Bretar saka Rússa um NotPetya árásina í fyrra Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2018 11:08 Skilaboðin sem fórnarlömb vírussins sáu á tölvum sínum. Vísir/AFP Yfirvöld Bretlands hafa opinberlega sakað rússneska herinn um NotPetya árásina svokölluðu sem læsti tölvum víða um heim í júní í fyrr. Árásin beindist að mestu gegn Úkraínu en gagnagíslatökufaraldurinn NotPetya var hannaður til þess að dreifa sér og gerði hann það. Árásin hafði mikil áhrif á fyrirtæki og stofnanir í Evrópu en einnig í Rússlandi. Reckit Benckiser, varnarmálaráðherra, sagði yfirvöld Rússlands hafa „rifið reglubókina“ og að Bretland þyrfti að bregðast við. Hann sagði heiminn á nýju stigi hernaðar þar sem hefðbundnum hernaðarmætti væri blandað við tölvuárásir með miklum árangri. Hann sagði Rússa einnig hafa vopnvætt upplýsingar og sakaði þá um að grafa undan lýðræði í heiminum. Rússar þvertaka hins vegar fyrir að hafa borið ábyrgð á NotPetya og segja rússnesk fyrirtæki einnig hafa orðið fyrir árás. Utanríkisráðherra Bretlands, Tariq Ahmad, sagði í dag að árásin hefði kostað fyrirtæki og stofnandi hundruð milljóna dala. Samkvæmt frétt BBC áætla sérfræðingar að árásin hafi kostað rúmlega 1,2 milljarð dala. Ahmad sagði ásökunum Breta vera ætlað að sýna að þeir myndu ekki sætta sig við tölvuárásir sem þessar.„Við köllum á Rússland að vera sá ábyrgðarfulli meðlimur alþjóðasamfélagsins sem þeir segjast vera, í stað þess að grafa leynilega undan því.“ Gagngíslatökufaraldar læsa gögnum tölva og er eigendum boðið að greiða lausnargjald til þess að aflæsa þeim. Tölvuárásir Tengdar fréttir Hakkarar reyna að endurræsa WannaCry Ítrekuðum og þungum netárásum hefur verið beint gegn vefsvæði sem átti stóran þátt í því að stöðva útbreiðslu vírussins. 20. maí 2017 13:48 Vara við nýjum faraldri Umfangsmikil gagnagíslatökuárás sem hefur hrellt fyrirtæki í Rússlandi og Úkraínu undanfarið hefur dreift úr sér og meðal annars komið upp í Þýskalandi, Japan og Bandaríkjunum. 26. október 2017 06:00 WannaCry: Vírusar sem virka Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. 15. maí 2017 12:30 Kenna Norður-Kóreumönnum um WannaCry Bandarísk stjórnvöld fullyrða að Norður-Kóreumenn hafi verið ábyrgir fyrir WannaCry veiruárárásinni sem gerði fólki lífið leitt í maí síðastliðinn. 19. desember 2017 08:16 Nýr vírus herjar á heiminn Fyrirtæki og stofnanir um heim allan hafa tilkynnt vírus sem heldur gögnum þeirra í gíslingu. 28. júní 2017 06:41 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent Fleiri fréttir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Sjá meira
Yfirvöld Bretlands hafa opinberlega sakað rússneska herinn um NotPetya árásina svokölluðu sem læsti tölvum víða um heim í júní í fyrr. Árásin beindist að mestu gegn Úkraínu en gagnagíslatökufaraldurinn NotPetya var hannaður til þess að dreifa sér og gerði hann það. Árásin hafði mikil áhrif á fyrirtæki og stofnanir í Evrópu en einnig í Rússlandi. Reckit Benckiser, varnarmálaráðherra, sagði yfirvöld Rússlands hafa „rifið reglubókina“ og að Bretland þyrfti að bregðast við. Hann sagði heiminn á nýju stigi hernaðar þar sem hefðbundnum hernaðarmætti væri blandað við tölvuárásir með miklum árangri. Hann sagði Rússa einnig hafa vopnvætt upplýsingar og sakaði þá um að grafa undan lýðræði í heiminum. Rússar þvertaka hins vegar fyrir að hafa borið ábyrgð á NotPetya og segja rússnesk fyrirtæki einnig hafa orðið fyrir árás. Utanríkisráðherra Bretlands, Tariq Ahmad, sagði í dag að árásin hefði kostað fyrirtæki og stofnandi hundruð milljóna dala. Samkvæmt frétt BBC áætla sérfræðingar að árásin hafi kostað rúmlega 1,2 milljarð dala. Ahmad sagði ásökunum Breta vera ætlað að sýna að þeir myndu ekki sætta sig við tölvuárásir sem þessar.„Við köllum á Rússland að vera sá ábyrgðarfulli meðlimur alþjóðasamfélagsins sem þeir segjast vera, í stað þess að grafa leynilega undan því.“ Gagngíslatökufaraldar læsa gögnum tölva og er eigendum boðið að greiða lausnargjald til þess að aflæsa þeim.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Hakkarar reyna að endurræsa WannaCry Ítrekuðum og þungum netárásum hefur verið beint gegn vefsvæði sem átti stóran þátt í því að stöðva útbreiðslu vírussins. 20. maí 2017 13:48 Vara við nýjum faraldri Umfangsmikil gagnagíslatökuárás sem hefur hrellt fyrirtæki í Rússlandi og Úkraínu undanfarið hefur dreift úr sér og meðal annars komið upp í Þýskalandi, Japan og Bandaríkjunum. 26. október 2017 06:00 WannaCry: Vírusar sem virka Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. 15. maí 2017 12:30 Kenna Norður-Kóreumönnum um WannaCry Bandarísk stjórnvöld fullyrða að Norður-Kóreumenn hafi verið ábyrgir fyrir WannaCry veiruárárásinni sem gerði fólki lífið leitt í maí síðastliðinn. 19. desember 2017 08:16 Nýr vírus herjar á heiminn Fyrirtæki og stofnanir um heim allan hafa tilkynnt vírus sem heldur gögnum þeirra í gíslingu. 28. júní 2017 06:41 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent Fleiri fréttir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Sjá meira
Hakkarar reyna að endurræsa WannaCry Ítrekuðum og þungum netárásum hefur verið beint gegn vefsvæði sem átti stóran þátt í því að stöðva útbreiðslu vírussins. 20. maí 2017 13:48
Vara við nýjum faraldri Umfangsmikil gagnagíslatökuárás sem hefur hrellt fyrirtæki í Rússlandi og Úkraínu undanfarið hefur dreift úr sér og meðal annars komið upp í Þýskalandi, Japan og Bandaríkjunum. 26. október 2017 06:00
WannaCry: Vírusar sem virka Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. 15. maí 2017 12:30
Kenna Norður-Kóreumönnum um WannaCry Bandarísk stjórnvöld fullyrða að Norður-Kóreumenn hafi verið ábyrgir fyrir WannaCry veiruárárásinni sem gerði fólki lífið leitt í maí síðastliðinn. 19. desember 2017 08:16
Nýr vírus herjar á heiminn Fyrirtæki og stofnanir um heim allan hafa tilkynnt vírus sem heldur gögnum þeirra í gíslingu. 28. júní 2017 06:41