Íslensk hönnun á BAFTA-verðlaununum Ritstjórn skrifar 19. febrúar 2018 11:00 Glamour/Getty Leikstjórinn Rungano Nyoni klæddist íslenskri hönnun á BAFTA-verðlaununum, sem haldin voru í London í gærkvöldi. Kjóllinn hennar var eftir Anitu Hirlekar. Rungano hlaut verðlaun fyrir kvikmyndina I Am Not A Witch. Anita Hirlekar er þekkt fyrir handgerðar, litríkar og bróderaðar flíkur. Kjóll Rungano er svartur blúndukjóll með hvítum og fjólubláum smáatriðum. Skemmtilegur kjóll sem hlaut mikla athygli, en Rungano var ein sú best klædda á hátíðinni. Anita eyddi næstum því áratug í London, þar sem hún lærði fata- og textílhönnun í Central Saint Martins. Nú er hún flutt aftur heim til Íslands þar sem hún rekur verslun- og sýningarrými með Magneu Einarsdóttur á Garðarstræti 2. Það er alltaf einstaklega ánægjulegt að sjá íslenska hönnun fá athygli út fyrir landsteinana, og þá sérstaklega á svona stórum viðburði eins og BAFTA-verðlaunin eru. BAFTA Mest lesið Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour Jared Leto leikur Andy Warhol í nýrri kvikmynd um líf listamannsins. Glamour Stjörnurnar skörtuðu sínu fegursta á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum Glamour Fyrstu sýnishornin frá samstarfi H&M og KENZO Glamour Sarah Jessica Parker snýr aftur á skjáinn Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour Selena Gomez eyðir Instagram í hverri viku Glamour Bestu tískumóment Söruh Jessicu Parker Glamour Fyrirsætur Marc Jacobs með dredda á tískupallinum Glamour „Mér leið alltaf eins og enginn vildi kyssa mig" Glamour
Leikstjórinn Rungano Nyoni klæddist íslenskri hönnun á BAFTA-verðlaununum, sem haldin voru í London í gærkvöldi. Kjóllinn hennar var eftir Anitu Hirlekar. Rungano hlaut verðlaun fyrir kvikmyndina I Am Not A Witch. Anita Hirlekar er þekkt fyrir handgerðar, litríkar og bróderaðar flíkur. Kjóll Rungano er svartur blúndukjóll með hvítum og fjólubláum smáatriðum. Skemmtilegur kjóll sem hlaut mikla athygli, en Rungano var ein sú best klædda á hátíðinni. Anita eyddi næstum því áratug í London, þar sem hún lærði fata- og textílhönnun í Central Saint Martins. Nú er hún flutt aftur heim til Íslands þar sem hún rekur verslun- og sýningarrými með Magneu Einarsdóttur á Garðarstræti 2. Það er alltaf einstaklega ánægjulegt að sjá íslenska hönnun fá athygli út fyrir landsteinana, og þá sérstaklega á svona stórum viðburði eins og BAFTA-verðlaunin eru.
BAFTA Mest lesið Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour Jared Leto leikur Andy Warhol í nýrri kvikmynd um líf listamannsins. Glamour Stjörnurnar skörtuðu sínu fegursta á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum Glamour Fyrstu sýnishornin frá samstarfi H&M og KENZO Glamour Sarah Jessica Parker snýr aftur á skjáinn Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour Selena Gomez eyðir Instagram í hverri viku Glamour Bestu tískumóment Söruh Jessicu Parker Glamour Fyrirsætur Marc Jacobs með dredda á tískupallinum Glamour „Mér leið alltaf eins og enginn vildi kyssa mig" Glamour