Segja ágreining milli Helgu og annarra starfsmanna ástæðu starfsloka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2018 18:10 Helga Arnardóttir, frétta- og dagskrárgerðarmaður, segir áform stjórnenda hafa verið reist á sandi. Stjórn Birtíngs segir að ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur, sem hætti í gær sem yfirritstjóri félagsins, hafi verið óleysanlegur ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna.Greint var frá starfslokum Helgu í gær en hún hafði aðeins starfað sem yfirritstjóri í átján daga eftir að hafa söðlað um í byrjun árs sem einn af umsjónarmönnum Kastljóss á RÚV.Helga tjáði sig um starfslokin í dag og sagði hún meðal annars frá því að hún hafi fljótlega gert sér grein fyrir því í nýju starfi að hún myndi meðal annars ekki njóta ritstjórnarlegs sjálfstæðis við útgáfu Mannlífs. Er þessu vísað á bug í yfirlýsingu frá stjórn Birtíngs. Þar segir að henni hafi mátt vera ljóst að hún myndi njóta fullkomins ritstjórnarlegs frelsis. „Á fundi með tveimur af þremur stjórnarmönnum Birtíngs, stuttu fyrir janúarútgáfu Mannlífs, kom það skýrt fram að hvorki stjórn né eigendur ætluðu að skipta sér af því hvað fjallað væri um í blaðinu. Þvert á móti fór það ekki á milli mála á þeim fundi að hún hefði fullkomið ritstjórnarlegt frelsi,“ segir í yfirlýsingunni. Ástæða starfsloka hennar sé sem fyrr segir, óleysanlegur ágreiningur á mili Helgu og annarra starfsmanna. „Ástæða starfsloka Helgu er einfaldlega sú að fljótlega kom upp ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna á ritstjórn Birtíngs, sem ekki reyndist unnt að leysa. Þetta er eina ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur,“ segir í yfirlýsingunni. Í stjórn Birtíngs sitja Gunnlaugur Árnason stjórnarformaður, Þorvarður Gunnarsson og Halldór Kristmannsson.Yfirlýsing stjórnar Birtíngs í heild sinni„Stjórn Birtíngs útgáfufélags vill koma því á framfæri að Helga Arnardóttir segir því miður ekki rétt frá um ástæður starfsloka sinna í færslu á Facebook-síðu sinni, sem hefur verið umfjöllunarefni fjölmiðla í dag.Einnig vill stjórnin taka það sérstaklega fram að á engan hátt var vegið að ritstjórnarlegu sjálfstæði hennar við útgáfu Mannlífs og stjórnin harmar það að reyndur fjölmiðlamaður fari svo frjálslega með staðreyndir.Á fundi með tveimur af þremur stjórnarmönnum Birtíngs, stuttu fyrir janúarútgáfu Mannlífs, kom það skýrt fram að hvorki stjórn né eigendur ætluðu að skipta sér af því hvað fjallað væri um í blaðinu. Þvert á móti fór það ekki á milli mála á þeim fundi að hún hefði fullkomið ritstjórnarlegt frelsi.Ástæða starfsloka Helgu er einfaldlega sú að fljótlega kom upp ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna á ritstjórn Birtíngs, sem ekki reyndist unnt að leysa. Þetta er eina ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur.Stjórn Birtíngsútgáfufélags.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Segist ekki hafa notið ritstjórnarlegs sjálfstæðis og fögur fyrirheit á sandi reist Helga Arnardóttir bregst við fréttum af uppsögn sinni hjá Birtíngi. 1. febrúar 2018 11:57 Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28 Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Stjórn Birtíngs segir að ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur, sem hætti í gær sem yfirritstjóri félagsins, hafi verið óleysanlegur ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna.Greint var frá starfslokum Helgu í gær en hún hafði aðeins starfað sem yfirritstjóri í átján daga eftir að hafa söðlað um í byrjun árs sem einn af umsjónarmönnum Kastljóss á RÚV.Helga tjáði sig um starfslokin í dag og sagði hún meðal annars frá því að hún hafi fljótlega gert sér grein fyrir því í nýju starfi að hún myndi meðal annars ekki njóta ritstjórnarlegs sjálfstæðis við útgáfu Mannlífs. Er þessu vísað á bug í yfirlýsingu frá stjórn Birtíngs. Þar segir að henni hafi mátt vera ljóst að hún myndi njóta fullkomins ritstjórnarlegs frelsis. „Á fundi með tveimur af þremur stjórnarmönnum Birtíngs, stuttu fyrir janúarútgáfu Mannlífs, kom það skýrt fram að hvorki stjórn né eigendur ætluðu að skipta sér af því hvað fjallað væri um í blaðinu. Þvert á móti fór það ekki á milli mála á þeim fundi að hún hefði fullkomið ritstjórnarlegt frelsi,“ segir í yfirlýsingunni. Ástæða starfsloka hennar sé sem fyrr segir, óleysanlegur ágreiningur á mili Helgu og annarra starfsmanna. „Ástæða starfsloka Helgu er einfaldlega sú að fljótlega kom upp ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna á ritstjórn Birtíngs, sem ekki reyndist unnt að leysa. Þetta er eina ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur,“ segir í yfirlýsingunni. Í stjórn Birtíngs sitja Gunnlaugur Árnason stjórnarformaður, Þorvarður Gunnarsson og Halldór Kristmannsson.Yfirlýsing stjórnar Birtíngs í heild sinni„Stjórn Birtíngs útgáfufélags vill koma því á framfæri að Helga Arnardóttir segir því miður ekki rétt frá um ástæður starfsloka sinna í færslu á Facebook-síðu sinni, sem hefur verið umfjöllunarefni fjölmiðla í dag.Einnig vill stjórnin taka það sérstaklega fram að á engan hátt var vegið að ritstjórnarlegu sjálfstæði hennar við útgáfu Mannlífs og stjórnin harmar það að reyndur fjölmiðlamaður fari svo frjálslega með staðreyndir.Á fundi með tveimur af þremur stjórnarmönnum Birtíngs, stuttu fyrir janúarútgáfu Mannlífs, kom það skýrt fram að hvorki stjórn né eigendur ætluðu að skipta sér af því hvað fjallað væri um í blaðinu. Þvert á móti fór það ekki á milli mála á þeim fundi að hún hefði fullkomið ritstjórnarlegt frelsi.Ástæða starfsloka Helgu er einfaldlega sú að fljótlega kom upp ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna á ritstjórn Birtíngs, sem ekki reyndist unnt að leysa. Þetta er eina ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur.Stjórn Birtíngsútgáfufélags.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Segist ekki hafa notið ritstjórnarlegs sjálfstæðis og fögur fyrirheit á sandi reist Helga Arnardóttir bregst við fréttum af uppsögn sinni hjá Birtíngi. 1. febrúar 2018 11:57 Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28 Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Segist ekki hafa notið ritstjórnarlegs sjálfstæðis og fögur fyrirheit á sandi reist Helga Arnardóttir bregst við fréttum af uppsögn sinni hjá Birtíngi. 1. febrúar 2018 11:57
Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent