Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 13:15 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tókust á í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Samsett mynd Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gaf lítið fyrir hugmyndir Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, um stórtæka byggingu íbúða í Örfirisey. Dagur sagði það misskilning að meirihlutinn í borginni talaði fyrir þéttingu byggðar í öllum tilvikum. Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor en Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. Eitt stykki Garðabær og Álftanes í ÖrfiriseyDagur og Eyþór tókust á í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Húsnæðis-, samgöngu- og skólamál voru í öndvegi en báðir gagnrýndu þeir stefnu hins í málaflokkunum harðlega. Í seinni hluta þáttarins ræddu Dagur og Eyþór sérstaklega hugmyndir þess síðarnefnda um umfangsmikla uppbyggingu í Örfirisey. Dagur sagði þau áform ekki raunhæf. „Eyþór talar um að þar megi byggja 10-15 þúsund manna hverfi. Bara til þess að setja það í samhengi, hann er semsagt að tala um eitt stykki Garðabæ og Álftanes út í Örfirisey,“ sagði Dagur og benti á að umferð út í byggðina myndi m.a. fara um Hringbraut og Mýrargötu, sem væri ekki vænlegur kostur.Hugmynd um byggð í Örfirisey hafi auk þess fallið um sjálfa sig vegna þeirrar viðleitni að standa vörð um blómlega uppbyggingu sem er nú að þróast úti á Granda í Vesturbæ Reykjavíkur. Þá sé misskilningur að meirihlutinn vilji þétta byggð út um allt. „Ef útþenslustefnan hans er ögrun og árás á lífskjör fólksins í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi þá er þetta í raun einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt,“ sagði Dagur.Miðaði við úttektir Eyþór sagði þá að sér þætti sérstakt að Dagur tali gegn stefnunni sem hann hefur boðað í borgarpólitíkinni undanfarin ár en Dagur hefur, eins og áður sagði, verið ötull talsmaður þéttingar byggðar í Reykjavík. „Þegar ég tala um að það sé mögulegt að byggja 10-15 þúsund íbúðir þá er það bara miðað við þær úttektir sem hafa verið gerðar,“ sagði Eyþór. Þá benti hann á að sú ákvörðun um að setja Geirsgötu ekki í stokk gæti leitt til þess að ekki verði hægt að byggja eins mikið í Örfirisey og upphaflegar hugmyndir gerðu ráð fyrir.3000 íbúðir í hönnun fyrir kosningarHúsnæðismarkaðurinn var auk þess til umræðu í þættinum en Eyþór sagði ástandið í Reykjavík ekki hafa lagast þrátt fyrir endurtekin loforð meirihlutans um breytingar. Þá sagði hann Reykvíkingar flýja borgina og leita í önnur sveitarfélög, þar sem þjónusta væri betri samkvæmt könnunum. Dagur sagði borgina aftur á móti vera á fleygiferð og benti á að hún hafi verið hástökkvari í úttekt Economist á borgum. Þá benti Dagur á að siðustu ár hafi verið byggt með félagslegum áherslum, en ekki áherslum á frjálsan markað eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft að leiðarljósi, og nú sé áætlað að 3000 íbúðir verði komnar í hönnun fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí næstkomandi. Eyþór gekk þá hart að Degi og spurði hversu margar af íbúðunum í málefnasamningi borgarstjórnar væru fullbyggðar. Dagur kvaðst myndu leggja fram það yfirlit í vor og ítrekaði að í málefnasamningi hefði verið talað um íbúðir sem byrjað væri að hanna en ekki fullbyggðar.Viðtalið við Dag B. Eggertsson borgarstjóra og Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, má hlusta á í heild í spilurum í fréttinni hér að ofan. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfbært hverfi í Engey: „Má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, veltir upp þeirri hugmynd í dag á Twitter síðu sinni að byggja sjálfbært, bíllaust framtíðarhverfi í Engey. 28. janúar 2018 16:28 Eyþór vann afgerandi sigur: „Niðurstaðan er vonum framar“ Eyþór hlaut sextíu prósent greiddra atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Niðurstöðurnar komu í ljós nú klukkan ellefu í kvöld. 27. janúar 2018 22:54 Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gaf lítið fyrir hugmyndir Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, um stórtæka byggingu íbúða í Örfirisey. Dagur sagði það misskilning að meirihlutinn í borginni talaði fyrir þéttingu byggðar í öllum tilvikum. Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor en Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. Eitt stykki Garðabær og Álftanes í ÖrfiriseyDagur og Eyþór tókust á í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Húsnæðis-, samgöngu- og skólamál voru í öndvegi en báðir gagnrýndu þeir stefnu hins í málaflokkunum harðlega. Í seinni hluta þáttarins ræddu Dagur og Eyþór sérstaklega hugmyndir þess síðarnefnda um umfangsmikla uppbyggingu í Örfirisey. Dagur sagði þau áform ekki raunhæf. „Eyþór talar um að þar megi byggja 10-15 þúsund manna hverfi. Bara til þess að setja það í samhengi, hann er semsagt að tala um eitt stykki Garðabæ og Álftanes út í Örfirisey,“ sagði Dagur og benti á að umferð út í byggðina myndi m.a. fara um Hringbraut og Mýrargötu, sem væri ekki vænlegur kostur.Hugmynd um byggð í Örfirisey hafi auk þess fallið um sjálfa sig vegna þeirrar viðleitni að standa vörð um blómlega uppbyggingu sem er nú að þróast úti á Granda í Vesturbæ Reykjavíkur. Þá sé misskilningur að meirihlutinn vilji þétta byggð út um allt. „Ef útþenslustefnan hans er ögrun og árás á lífskjör fólksins í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi þá er þetta í raun einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt,“ sagði Dagur.Miðaði við úttektir Eyþór sagði þá að sér þætti sérstakt að Dagur tali gegn stefnunni sem hann hefur boðað í borgarpólitíkinni undanfarin ár en Dagur hefur, eins og áður sagði, verið ötull talsmaður þéttingar byggðar í Reykjavík. „Þegar ég tala um að það sé mögulegt að byggja 10-15 þúsund íbúðir þá er það bara miðað við þær úttektir sem hafa verið gerðar,“ sagði Eyþór. Þá benti hann á að sú ákvörðun um að setja Geirsgötu ekki í stokk gæti leitt til þess að ekki verði hægt að byggja eins mikið í Örfirisey og upphaflegar hugmyndir gerðu ráð fyrir.3000 íbúðir í hönnun fyrir kosningarHúsnæðismarkaðurinn var auk þess til umræðu í þættinum en Eyþór sagði ástandið í Reykjavík ekki hafa lagast þrátt fyrir endurtekin loforð meirihlutans um breytingar. Þá sagði hann Reykvíkingar flýja borgina og leita í önnur sveitarfélög, þar sem þjónusta væri betri samkvæmt könnunum. Dagur sagði borgina aftur á móti vera á fleygiferð og benti á að hún hafi verið hástökkvari í úttekt Economist á borgum. Þá benti Dagur á að siðustu ár hafi verið byggt með félagslegum áherslum, en ekki áherslum á frjálsan markað eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft að leiðarljósi, og nú sé áætlað að 3000 íbúðir verði komnar í hönnun fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí næstkomandi. Eyþór gekk þá hart að Degi og spurði hversu margar af íbúðunum í málefnasamningi borgarstjórnar væru fullbyggðar. Dagur kvaðst myndu leggja fram það yfirlit í vor og ítrekaði að í málefnasamningi hefði verið talað um íbúðir sem byrjað væri að hanna en ekki fullbyggðar.Viðtalið við Dag B. Eggertsson borgarstjóra og Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, má hlusta á í heild í spilurum í fréttinni hér að ofan.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfbært hverfi í Engey: „Má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, veltir upp þeirri hugmynd í dag á Twitter síðu sinni að byggja sjálfbært, bíllaust framtíðarhverfi í Engey. 28. janúar 2018 16:28 Eyþór vann afgerandi sigur: „Niðurstaðan er vonum framar“ Eyþór hlaut sextíu prósent greiddra atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Niðurstöðurnar komu í ljós nú klukkan ellefu í kvöld. 27. janúar 2018 22:54 Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Sjálfbært hverfi í Engey: „Má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, veltir upp þeirri hugmynd í dag á Twitter síðu sinni að byggja sjálfbært, bíllaust framtíðarhverfi í Engey. 28. janúar 2018 16:28
Eyþór vann afgerandi sigur: „Niðurstaðan er vonum framar“ Eyþór hlaut sextíu prósent greiddra atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Niðurstöðurnar komu í ljós nú klukkan ellefu í kvöld. 27. janúar 2018 22:54
Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00