Fleiri erlendir starfsmenn sem telja brotið á rétti sínum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. febrúar 2018 12:54 Guðrún Elín segir að flestar tilkynningar komi frá fólki sem starfar í ferðaþjónustu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/pjetur Formaður Verkalýðsfélags Suðurlands segir að undanfarið hafi það aukist að erlendir starfsmenn leiti til félagsins þar sem þeir telji brotið á rétti sínum. Í dag fær félagið að jafnaði eina til tvær kvartanir á viku. Flest málin á borði Verkalýðsfélags Suðurlands tengjast ferðaþjónustunni að sögn Guðrúnar Elínar Pálsdóttur, formanns félagsins. „Það er auðvitað aukning á fyrirspurnum frá starfsfólki, sérstaklega í ferðaþjónustunni, þar sem þar er stærsti hópurinn okkar og það helst auðvitað í hendur.“ Félagið fær í dag að jafnaði eina til tvær kvartanir á borð til sín á viku. „Það er mikið spurt og það eru alls konar mál sem koma inn á borðið. Það getur verið ákveðin vanþekking hjá fyrirtækjunum á kjarasamningnum. Þá leysist þetta oft mjög hratt og örugglega með símtali. Svo í annan stað þarf auðvitað að fara lengra, “ segir Guðrún Elín. Sum málin endi innheimtu hjá lögmanni verkalýðsfélagsins.Telur sig undirlaunað Guðrún segir að málin snúi aðallega að því að starfsfólk telji sig vera undirlaunað. „Það sem við erum byrjuð að gera er að við erum með eftirlitsfulltrúa í vinnu hjá okkur sem fer í eftirlitsferðir, svona vinnustaðaeftirlit. Hann kynnir þeirra réttindi og skyldur. Þá kemur kannski í ljós að verið sé að greiða jafnaðarkaup, sem er náttúrulega ekki til í kjarasamningum, og þau eru látin vinna mest á kvöldin og um helgar og svo framvegis. Og jafnvel oft yfir 200 tímana. Jafnaðarkaupið er þá farið að vera langt undir lágmarkslaunum. Þetta er mjög algengt. Svo eru það tvískiptu vaktirnar til dæmis. Þá er verið að setja þig á vaktir, kannski fyrri part dagsins milli 10 og 14 eða eitthvað slíkt, og svo aftur milli 18 og 22. Það er nátturulega ekki til í kjarasamningnum heldur,“ segir Guðrún Elín.Fá til sín fólk í sjálfboðaliðastörf Þá hefur það færst í aukana að atvinnurekendur í ferðaþjónustu fái til sín starfsfólk í sjálfboðaliðastörf, en það eru störf þar sem ýmist eru engin laun greidd eða mögulega fæði og gisting komi til móts við það vinnuframlag sem innt er af hendi. Guðrún segir að algengast sé að umræði erlend ungmenni. „Það er ekki heimilt að vera með sjálfboðaliða í efnahagslegri starfsemi,“ segir Guðrún Elín Pálsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Suðurlands segir að undanfarið hafi það aukist að erlendir starfsmenn leiti til félagsins þar sem þeir telji brotið á rétti sínum. Í dag fær félagið að jafnaði eina til tvær kvartanir á viku. Flest málin á borði Verkalýðsfélags Suðurlands tengjast ferðaþjónustunni að sögn Guðrúnar Elínar Pálsdóttur, formanns félagsins. „Það er auðvitað aukning á fyrirspurnum frá starfsfólki, sérstaklega í ferðaþjónustunni, þar sem þar er stærsti hópurinn okkar og það helst auðvitað í hendur.“ Félagið fær í dag að jafnaði eina til tvær kvartanir á borð til sín á viku. „Það er mikið spurt og það eru alls konar mál sem koma inn á borðið. Það getur verið ákveðin vanþekking hjá fyrirtækjunum á kjarasamningnum. Þá leysist þetta oft mjög hratt og örugglega með símtali. Svo í annan stað þarf auðvitað að fara lengra, “ segir Guðrún Elín. Sum málin endi innheimtu hjá lögmanni verkalýðsfélagsins.Telur sig undirlaunað Guðrún segir að málin snúi aðallega að því að starfsfólk telji sig vera undirlaunað. „Það sem við erum byrjuð að gera er að við erum með eftirlitsfulltrúa í vinnu hjá okkur sem fer í eftirlitsferðir, svona vinnustaðaeftirlit. Hann kynnir þeirra réttindi og skyldur. Þá kemur kannski í ljós að verið sé að greiða jafnaðarkaup, sem er náttúrulega ekki til í kjarasamningum, og þau eru látin vinna mest á kvöldin og um helgar og svo framvegis. Og jafnvel oft yfir 200 tímana. Jafnaðarkaupið er þá farið að vera langt undir lágmarkslaunum. Þetta er mjög algengt. Svo eru það tvískiptu vaktirnar til dæmis. Þá er verið að setja þig á vaktir, kannski fyrri part dagsins milli 10 og 14 eða eitthvað slíkt, og svo aftur milli 18 og 22. Það er nátturulega ekki til í kjarasamningnum heldur,“ segir Guðrún Elín.Fá til sín fólk í sjálfboðaliðastörf Þá hefur það færst í aukana að atvinnurekendur í ferðaþjónustu fái til sín starfsfólk í sjálfboðaliðastörf, en það eru störf þar sem ýmist eru engin laun greidd eða mögulega fæði og gisting komi til móts við það vinnuframlag sem innt er af hendi. Guðrún segir að algengast sé að umræði erlend ungmenni. „Það er ekki heimilt að vera með sjálfboðaliða í efnahagslegri starfsemi,“ segir Guðrún Elín Pálsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira