Áhyggjufullir vinir Jóhanns gerðu þýsku lögreglunni viðvart Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2018 12:08 Jóhann Jóhansson var eitt virtasta kvikmyndatónskáld síðari tíma. Vísir/GETTY Umboðsmaður Jóhanns Jóhannssonar lét samstarfsmann sinn í Berlín athuga með Jóhann eftir að tónskáldið hafði ekki haft samband í einn dag. Eftir að Jóhann svaraði ekki hringdi samstarfsmaðurinn í lögreglu sem braut sér leið inn í íbúð hans í Berlín. Lögregla kom að honum látnum. Þetta kemur fram í Hollywood Reporter en Jóhann lést í síðustu viku í íbúð sinni í Berlín. Í frétt Hollywood Reporter er haft eftir talsmanni lögreglunnar í Berlín að engin merki sé um að eitthvað saknæmt hafi leitt til dauða Jóhanns. Lögreglan rannsaki ekki andlátið utan þess að eiturefnarannsókn hafi verið framkvæmd. Niðurstöðu úr henni sé að vænta í næstu viku. Jóhann, sem skapað hafði sér nafn sem eitt virtasta kvikmyndatónskáld síðari tíma, var minnst hlýlega um allan heim eftir að fregnir af andláti hans bárust út. Jóhann var í tvígang tilnefndur til Óskarsverðlauna auk þess sem að hann hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything. „Við höfum misst frábært tónskáld og mikinn listamann,“ er haft eftir Iain Canning sem starfaði með Jóhanni ásamt Hildi Guðnadóttur að tónlistinni í hinni væntanlegu kvikmynd Mary Magdalene, eitt af síðustu verkunum sem Jóhann kláraði. Í frétt Hollywood Reporter segir einnig að Jóhann hafi nýlega skrifað undir samning við Disney um að skrifa tónlistina fyrir væntanlega mynd sem byggð er á sögunum um Bangsímon. Segir Tim Husom, umboðsmaður Jóhanns, að Jóhann hafi þegar verið byrjaður að vinna að tónlistinni og að starfið hafi gengið mjög vel. „Hann lifði fyrir tónlistina, hún var honum allt. Á meðan ég sit hér með tárin í augunum get ég huggað mig við það að hann snerti svo marga með tónlist sinni. Það skipti hann miklu máli,“ er haft efir Hildi í umfjöllun Hollywood Reporter sem lesa má hér. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Umboðsmaður Jóhanns Jóhannssonar lét samstarfsmann sinn í Berlín athuga með Jóhann eftir að tónskáldið hafði ekki haft samband í einn dag. Eftir að Jóhann svaraði ekki hringdi samstarfsmaðurinn í lögreglu sem braut sér leið inn í íbúð hans í Berlín. Lögregla kom að honum látnum. Þetta kemur fram í Hollywood Reporter en Jóhann lést í síðustu viku í íbúð sinni í Berlín. Í frétt Hollywood Reporter er haft eftir talsmanni lögreglunnar í Berlín að engin merki sé um að eitthvað saknæmt hafi leitt til dauða Jóhanns. Lögreglan rannsaki ekki andlátið utan þess að eiturefnarannsókn hafi verið framkvæmd. Niðurstöðu úr henni sé að vænta í næstu viku. Jóhann, sem skapað hafði sér nafn sem eitt virtasta kvikmyndatónskáld síðari tíma, var minnst hlýlega um allan heim eftir að fregnir af andláti hans bárust út. Jóhann var í tvígang tilnefndur til Óskarsverðlauna auk þess sem að hann hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything. „Við höfum misst frábært tónskáld og mikinn listamann,“ er haft eftir Iain Canning sem starfaði með Jóhanni ásamt Hildi Guðnadóttur að tónlistinni í hinni væntanlegu kvikmynd Mary Magdalene, eitt af síðustu verkunum sem Jóhann kláraði. Í frétt Hollywood Reporter segir einnig að Jóhann hafi nýlega skrifað undir samning við Disney um að skrifa tónlistina fyrir væntanlega mynd sem byggð er á sögunum um Bangsímon. Segir Tim Husom, umboðsmaður Jóhanns, að Jóhann hafi þegar verið byrjaður að vinna að tónlistinni og að starfið hafi gengið mjög vel. „Hann lifði fyrir tónlistina, hún var honum allt. Á meðan ég sit hér með tárin í augunum get ég huggað mig við það að hann snerti svo marga með tónlist sinni. Það skipti hann miklu máli,“ er haft efir Hildi í umfjöllun Hollywood Reporter sem lesa má hér.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira