Strax fyrsta mánuðinn, september í fyrra, þá seldist línan fyrir um 72 milljónir dollara. Núna er Rihanna á góðri leið að með að velta sjálfri Kylie Jenner úr sessi sem söluhæsta snyrtivörumerkið. Samkvæmt ráðgjafafyrirtækinu Slice Intelligence hefur Fenty Beauty selst um fimm sinnum meira en Kylie Cosmetics á fyrsta mánuði þessa árs. Það er ansi vel gert hjá Rihönnu þar sem snyrtivörulína Jenner hefur átt ótrúlegum vinsældum að fagna og stefnir allt í það að raunveruleikastjarnan verði orðin billjónamæringur árið 2022.
Rihanna getur því unað vel við sitt en þessar, greinilega góðu, snyrtivörur fást í verslunum Sephora og Harvey Nichols.