Eiga Ernirnir svör gegn þeim besta frá upphafi? Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. febrúar 2018 08:00 Frá leik á Gilette Stadium í vetur þar sem fimm Lombardi-bikarar eru staðsettir. Vísir/getty Úrslitaleikur NFL-deildarinnar, Ofurskálin (e. SuperBowl), fer fram í kvöld og hefst vegleg upphitun fyrir leikinn á Stöð 2 Sport klukkan 22:00 en leikurinn sjálfur hefst um hálf tólf. Í leikhléum munu sérfræðingar Stöðvar 2 Sport rýna í leikinn, stærstu leikkerfin og slá á létta strengi. Pink sér um þjóðsönginn, Justin Timberlake er með atriðið í hálfleik og á vellinum mætast lið Philadelphia Eagles og New England Patriots sem teljast heimaliðið í kvöld. Óhætt er að segja að sagan sé Philadelphia Eagles ekki hliðholl en þetta er aðeins í þriðja skiptið sem Ernirnir taka þátt í Ofurskálinni og hafa allir leikirnir tapast. Til að bera það saman er þetta í áttunda skiptið sem Tom Brady tekur þátt í Ofurskálinni og á hann fimm meistarahringa. Síðasti meistaratitill Philadelphia Eagles kom árið 1960 í gömlu Þjóðardeildinni í 17-13 sigri gegn Green Bay Packers en það var þá þriðji titillinn í sögu félagsins. Takist Patriots að vinna í kvöld verður það sjötti meistaratitill liðsins eftir sameiningu Þjóðar- og Ameríkudeildarinnar undir merki NFL sem gerir félagið að því sigursælasta í deildinni ásamt Pittsburgh Steelers. Fyrir þrettán árum síðan mættust þessi sömu lið í Ofurskálinni þar sem Tom Brady leiddi liðið til 24-21 sigurs og fá Ernirnir tækifæri til að hefna fyrir það í kvöld. Neðst í fréttinni má sjá samantekt frá þeim leik. Verður Brady fyrsti leikmaðurinn sem nær sex hringjum?Fimm fingur, fimm hringir. Brady með Lombardi-bikarinn eftir Superbowl fyrir ári síðan.Vísir/gettyÞegar Tom Brady kláraði sóknina með snertimarki í 34-28 sigri gegn Atlanta Falcons á síðasta ári komst hann í tveggja manna hóp með Charles Haley yfir leikmenn sem hafa unnið fimm meistaratitla. Með þeim sigri komst hann fram úr átrúnaðargoði sínu í æsku, Joe Montana, sem varð meistari fjórum sinnum með liðinu sem Brady studdi í æsku, San Fransisco 49ers en aðeins þjálfarar, starfsmenn og eigendur eiga fleiri en fimm í dag. Brady hefur löngu sannað sig sem besta leikstjórnanda allra tíma ásamt því að vera af mörgum talinn einn besti leikmaður allra tíma og hann getur komist í sinn eigin flokk með sigri í kvöld. Hann endurheimtir í kvöld sitt sterkasta vopn en það er ljóst að Rob Gronkowski verður með í leiknum eftir að læknateymið gaf honum grænt ljós að taka þátt í leiknum. Fór Gronk af velli með heilahristing í leiknum gegn Jacksonville Jaguars á dögunum en hann verður með í kvöld sem er áhyggjuefni fyrir Eagles þar sem það eru fáir varnarmenn sem standast honum snúning. Takist Brady og Patriots að vinna í kvöld fær Bill Belichick, þjálfari New England Patriots, sinn áttunda hring og stendur með því einn í átta meistarahringja flokknum. Belichick og Neal Dahlen, fyrrum starfsmaður Denver Broncos og San Fransisco 49ers, eru þeir einu sem hafa unnið sjö meistarahringi.Chris Long með hundagrímuna sem á að tákna underdog stöðu Eagles í úrslitakeppninni eftir sigurinn gegn Vikings.Vísir/GettyFundið flugið eftir brotlendingu Þann 10. desember síðastliðinn vann Eagles nauman sigur á Los Angeles Rams, ellefti sigur vetrarins með aðeins tveimur tapleikjum en í þeim leik meiddist Carson Wentz, leikstjórnandi illa, en náði að klára leikinn. Daginn eftir var staðfest að Wentz sem var talinn líklegur til þess að hreppa verðlaunin besti leikmaður tímabilsins hefði slitið krossband og að tímabilinu hans væri lokið. Nick Foles var næsti maður á blað, varaskeifa sem hafði áður fengið tækifærið hjá Eagles og blómstrað en hann jafnaði á þeim tíma met er hann kastaði fyrir sjö snertimörkum í sama leiknum sem hann deilir með sjö öðrum. Eftir flotta frumraun í sigri gegn Giants átti Foles erfitt í næstu þremur leikjum en vörn liðsins kom þeim í gegnum lið Atlanta Falcons og í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar þar sem þeir mættu Minnesota Vikings. Eftir að hafa lent snemma 7-0 undir þaggaði Foles niður í gagnrýnisröddum með frábærri spilamennsku í takt við góða spilamennsku varnarliðs Eagles og vannst 38-7 sigur. Með því komu þeir í veg fyrir að Minnesota Vikings yrði fyrsta liðið sem myndi leika í Ofurskálinni á heimavelli sínum. Þrátt fyrir að vera með besta árangur Þjóðardeildarinnar voru Ernirnir taldnir ólíklegri í viðureignum sínum gegn Falcons og Vikings en leikmenn liðsins hafa talað um að þeim líki vel við að vera taldir ólíklegri (e. underdogs). Hlauparinn LeGarette Blount og varnarbuffið Chris Long, leikmenn Eagles, ættu að geta veitt Doug Pederson, þjálfara Eagles einhver ráð en þeir léku báðir með Patriots á síðasta tímabili. Fyrirfram mætti ætla að Ernirnir muni leitast eftir að virkja hlaupaleikinn með Blount og Jay Ajayi fremsta í flokki en líklegt er að Patriots reyni að neyða Foles til að kasta og loki á varnarleikinn. Þá verða leikmenn á borð við Zach Ertz, Alshon Jeffery og Torrey Smith að eiga góða leiki.Upphitun fyrir leikinn: Samantekt frá því þegar liðin mættust í SuperBowl 2005: Leið Eagles í Ofurskálina: Upphitun Patriots-manna: NFL Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sjá meira
Úrslitaleikur NFL-deildarinnar, Ofurskálin (e. SuperBowl), fer fram í kvöld og hefst vegleg upphitun fyrir leikinn á Stöð 2 Sport klukkan 22:00 en leikurinn sjálfur hefst um hálf tólf. Í leikhléum munu sérfræðingar Stöðvar 2 Sport rýna í leikinn, stærstu leikkerfin og slá á létta strengi. Pink sér um þjóðsönginn, Justin Timberlake er með atriðið í hálfleik og á vellinum mætast lið Philadelphia Eagles og New England Patriots sem teljast heimaliðið í kvöld. Óhætt er að segja að sagan sé Philadelphia Eagles ekki hliðholl en þetta er aðeins í þriðja skiptið sem Ernirnir taka þátt í Ofurskálinni og hafa allir leikirnir tapast. Til að bera það saman er þetta í áttunda skiptið sem Tom Brady tekur þátt í Ofurskálinni og á hann fimm meistarahringa. Síðasti meistaratitill Philadelphia Eagles kom árið 1960 í gömlu Þjóðardeildinni í 17-13 sigri gegn Green Bay Packers en það var þá þriðji titillinn í sögu félagsins. Takist Patriots að vinna í kvöld verður það sjötti meistaratitill liðsins eftir sameiningu Þjóðar- og Ameríkudeildarinnar undir merki NFL sem gerir félagið að því sigursælasta í deildinni ásamt Pittsburgh Steelers. Fyrir þrettán árum síðan mættust þessi sömu lið í Ofurskálinni þar sem Tom Brady leiddi liðið til 24-21 sigurs og fá Ernirnir tækifæri til að hefna fyrir það í kvöld. Neðst í fréttinni má sjá samantekt frá þeim leik. Verður Brady fyrsti leikmaðurinn sem nær sex hringjum?Fimm fingur, fimm hringir. Brady með Lombardi-bikarinn eftir Superbowl fyrir ári síðan.Vísir/gettyÞegar Tom Brady kláraði sóknina með snertimarki í 34-28 sigri gegn Atlanta Falcons