Kjartan Henry Finnbogason spilaði allan leikinn fyrir AC Horsens sem vann 2-0 sigur á FC Helsingör á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Kjartan fékk að líta gula spjaldið strax á fimmtu mínútu, en staðan var markalaus allt þangað til á 54. mínútu þegar Oliver Drost kom Horsens yfir.
Peter Nymann tvöfalaði svo forystuna fyrir Horsens sjö mínútum fyrir leikslok eftir undirbúning frá varamanninum Halli Hanssyni. Lokatölur 2-0.
Kjartan spilaði allan leikinn eins og fyrr segir, en hann hefur verið að gera mjög góða hluti á tímabilinu fyrir Horsens sem eru í fjórða sæti deildarinnar með 30 stig.
Horsens í fjórða sætið eftir sigur
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn


Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti

„Erum í basli undir körfunni“
Körfubolti



Finnur Freyr framlengdi til 2028
Körfubolti


„Það erfiðasta er ennþá eftir“
Körfubolti