Starfsmenn Apple ganga ítrekað á glerveggi í höfuðstöðvum fyrirtækisins Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2018 21:37 Höfuðstöðvar Apple í Cupertino. YouTube Nýjar höfuðstöðvar tæknirisans Apple í Cupertino-borg í Kaliforníu hafa valdið starfsmönnum nokkrum vandræðum. Um er að ræða mikið glerhýsi þar sem nánast allar veggir eru úr gleri. Það hefur orðið þess valdandi að starfsmennirnir hafa ítrekað gengið á glerveggina. Greint er frá þessu á vef Bloomberg en þar er ástæðan sögð sú að starfsmennirnir séu svo niðursokknir í iPhone-símana að þeir taki ekki eftir gegnsæjum glerveggjunum og gangi beint á þá. Um er að ræða fagurhannaða byggingu sem er sögð undur í arkitektabransanum. Steve Jobs, stofnandi Apple, kynnti byggingaráformin fyrir borgarráði Cupertino-borgar í Kaliforníu nokkrum mánuðum fyrir dauða sinn árið 2011. Jobs lét hafa eftir sér árið 2011 að útlit byggingarinnar minnti á geimskip úr vísindaskáldsögu og því hefur byggingin hlotið viðurnefnið „Geimskipið“. Arkitekt hennar heitir Norman Foster en hann fór eftir þeirri sýn sem Steve Jobs hafði teiknað upp fyrir hann. Útlitið skipti miklu máli en þegar frágangi var nánast lokið var ákveðið að fjarlægja viðvörunarmerkingar af glerveggjunum því arkitektarnir töldu þær skemma útlitið. Bloomberg segir frá því að starfsmennirnir hafi margir hverjir tekið upp á því að setja gula límmiða á glerveggina svo starfsmennirnir átti sig frekar á þeim. Höfuðstöðvarnar í Cupertino hýsa um 13.000 starfsmenn en í frétt Bloomberg af málinu er greint frá því að talskona fyrirtækisins neitaði að tjá sig og því liggur ekki fyrir hve margir hafa slasað sig á því að ganga á glervegg. Hér fyrir neðan má sjá drónamyndband af höfuðstöðvunum. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hljóp á sig Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Nýjar höfuðstöðvar tæknirisans Apple í Cupertino-borg í Kaliforníu hafa valdið starfsmönnum nokkrum vandræðum. Um er að ræða mikið glerhýsi þar sem nánast allar veggir eru úr gleri. Það hefur orðið þess valdandi að starfsmennirnir hafa ítrekað gengið á glerveggina. Greint er frá þessu á vef Bloomberg en þar er ástæðan sögð sú að starfsmennirnir séu svo niðursokknir í iPhone-símana að þeir taki ekki eftir gegnsæjum glerveggjunum og gangi beint á þá. Um er að ræða fagurhannaða byggingu sem er sögð undur í arkitektabransanum. Steve Jobs, stofnandi Apple, kynnti byggingaráformin fyrir borgarráði Cupertino-borgar í Kaliforníu nokkrum mánuðum fyrir dauða sinn árið 2011. Jobs lét hafa eftir sér árið 2011 að útlit byggingarinnar minnti á geimskip úr vísindaskáldsögu og því hefur byggingin hlotið viðurnefnið „Geimskipið“. Arkitekt hennar heitir Norman Foster en hann fór eftir þeirri sýn sem Steve Jobs hafði teiknað upp fyrir hann. Útlitið skipti miklu máli en þegar frágangi var nánast lokið var ákveðið að fjarlægja viðvörunarmerkingar af glerveggjunum því arkitektarnir töldu þær skemma útlitið. Bloomberg segir frá því að starfsmennirnir hafi margir hverjir tekið upp á því að setja gula límmiða á glerveggina svo starfsmennirnir átti sig frekar á þeim. Höfuðstöðvarnar í Cupertino hýsa um 13.000 starfsmenn en í frétt Bloomberg af málinu er greint frá því að talskona fyrirtækisins neitaði að tjá sig og því liggur ekki fyrir hve margir hafa slasað sig á því að ganga á glervegg. Hér fyrir neðan má sjá drónamyndband af höfuðstöðvunum.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hljóp á sig Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila