Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2018 16:49 Kjararáð ákveður laun æðstu embættismanna ríkisins og fleiri. vísir/anton brink Starfshópur um málefni kjararáðs leggur til að í lögum verði ákveðin launafjárhæð sem endurskoðuð er með árs millibili eftir skýrum mælikvarða sem starfshópurinn álítur þróun reglulegra launa ríkisstarfsmanna vera. Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag.Í skýrslu hópsins er að finna samanburð fyrirkomulags við launaákvarðanir hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og æðstu embættismönnum á Íslandi og í nágrannalöndunum, greining á úrskurðum kjararáðs og samanburður við launaþróun annarra starfsgreina. Þá var hópnum falið að gera tillögur að breyttu fyrirkomulagi og úrbótum. Þar kemur fram að gagnsæi og fyrirsjáanleika skortir um launaákvarðanir og raunveruleg laun og að margt mæli með því að gjörbreyta núgildandi fyrirkomulagi. Leggur starfshópurinn til að í meginatriðum verði hætt að úrskurða um laun æðstu manna samfélagsins eftir óskýrum viðmiðunum. Launafjárhæðir eiga að vera aðgengilegar og auðskiljanlegar almenningi og einnig þeim sem störfunum gegna. Eins og áður sagði er lagt til að ákveðin verði launafjárhæð sem endurskoðuð er með árs millibili eftir skýrym mælikvarða. Nokkrar starfgreinar og embætti sem eiga undir kjararáð fái ýmist samningsrétt um kjör sín eða taki laun samkvæmt almennu fyrirkomulagi sem gildir um ríkisstarfsmenn. Meirihluti starfshópsins telur heldur ekki fært né efnislegar forsendur fyrir því að lækka almennt laun þeirra sem eiga undir kjararáð til framtíðar. Meirihlutinn starfshópsins bendir á að ef laun þeirra verða óbreytt til ársloka 2018 myndi kjararáðshópurinn að meðaltali taka hækkunum sem ekki eru í ósamræmi við almenna launaþróun. Fulltrúi ASÍ í starfshópnum var ósammála og taldi það færa leið að lækka með lögum laun embættismanna og kjörinna fulltrúa. Telur starfshópurinn að þær leiðir sem lagðar eru til í skýrslunni muni meðal annars leiða til þess að laun æðstu embættismanna ríkisins verða gagnsærri og fyrirsjáanlegri, komið verði í veg fyrir óskýrar launahækkanir og að mælikvarðar og tímamörk endurskoðunar á launum verða öllum ljós.Lesa má skýrslu starfshópsins hér. Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja. 23. desember 2017 07:00 Forsætisráðherra um kjararáð: Fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. 20. desember 2017 16:45 Styttist í breytingar á kjararáði Forsætisráðherra vonar að fljótlega verði hægt að gera breytingar á kjararáði þannig að um það skapist meiri sátt og mun starfsfópur skila niðurstöðum í vikunni. Í ávarpi á Viðskiptaþingi í dag sagði ráðherrann mikilvægt að gæta að félagslegum stöðugleika ekki síður en efnahagslegum. 14. febrúar 2018 20:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Starfshópur um málefni kjararáðs leggur til að í lögum verði ákveðin launafjárhæð sem endurskoðuð er með árs millibili eftir skýrum mælikvarða sem starfshópurinn álítur þróun reglulegra launa ríkisstarfsmanna vera. Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag.Í skýrslu hópsins er að finna samanburð fyrirkomulags við launaákvarðanir hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og æðstu embættismönnum á Íslandi og í nágrannalöndunum, greining á úrskurðum kjararáðs og samanburður við launaþróun annarra starfsgreina. Þá var hópnum falið að gera tillögur að breyttu fyrirkomulagi og úrbótum. Þar kemur fram að gagnsæi og fyrirsjáanleika skortir um launaákvarðanir og raunveruleg laun og að margt mæli með því að gjörbreyta núgildandi fyrirkomulagi. Leggur starfshópurinn til að í meginatriðum verði hætt að úrskurða um laun æðstu manna samfélagsins eftir óskýrum viðmiðunum. Launafjárhæðir eiga að vera aðgengilegar og auðskiljanlegar almenningi og einnig þeim sem störfunum gegna. Eins og áður sagði er lagt til að ákveðin verði launafjárhæð sem endurskoðuð er með árs millibili eftir skýrym mælikvarða. Nokkrar starfgreinar og embætti sem eiga undir kjararáð fái ýmist samningsrétt um kjör sín eða taki laun samkvæmt almennu fyrirkomulagi sem gildir um ríkisstarfsmenn. Meirihluti starfshópsins telur heldur ekki fært né efnislegar forsendur fyrir því að lækka almennt laun þeirra sem eiga undir kjararáð til framtíðar. Meirihlutinn starfshópsins bendir á að ef laun þeirra verða óbreytt til ársloka 2018 myndi kjararáðshópurinn að meðaltali taka hækkunum sem ekki eru í ósamræmi við almenna launaþróun. Fulltrúi ASÍ í starfshópnum var ósammála og taldi það færa leið að lækka með lögum laun embættismanna og kjörinna fulltrúa. Telur starfshópurinn að þær leiðir sem lagðar eru til í skýrslunni muni meðal annars leiða til þess að laun æðstu embættismanna ríkisins verða gagnsærri og fyrirsjáanlegri, komið verði í veg fyrir óskýrar launahækkanir og að mælikvarðar og tímamörk endurskoðunar á launum verða öllum ljós.Lesa má skýrslu starfshópsins hér.
Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja. 23. desember 2017 07:00 Forsætisráðherra um kjararáð: Fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. 20. desember 2017 16:45 Styttist í breytingar á kjararáði Forsætisráðherra vonar að fljótlega verði hægt að gera breytingar á kjararáði þannig að um það skapist meiri sátt og mun starfsfópur skila niðurstöðum í vikunni. Í ávarpi á Viðskiptaþingi í dag sagði ráðherrann mikilvægt að gæta að félagslegum stöðugleika ekki síður en efnahagslegum. 14. febrúar 2018 20:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja. 23. desember 2017 07:00
Forsætisráðherra um kjararáð: Fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. 20. desember 2017 16:45
Styttist í breytingar á kjararáði Forsætisráðherra vonar að fljótlega verði hægt að gera breytingar á kjararáði þannig að um það skapist meiri sátt og mun starfsfópur skila niðurstöðum í vikunni. Í ávarpi á Viðskiptaþingi í dag sagði ráðherrann mikilvægt að gæta að félagslegum stöðugleika ekki síður en efnahagslegum. 14. febrúar 2018 20:00