Það er til fólk Bergur Ebbi skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Það er til fólk sem vaknar snemma á hverjum morgni og hlustar á fréttirnar klukkan sjö og vonar heitt og innilega að allt sé með röð og reglu, að engin sjóslys hafi orðið og enginn erlendur ferðamaður hafi villst af leið á hálendinu. Það er til fólk sem biður eða hugleiðir á hverjum degi og sendir út strauma til annarra, jafnvel til fólks sem það hefur aldrei hitt. Það er til fólk sem mætir í vinnuna sína og borðar hádegisverðinn með bros á vör. Það kvartar aldrei undan mötuneytinu eða kokkinum og biður aldrei um neitt sérstakt. Það er til fólk sem veit ekkert hvað andoxunarefni eru og hefur engan áhuga á að vita það en hlustar samt af athygli ef aðrir tala um andoxunarefni, af kurteisi við viðmælandann. Það er til fólk sem hringir samviskusamlega í sína nánustu og man afmælisdaga allra í fjölskyldunni og sendir stutt og hnitmiðuð skeyti með hamingjuóskum, án þess að ætlunin með því sé að minna á sjálft sig. Það er til fólk sem horfir aldrei á sjónvarp heldur eyðir kvöldum sínum í símanum þar sem það hlustar á aðra tala um hugmyndir sínar og vandamál. Það er til fólk sem man nöfn flestra sem það hittir en ætlast ekki til þess að sitt eigið nafn sé munað af öðrum. Það er til fólk sem leggur bílum sínum vísvitandi langt frá inngangi þjónustumiðstöðva af virðingu við aðra sem gætu verið að flýta sér meira. Það er til fólk sem á alltaf bæði eplasafa og appelsínusafa í ísskápnum, þó það drekki hvorugt sjálft, ef vera kynni að gest bæri að garði sem líkar betur við aðra tegundina. Það er til fólk sem sest í flugvélarsætið sitt og hugsar til starfsfólksins sem vinnur við að koma töskunni þeirra um borð. Það er til fólk sem skilur kaldhæðni ágætlega en meinar samt oftast það sem það segir. Það er til fólk sem sér heimsku annarra en stillir sig um að afhjúpa hana. Það er til fólk sem tekur ekki myndir af öðru fólki og setur á netið án þess að spyrja það fyrst. Það er til fólk sem straujar föt sín af samviskusemi, til að varpa ekki misfellum inn í vitund samborgara sinna. Það er til fólk sem finnur stundum til kvíða en kýs að deila því ekki með öðrum. Það er til fólk sem leggur sig í líma við að halda sér í jafnvægi til að koma ekki róti á samfélagið. Það er til fólk, af öllum þjóðfélagshópum, kynjum og kynþáttum, sem hefur af dugnaði náð markmiðum sínum án þess að boða til átaka. Það er til fólk sem hjálpar öðru fólki án þess að það sé liður í einhverju árveknisátaki, góðgerðarhópefli eða stemningu. Það er til fólk sem af sannri hlýju vill öðrum vel og samgleðst velgengni þeirra. Það er til fólk sem lifir ekki fyrir hreyfingar eða baráttur heldur fylgist af þolinmæði með þjóðfélagsbreytingum og lítur í eigin barm áður en það álasar öðrum fyrir ranga breytni. Það er til fólk sem ætlast ekki til að heimurinn gangi í takt við sig heldur fylgir takti heimsins, meðvitað um að enginn maður er þess megnugur að útdeila endanlegu réttlæti, meðvitað um að blóð getur aðeins útdeilt blóði, að heimurinn breytist þrátt fyrir oflæti mannfólksins en ekki vegna þess. Það er til fólk. Það er til fólk sem hvetur ekki til stríðs en hjálpar samt til við að reisa þjóðfélög upp úr rústunum. Það er til fólk sem flæðir um jörðina eins og vatn. Tært og jafnt, ávallt nálægt jörðu. Það er til fólk sem gefur skilyrðislaust og elskar skilyrðislaust og gerir það ekki í nafni neins. Það er til fólk hvers brjóst bærist aðeins í takt við gárur vatnsins. Það er til fólk sem á aldrei síðasta orðið en skilur þögnina sem kemur í kjölfarið. Það er til fólk sem streymir eins og áveita um hrjóstruga jörð. Það er til fólk, sem er ekki þögult, heldur þýtt. Söngur þess er alls staðar. Það er til fólk sem hótar ekki eða knýr áheyrendur sína til viðbragða með hálfkveðnum vísum eða stílbrögðum tungumálsins. Það er til fólk sem þráir ekki viðurkenningu og er ekki hrætt sjálft. Það er til svona fólk, og það er til fullt af því. Mér hefur sjaldan reynst jafn erfitt að ná utan um nokkuð í samfélaginu en einmitt þetta. Því þetta fólk hefur ekki nafn og það fylkir sér hvorki undir krossi, hálfmána né myllumerki. Það er bara til og það hefur alltaf verið til. Það er til fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Það er til fólk sem vaknar snemma á hverjum morgni og hlustar á fréttirnar klukkan sjö og vonar heitt og innilega að allt sé með röð og reglu, að engin sjóslys hafi orðið og enginn erlendur ferðamaður hafi villst af leið á hálendinu. Það er til fólk sem biður eða hugleiðir á hverjum degi og sendir út strauma til annarra, jafnvel til fólks sem það hefur aldrei hitt. Það er til fólk sem mætir í vinnuna sína og borðar hádegisverðinn með bros á vör. Það kvartar aldrei undan mötuneytinu eða kokkinum og biður aldrei um neitt sérstakt. Það er til fólk sem veit ekkert hvað andoxunarefni eru og hefur engan áhuga á að vita það en hlustar samt af athygli ef aðrir tala um andoxunarefni, af kurteisi við viðmælandann. Það er til fólk sem hringir samviskusamlega í sína nánustu og man afmælisdaga allra í fjölskyldunni og sendir stutt og hnitmiðuð skeyti með hamingjuóskum, án þess að ætlunin með því sé að minna á sjálft sig. Það er til fólk sem horfir aldrei á sjónvarp heldur eyðir kvöldum sínum í símanum þar sem það hlustar á aðra tala um hugmyndir sínar og vandamál. Það er til fólk sem man nöfn flestra sem það hittir en ætlast ekki til þess að sitt eigið nafn sé munað af öðrum. Það er til fólk sem leggur bílum sínum vísvitandi langt frá inngangi þjónustumiðstöðva af virðingu við aðra sem gætu verið að flýta sér meira. Það er til fólk sem á alltaf bæði eplasafa og appelsínusafa í ísskápnum, þó það drekki hvorugt sjálft, ef vera kynni að gest bæri að garði sem líkar betur við aðra tegundina. Það er til fólk sem sest í flugvélarsætið sitt og hugsar til starfsfólksins sem vinnur við að koma töskunni þeirra um borð. Það er til fólk sem skilur kaldhæðni ágætlega en meinar samt oftast það sem það segir. Það er til fólk sem sér heimsku annarra en stillir sig um að afhjúpa hana. Það er til fólk sem tekur ekki myndir af öðru fólki og setur á netið án þess að spyrja það fyrst. Það er til fólk sem straujar föt sín af samviskusemi, til að varpa ekki misfellum inn í vitund samborgara sinna. Það er til fólk sem finnur stundum til kvíða en kýs að deila því ekki með öðrum. Það er til fólk sem leggur sig í líma við að halda sér í jafnvægi til að koma ekki róti á samfélagið. Það er til fólk, af öllum þjóðfélagshópum, kynjum og kynþáttum, sem hefur af dugnaði náð markmiðum sínum án þess að boða til átaka. Það er til fólk sem hjálpar öðru fólki án þess að það sé liður í einhverju árveknisátaki, góðgerðarhópefli eða stemningu. Það er til fólk sem af sannri hlýju vill öðrum vel og samgleðst velgengni þeirra. Það er til fólk sem lifir ekki fyrir hreyfingar eða baráttur heldur fylgist af þolinmæði með þjóðfélagsbreytingum og lítur í eigin barm áður en það álasar öðrum fyrir ranga breytni. Það er til fólk sem ætlast ekki til að heimurinn gangi í takt við sig heldur fylgir takti heimsins, meðvitað um að enginn maður er þess megnugur að útdeila endanlegu réttlæti, meðvitað um að blóð getur aðeins útdeilt blóði, að heimurinn breytist þrátt fyrir oflæti mannfólksins en ekki vegna þess. Það er til fólk. Það er til fólk sem hvetur ekki til stríðs en hjálpar samt til við að reisa þjóðfélög upp úr rústunum. Það er til fólk sem flæðir um jörðina eins og vatn. Tært og jafnt, ávallt nálægt jörðu. Það er til fólk sem gefur skilyrðislaust og elskar skilyrðislaust og gerir það ekki í nafni neins. Það er til fólk hvers brjóst bærist aðeins í takt við gárur vatnsins. Það er til fólk sem á aldrei síðasta orðið en skilur þögnina sem kemur í kjölfarið. Það er til fólk sem streymir eins og áveita um hrjóstruga jörð. Það er til fólk, sem er ekki þögult, heldur þýtt. Söngur þess er alls staðar. Það er til fólk sem hótar ekki eða knýr áheyrendur sína til viðbragða með hálfkveðnum vísum eða stílbrögðum tungumálsins. Það er til fólk sem þráir ekki viðurkenningu og er ekki hrætt sjálft. Það er til svona fólk, og það er til fullt af því. Mér hefur sjaldan reynst jafn erfitt að ná utan um nokkuð í samfélaginu en einmitt þetta. Því þetta fólk hefur ekki nafn og það fylkir sér hvorki undir krossi, hálfmána né myllumerki. Það er bara til og það hefur alltaf verið til. Það er til fólk.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun