Íslenski boltinn

Blikar unnu granna sína með minnsta mun

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Blikar fagna síðasta sumar.
Blikar fagna síðasta sumar. Vísir/eyþór
A-deild Fótbolta.net mótsins lýkur í dag þar sem leikið er til úrslita en nú rétt í þessu lauk leikjum um sæti 3 og 5.

Í leiknum um bronsið mættust Kópavogsliðin HK og Breiðablik í Kórnum í Kópavogi. Breiðablik var sterkari aðilinn og komst í 3-0 með mörkum Davíðs Kristjáns Ólafssonar, Hrvoje Tokic og Arnþórs Ara Atlasonar. HK-ingar gáfust ekki upp fyrr en í fulla hnefana og tvö mörk Brynjars Jónassonar minnkuðu muninn í eitt mark.

Nær komust HK-ingar þó ekki og Breiðablik því bronsverðlaunahafi í Fótbolta.net mótinu.

Á Akranesi áttust Skagamenn og FH-ingar við og úr varð hörkuleikur. Fór að lokum svo að gamla brýnið Atli Viðar Björnsson kom inn af bekknum og tryggði FH-ingum sigur í uppbótartíma.

HK 2 - 3 Breiðablik

0-1 Davíð Kristján Ólafsson ('16)

0-2 Hrvoje Tokic ('24)

0-3 Arnþór Ari Atlason ('52)

1-3 Brynjar Jónasson ('66)

2-3 Brynjar Jónasson ('79, víti)

ÍA 1-2 FH

0-1 Halldór Orri Björnsson (´22)

1-1 Steinar Þorsteinsson (´37)

1-2 Atli Viðar Björnsson (´90)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×