á síðasta ári komst hann í tveggja manna hóp með Charles Haley yfir leikmenn sem hafa unnið fimm meistaratitla. Með þeim sigri komst hann fram úr átrúnaðargoði sínu í æsku, Joe Montana, sem varð meistari fjórum sinnum með liðinu sem Brady studdi í æsku, San Fransisco 49ers en aðeins þjálfarar, starfsmenn og eigendur eiga fleiri en fimm í dag. Brady hefur löngu sannað sig sem besta leikstjórnanda allra tíma ásamt því að vera af mörgum talinn einn besti leikmaður allra tíma og hann getur komist í sinn eigin flokk með sigri í kvöld. Hann endurheimtir í kvöld sitt sterkasta vopn en það er ljóst að Rob Gronkowski verður með í leiknum eftir að læknateymið gaf honum grænt ljós að taka þátt í leiknum. Fór Gronk af velli með heilahristing í leiknum gegn Jacksonville Jaguars á dögunum en hann verður með í kvöld sem er áhyggjuefni fyrir Eagles þar sem það eru fáir varnarmenn sem standast honum snúning. Takist Brady og Patriots að vinna í kvöld fær Bill Belichick, þjálfari New England Patriots, sinn áttunda hring og stendur með því einn í átta meistarahringja flokknum. Belichick og Neal Dahlen, fyrrum starfsmaður Denver Broncos og San Fransisco 49ers, eru þeir einu sem hafa unnið sjö meistarahringi.Chris Long með hundagrímuna sem á að tákna underdog stöðu Eagles í úrslitakeppninni eftir sigurinn gegn Vikings.Vísir/GettyFundið flugið eftir brotlendingu Þann 10. desember síðastliðinn vann Eagles nauman sigur á Los Angeles Rams, ellefti sigur vetrarins með aðeins tveimur tapleikjum en í þeim leik meiddist Carson Wentz, leikstjórnandi illa, en náði að klára leikinn. Daginn eftir var staðfest að Wentz sem var talinn líklegur til þess að hreppa verðlaunin besti leikmaður tímabilsins hefði slitið krossband og að tímabilinu hans væri lokið. Nick Foles var næsti maður á blað, varaskeifa sem hafði áður fengið tækifærið hjá Eagles og blómstrað en hann jafnaði á þeim tíma met er hann kastaði fyrir sjö snertimörkum í sama leiknum sem hann deilir með sjö öðrum. Eftir flotta frumraun í sigri gegn Giants átti Foles erfitt í næstu þremur leikjum en vörn liðsins kom þeim í gegnum lið Atlanta Falcons og í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar þar sem þeir mættu Minnesota Vikings. Eftir að hafa lent snemma 7-0 undir þaggaði Foles niður í gagnrýnisröddum með frábærri spilamennsku í takt við góða spilamennsku varnarliðs Eagles og vannst 38-7 sigur. Með því komu þeir í veg fyrir að Minnesota Vikings yrði fyrsta liðið sem myndi leika í Ofurskálinni á heimavelli sínum. Þrátt fyrir að vera með besta árangur Þjóðardeildarinnar voru Ernirnir taldnir ólíklegri í viðureignum sínum gegn Falcons og Vikings en leikmenn liðsins hafa talað um að þeim líki vel við að vera taldir ólíklegri (e. underdogs). Hlauparinn LeGarette Blount og varnarbuffið Chris Long, leikmenn Eagles, ættu að geta veitt Doug Pederson, þjálfara Eagles einhver ráð en þeir léku báðir með Patriots á síðasta tímabili. Fyrirfram mætti ætla að Ernirnir muni leitast eftir að virkja hlaupaleikinn með Blount og Jay Ajayi fremsta í flokki en líklegt er að Patriots reyni að neyða Foles til að kasta og loki á varnarleikinn. Þá verða leikmenn á borð við Zach Ertz, Alshon Jeffery og Torrey Smith að eiga góða leiki.Upphitun fyrir leikinn: Samantekt frá því þegar liðin mættust í SuperBowl 2005: Leið Eagles í Ofurskálina: Upphitun Patriots-manna:
NFL Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn