Íslenski boltinn

Arnór tryggði Njarðvík sigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Úr leik ÍA síðasta sumar
Úr leik ÍA síðasta sumar vísir/andri
Arnór Björnsson tryggði Njarðvík fyrsta sigurinn í Lengjubikarnum þennan veturinn með marki í uppbótartíma gegn ÍA.

Theodór Guðni Halldórsson kom heimamönnum í Njarðvík yfir snemma leiks, en leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni.

Skagamenn náðu ekki að jafna fyrr en eftir klukkutíma leik með marki Alexanders Más Þorlákssonar. Þá skoruðu bæði lið eitt mark til viðbótar á stuttum tíma, Bergþór Ingi Smárason kom Njarðvík aftur yfir og Steinar Þorsteinsson jafnaði aftur fyrir ÍA.

Arnór stal svo sigrinum fyrir Njarðvík á 92. mínútu gegn gangi leiksins, en gestirnir frá Akranesi höfðu verið sterkari undir lokin.

Njarðvík tapaði fyrsta leik sínum í kepninni gegn Íslandsmeisturum Vals á mánudag en ÍA byrjaði riðilinn með stórsigri á Fram. Liðin leika í riðli 1.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×