Öll eggin Magnús Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2018 07:00 Það hefur aldrei þótt skynsamlegt að hafa öll eggin í einni og sömu körfunni. Sérstaklega eru stórfelldir en fábreyttir atvinnuhættir varasamt fyrirbæri því engin atvinnustarfsemi er svo fyrirsjáanlega stöðug um ókomna tíð að hún sé þess virði að leggja heilu samfélögin að veði. Þetta þekkjum við Íslendingar vel frá þeim tíma sem fjármálastarfsemi átti að vera fyrir okkur það sem olían hefur verið fyrir Norðmenn en svo fór sem fór. Norska þjóðin hefur hagnast gríðarlega á því að sækja olíu í Noregshaf en áframhaldandi olíusókn lengra til norðurs hugnast þó ekki öllum. Það merkilega er að andstöðu við áform norskra stjórnvalda er helst að finna hjá heimamönnum í nyrstu byggðum landsins. Ástæðan er að rannsóknir sýna að olíuvinnsla á hafsvæðum veldur meira tjóni á fiskimiðum og náttúru hafsvæða en áður var talið. Veldur tjóni á því sem er hin eiginlega undirstaða samfélags á norðurslóð í Noregi og hefur verið um langt skeið. Þessi andstaða í Noregi kemur upp í hugann þegar litið er til þess að hluti íbúa á suðurfjörðum Austfjarða leggst nú eindregið gegn stórfelldu sjókvíaeldi í Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Berufirði. Andstæðingar eldisins benda á að næga og fjölbreytta vinnu sé að hafa á svæðinu en að því sé ógnað með áformum fyrirtækis sem er að mestu í eigu erlendra aðila. Þetta fjölbreytta atvinnulíf byggir nefnilega m.a. á fiskveiðum, fiskvinnslu, ferðaþjónustu og ýmissi afleiddri þjónustu. Atvinnugreinum sem eru háðar því að hreinleiki náttúrunnar sé tryggður en er með stórfelldu laxeldi inni á fjörðum verulega ógnað. Þó svo laxeldi hafi haft jákvæð áhrif á atvinnulíf og byggðir Vestjarða þá þýðir það ekki að eitt og hið sama þurfi að henta öðrum svæðum. Sífelld aukning, útbreiðsla og stækkun eldisstöðva þarf auðvitað ekki að vera einhvers konar náttúrulögmál. Ekki frekar en þensla íslenska bankakerfisins var á sínum tíma eða það sem sumir hafa kallað olíufíkn norsku stjórnmálastéttarinnar. Hófsemi og stöðugleiki, þar sem því er sinnt með öllum ráðum að lágmarka umhverfisáhrif, getur reynst mun heillavænlegri leið fyrir atvinnulífið í heild sinni þegar til lengri tíma er litið. Áform um stórfellt sjókvíaeldi á suðurfjörðum Austfjarða er ekki í samræmi við hófsemi eða fjölbreytta atvinnustefnu. Hið sama má mögulega segja um nýtt frumvarp til laga um fiskeldi en samkvæmt því þurfa fiskeldisfyrirtæki aðeins að skrá sig hjá Umhverfisstofnun í stað þess að sækja um leyfi hjá stofnuninni eins og áður var. Umhverfisstofnun hefur reyndar varað við því að það geti leitt til raunverulegrar hættu á að ítarlegt umverfismat farist fyrir. Þetta er varasöm þróun og tímabært að ríkisstjórnin móti hófsama stefnu með skýru regluverki þar sem náttúran og fjölbreyttir atvinnuhættir njóta vafans. Náttúran tilheyrir engu okkar og við eigum engan rétt á henni umfram hóflega nýtingu til farsællar afkomu án þess að valda henni tjóni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur aldrei þótt skynsamlegt að hafa öll eggin í einni og sömu körfunni. Sérstaklega eru stórfelldir en fábreyttir atvinnuhættir varasamt fyrirbæri því engin atvinnustarfsemi er svo fyrirsjáanlega stöðug um ókomna tíð að hún sé þess virði að leggja heilu samfélögin að veði. Þetta þekkjum við Íslendingar vel frá þeim tíma sem fjármálastarfsemi átti að vera fyrir okkur það sem olían hefur verið fyrir Norðmenn en svo fór sem fór. Norska þjóðin hefur hagnast gríðarlega á því að sækja olíu í Noregshaf en áframhaldandi olíusókn lengra til norðurs hugnast þó ekki öllum. Það merkilega er að andstöðu við áform norskra stjórnvalda er helst að finna hjá heimamönnum í nyrstu byggðum landsins. Ástæðan er að rannsóknir sýna að olíuvinnsla á hafsvæðum veldur meira tjóni á fiskimiðum og náttúru hafsvæða en áður var talið. Veldur tjóni á því sem er hin eiginlega undirstaða samfélags á norðurslóð í Noregi og hefur verið um langt skeið. Þessi andstaða í Noregi kemur upp í hugann þegar litið er til þess að hluti íbúa á suðurfjörðum Austfjarða leggst nú eindregið gegn stórfelldu sjókvíaeldi í Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Berufirði. Andstæðingar eldisins benda á að næga og fjölbreytta vinnu sé að hafa á svæðinu en að því sé ógnað með áformum fyrirtækis sem er að mestu í eigu erlendra aðila. Þetta fjölbreytta atvinnulíf byggir nefnilega m.a. á fiskveiðum, fiskvinnslu, ferðaþjónustu og ýmissi afleiddri þjónustu. Atvinnugreinum sem eru háðar því að hreinleiki náttúrunnar sé tryggður en er með stórfelldu laxeldi inni á fjörðum verulega ógnað. Þó svo laxeldi hafi haft jákvæð áhrif á atvinnulíf og byggðir Vestjarða þá þýðir það ekki að eitt og hið sama þurfi að henta öðrum svæðum. Sífelld aukning, útbreiðsla og stækkun eldisstöðva þarf auðvitað ekki að vera einhvers konar náttúrulögmál. Ekki frekar en þensla íslenska bankakerfisins var á sínum tíma eða það sem sumir hafa kallað olíufíkn norsku stjórnmálastéttarinnar. Hófsemi og stöðugleiki, þar sem því er sinnt með öllum ráðum að lágmarka umhverfisáhrif, getur reynst mun heillavænlegri leið fyrir atvinnulífið í heild sinni þegar til lengri tíma er litið. Áform um stórfellt sjókvíaeldi á suðurfjörðum Austfjarða er ekki í samræmi við hófsemi eða fjölbreytta atvinnustefnu. Hið sama má mögulega segja um nýtt frumvarp til laga um fiskeldi en samkvæmt því þurfa fiskeldisfyrirtæki aðeins að skrá sig hjá Umhverfisstofnun í stað þess að sækja um leyfi hjá stofnuninni eins og áður var. Umhverfisstofnun hefur reyndar varað við því að það geti leitt til raunverulegrar hættu á að ítarlegt umverfismat farist fyrir. Þetta er varasöm þróun og tímabært að ríkisstjórnin móti hófsama stefnu með skýru regluverki þar sem náttúran og fjölbreyttir atvinnuhættir njóta vafans. Náttúran tilheyrir engu okkar og við eigum engan rétt á henni umfram hóflega nýtingu til farsællar afkomu án þess að valda henni tjóni.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun