White, sem er 31 árs gamall, átti í harðri baráttu við yngri menn en Japaninn Ayumu Hirano gerði harða atlögðu að gullinu. Það tókst ekki.
White, sem skartaði síðu rauðu hári framan af á ferlinum og fékk fyrir vikið viðurnefnið Rauði Tómaturinn, bauð upp á gjörsamlega bilaða lokaferð sem tryggði honum sigurinn.
Bandaríkjamaðurinn fékk 97,75 fyrir lokaferðina sem tryggði honum gullið á endanum og aðra blaðsíðu í Ólympíubókinni um aldir alda.
Þessa geggjuðu ferð má sjá hér að neðan.