Þurfum bara að setja upp fána Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 10:15 Gunnar Dagur er niðri og Ísak Einir uppi. Þeir segja heitt og notalegt í húsinu. Vísir/Vilhelm Tveir kappsfullir drengir voru á dögunum að útbúa stórt snjóhús þegar blaðamaður og ljósmyndari rákust á þá. Drengirnir heita Ísak Einir Magnússon og Gunnar Dagur Einarsson og eru báðir tólf ára, að verða þrettán. Þeir segja snjóhúsagerð vera áhugamál. Ísak Einir: Við höfum búið til lítil snjóhús áður en þau hafa aldrei orðið að neinu, þannig séð. En þetta var svo tilvalinn skafl. Einn vinur okkar, Jónas Orri, á eiginlega hugmyndina, enda býr hann næst skaflinum. Gunnar Dagur: Við Jónas Orri voru bara að labba hérna og sáum skaflinn, bjuggum til dyr og grófum smá og svo kom Ísak Einir með okkur. Jónas Orri er bara á badmintonæfingu núna, annars væri hann hér.Hvað á húsið að verða stórt? Ísak Einir: Ég veit það ekki. Við munum bara halda áfram þar til við getum ekki meira. Þetta er svo gaman.En er ekki erfitt að koma snjónum frá? Gunnar Dagur: Við höfum stóra skóflu til þess. Notum minni skóflur í gröftinn og þegar við erum búnir að losa snjó í dálitlar hrúgur notum við stóru skófluna til að koma snjónum út. Ísak Einir: Já, í ákveðinn tíma erum við bara að grafa, grafa og grafa. Svo kemur að því að við losum okkur við snjóinn og berum hann út.Ætlið þið að sofa í húsinu? Gunnar Dagur: Ég veit ekki, það gæti verið. Ísak Einir: Við þurfum bara að setja upp fána til að tryggja að menn komi ekki á snjóýtum og ryðji húsinu okkar í burtu. Gunnar Dagur: Það væri ekki gott að vera sofandi og allt hryndi.Eruð þið oft að leika ykkur úti? Ísak Ernir: Já, já, við erum dálitlir útikarlar. Gunnar Dagur: Við erum samt eiginlega meira inni núna en úti þegar við erum að grafa.Eru þetta mörg herbergi? Ísak Einir: Við erum með sérstaka geymslu fyrir töskurnar okkar og fleira dót og þar inni er lítið hólf fyrir snjógleraugu. Gunnar Dagur: Svo verður hitt bara eitt risastórt rými. Planið okkar er að setja sprittkerti á víð og dreif. Krakkar Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Tveir kappsfullir drengir voru á dögunum að útbúa stórt snjóhús þegar blaðamaður og ljósmyndari rákust á þá. Drengirnir heita Ísak Einir Magnússon og Gunnar Dagur Einarsson og eru báðir tólf ára, að verða þrettán. Þeir segja snjóhúsagerð vera áhugamál. Ísak Einir: Við höfum búið til lítil snjóhús áður en þau hafa aldrei orðið að neinu, þannig séð. En þetta var svo tilvalinn skafl. Einn vinur okkar, Jónas Orri, á eiginlega hugmyndina, enda býr hann næst skaflinum. Gunnar Dagur: Við Jónas Orri voru bara að labba hérna og sáum skaflinn, bjuggum til dyr og grófum smá og svo kom Ísak Einir með okkur. Jónas Orri er bara á badmintonæfingu núna, annars væri hann hér.Hvað á húsið að verða stórt? Ísak Einir: Ég veit það ekki. Við munum bara halda áfram þar til við getum ekki meira. Þetta er svo gaman.En er ekki erfitt að koma snjónum frá? Gunnar Dagur: Við höfum stóra skóflu til þess. Notum minni skóflur í gröftinn og þegar við erum búnir að losa snjó í dálitlar hrúgur notum við stóru skófluna til að koma snjónum út. Ísak Einir: Já, í ákveðinn tíma erum við bara að grafa, grafa og grafa. Svo kemur að því að við losum okkur við snjóinn og berum hann út.Ætlið þið að sofa í húsinu? Gunnar Dagur: Ég veit ekki, það gæti verið. Ísak Einir: Við þurfum bara að setja upp fána til að tryggja að menn komi ekki á snjóýtum og ryðji húsinu okkar í burtu. Gunnar Dagur: Það væri ekki gott að vera sofandi og allt hryndi.Eruð þið oft að leika ykkur úti? Ísak Ernir: Já, já, við erum dálitlir útikarlar. Gunnar Dagur: Við erum samt eiginlega meira inni núna en úti þegar við erum að grafa.Eru þetta mörg herbergi? Ísak Einir: Við erum með sérstaka geymslu fyrir töskurnar okkar og fleira dót og þar inni er lítið hólf fyrir snjógleraugu. Gunnar Dagur: Svo verður hitt bara eitt risastórt rými. Planið okkar er að setja sprittkerti á víð og dreif.
Krakkar Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira