið klippt saman sem sýna bandaríska leikarann Nicholas Cage bregða sér í líki kvikmyndapersóna, sem hann hefur þó aldrei leikið í alvörunni. Eins og sjá má á myndbandinu er tæknin til myndbandagerðarinnar afar langt komin.Fyrstu myndböndum af þessu tagi var dreift á vefsíðunni Reddit, og þar hefur orðið til grundvöllur fyrir frekari deilingar á efninu. Samkvæmt heimildum BBC hyggjast stjórnendur síðunnar skoða hvort bregðast megi við málinu á einhvern hátt.Umfjöllun BBC um djúpfölsunar-myndskeiðin svokölluðu má lesa í heild hér.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir „Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot“ Leikkonan Jennifer Lawrence talar opinberlega um nektarmyndalekann í fyrsta sinn. 7. október 2014 16:30 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Ljósmyndum úr einkasafni Emmu Watson lekið á netið Breska leikkonan Emma Watson hefur falið lögfræðingum sínum að kanna réttarstöðu sína eftir að tugum ljósmynda af henni þar sem sjá má hana máta ýmiss konar föt var stolið 15. mars 2017 16:21 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
„Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot“ Leikkonan Jennifer Lawrence talar opinberlega um nektarmyndalekann í fyrsta sinn. 7. október 2014 16:30
Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22
Ljósmyndum úr einkasafni Emmu Watson lekið á netið Breska leikkonan Emma Watson hefur falið lögfræðingum sínum að kanna réttarstöðu sína eftir að tugum ljósmynda af henni þar sem sjá má hana máta ýmiss konar föt var stolið 15. mars 2017 16:21
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent