Aðlögun Magnús Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Það fylgir því sérstök tilfinning að fara með barnið sitt í fyrsta skiptið á leikskóla eða fylgja því fyrstu skrefin inn í grunnskóla. Þetta eru stór skref sem fela í sér mikla breytingu á daglegu lífi barnsins og það tekur tíma að aðlagast slíkum breytingum. Nýtt umhverfi, nýtt fólk, ný verkefni og nýjar leikreglur. Slíkt tekur á fyrir ungar sálir og því eðlilegt að þær njóti fylgdar foreldra og fái tíma og svigrúm til að aðlagast þessum breytingum. Eftir að barnsskónum er slitið hættum við alla jafna að njóta slíkrar aðlögunar. Unglingar mæta án fylgdar foreldra í fyrsta starfið og þannig er það áfram út lífið. Við tökumst á við ný verkefni, nýja vinnustaði og förum eftir nýjum reglum. Með einni undantekningu þó. Alþingismenn fá af óþekktum ástæðum aðlögunartíma á það að fara að tilmælum og reglum þingsins um akstur. Fjöldi þingmanna hefur sem sagt ekki séð ástæðu til þess að fara að reglum um endurgreiðslu aksturskostnaðar og skipta í hagræðingarskyni yfir á bílaleigubíl þegar 15.000 kílómetra marki á ári er náð. Gert er ráð fyrir að þingmenn taki til sín mismuninn á því sem þingið hefði sparað og eru endurgreiðslurnar skattfrjálsar og aðlögunin getur varað árum saman. Þannig fékk til að mynda þingmaðurinn sem vermdi toppsætið frá 2014 til 2017 tæpar 20 milljónir skattfrjálst vegna aksturs á eigin bíl. Hvort umræddur þingmaður er Ásmundur Friðriksson, sem viðurkenndi að hafa fengið 4,6 milljónir endurgreiddar á síðasta ári fyrir akstur upp á 48.000 kílómetra, er ekki vitað. Ásmundur er reyndar eini þingmaðurinn sem viðurkenndi að vera á bak við tölurnar og þar með væntanlega að hafa ekki tekist að laga sig að reglunum. Aðrir hafa valið að treysta á þá undarlegu reglu að almenningur, eigandi ríkissjóðs, sé eini launagreiðandinn sem þurfi ekki endilega að vita hvað hverjum er borgað fyrir hvað. Meginforsendan fyrir því að upplýsingarnar eru ekki persónugreinanlegar er að aksturinn tengist starfi alþingismanna og varði samband þeirra við kjósendur. Með öðrum orðum að fundir viðkomandi þingmanna og umbjóðenda þeirra séu einkamál, slíkt getur átt við í stöku undantekningartilfellum, sem komi almenningi ekki við. Því miður er þó reynsla almennings af leyndinni ekki góð. Saga íslenskra stjórnmála er oft saga hreppapólitíkur þar sem hagsmunir almennings hafa legið í léttu rúmi á meðan þúfnahyggjan tryggir atkvæði og áframhaldandi setu mishæfra þingmanna. En það er ánægjulegt að nú liggi fyrir drög að því að breyta þessum reglum með það að markmiði að engin leynd hvíli yfir ,,neinu sem varðar almenn kjör og greiðslur til þingmanna og fullkomið gagnsæi ríki“. Þetta kom fram í tilkynningu frá Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í gær. En að þetta sé að koma fram fyrst núna eftir að kallað hefur verið eftir þessum upplýsingum árum saman segir okkur helst að aðlögun að nútímanum virðist vera löturhægur lífsstíll á okkar háa Alþingi. Því miður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það fylgir því sérstök tilfinning að fara með barnið sitt í fyrsta skiptið á leikskóla eða fylgja því fyrstu skrefin inn í grunnskóla. Þetta eru stór skref sem fela í sér mikla breytingu á daglegu lífi barnsins og það tekur tíma að aðlagast slíkum breytingum. Nýtt umhverfi, nýtt fólk, ný verkefni og nýjar leikreglur. Slíkt tekur á fyrir ungar sálir og því eðlilegt að þær njóti fylgdar foreldra og fái tíma og svigrúm til að aðlagast þessum breytingum. Eftir að barnsskónum er slitið hættum við alla jafna að njóta slíkrar aðlögunar. Unglingar mæta án fylgdar foreldra í fyrsta starfið og þannig er það áfram út lífið. Við tökumst á við ný verkefni, nýja vinnustaði og förum eftir nýjum reglum. Með einni undantekningu þó. Alþingismenn fá af óþekktum ástæðum aðlögunartíma á það að fara að tilmælum og reglum þingsins um akstur. Fjöldi þingmanna hefur sem sagt ekki séð ástæðu til þess að fara að reglum um endurgreiðslu aksturskostnaðar og skipta í hagræðingarskyni yfir á bílaleigubíl þegar 15.000 kílómetra marki á ári er náð. Gert er ráð fyrir að þingmenn taki til sín mismuninn á því sem þingið hefði sparað og eru endurgreiðslurnar skattfrjálsar og aðlögunin getur varað árum saman. Þannig fékk til að mynda þingmaðurinn sem vermdi toppsætið frá 2014 til 2017 tæpar 20 milljónir skattfrjálst vegna aksturs á eigin bíl. Hvort umræddur þingmaður er Ásmundur Friðriksson, sem viðurkenndi að hafa fengið 4,6 milljónir endurgreiddar á síðasta ári fyrir akstur upp á 48.000 kílómetra, er ekki vitað. Ásmundur er reyndar eini þingmaðurinn sem viðurkenndi að vera á bak við tölurnar og þar með væntanlega að hafa ekki tekist að laga sig að reglunum. Aðrir hafa valið að treysta á þá undarlegu reglu að almenningur, eigandi ríkissjóðs, sé eini launagreiðandinn sem þurfi ekki endilega að vita hvað hverjum er borgað fyrir hvað. Meginforsendan fyrir því að upplýsingarnar eru ekki persónugreinanlegar er að aksturinn tengist starfi alþingismanna og varði samband þeirra við kjósendur. Með öðrum orðum að fundir viðkomandi þingmanna og umbjóðenda þeirra séu einkamál, slíkt getur átt við í stöku undantekningartilfellum, sem komi almenningi ekki við. Því miður er þó reynsla almennings af leyndinni ekki góð. Saga íslenskra stjórnmála er oft saga hreppapólitíkur þar sem hagsmunir almennings hafa legið í léttu rúmi á meðan þúfnahyggjan tryggir atkvæði og áframhaldandi setu mishæfra þingmanna. En það er ánægjulegt að nú liggi fyrir drög að því að breyta þessum reglum með það að markmiði að engin leynd hvíli yfir ,,neinu sem varðar almenn kjör og greiðslur til þingmanna og fullkomið gagnsæi ríki“. Þetta kom fram í tilkynningu frá Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í gær. En að þetta sé að koma fram fyrst núna eftir að kallað hefur verið eftir þessum upplýsingum árum saman segir okkur helst að aðlögun að nútímanum virðist vera löturhægur lífsstíll á okkar háa Alþingi. Því miður.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun