Hægt að höfða einkamál láti lögregla mál niður falla: „Auðveldara að sanna í einkamáli en sakamáli“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 14:30 Lögreglustöðin við Hverfisgötu Vísir/Hanna Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Hönnu Kristínar Skaftadóttur, telur að mál hennar geti orðið til þess að fólk velji í auknum mæli að fara í einkamál og krefjast miskabóta ef mál eru látin niður falla hjá lögreglu. Hann ítrekar þó að eðlilegast sé að fólk leiti fyrst til aðstoðar lögreglu.Dómsátt náðist í máli Hönnu Kristínar gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar, Magnúsi Jónssyni. Hanna Kristín höfðaði einkamál á hendur honum „fyrir hrottalegt ofbeldi“ í Austin í Texas í mars í fyrra.Magnús þarf að greiða Hönnu Kristínu miskabætur, útlagðan kostnað og lögfræðikostnað.Arnar segir að þó að mál séu látin niður falla hjá lögreglu getur fólk í ýmsum tilfellum þó átt rétt á miskabótum.„Þá geturðu til dæmis farið í þennan einkamálafarveg með miskabótakröfu enda þótt að lögreglan felli málið niður. Ástæðan er sú að sönnunarbyrði í einkamáli er lægri eða minni en í sakamáli. Einnig er hugsanlegt að sækja bætur frá bótanefnd,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi.Arnar Þór Stefánsson, hrl.Hann segir að þekktasta dæmið úr réttarsögu seinni tíma sé úr máli O.J. Simpson. O.J. var sýknaður af ákæru um að hafa orðið fyrrverandi eiginkonu sinni og elskhuga hennar að bana. Ættingjar fórnarlambanna fóru hins vegar í einkamál og unnu það. „Þeim tókst í einkamáli að sýna fram á að það væru meiri líkur en minni á að hann hefði brotið gegn þeim. Þá er þessi minni sönnunarbyrði sem er í einkamálum.“ Hann nefnir sem annað dæmi dóm Hæstaréttar í máli nr. 49/2005 þar sem konu var greidd rúm milljón króna í miskabætur vegna kynferðisbrots þriggja karlmanna gegn henni.Framandi hugsun sem fólk þurfi að temja sér Arnar Þór segir þó að meta þurfi atvik frá hverju máli fyrir sig. „Ef það er langur tími frá broti og þar til það er kært sem er auðvitað oft staðan, sérstaklega þegar það er brot gegn börnum, þá er erfiðara að sanna hlutina heldur en ef kært er strax. Þá getur verið hægt að fara í einkamál. Það er kannski jafn erfitt að sækja það ef það eru engin sönnunargögn eða neitt slíkt. þetta er mjög matskennt í hverju og einu tilviki. Ég veit ekki hver þróunin verður en kannski verður hún sú í meira mæli að fólk hugi að þessum möguleika að fara í einkamál þó lögregla felli niður mál og telji að ekki sé hægt að sakfella í sakamáli.“Arnar ítrekar að fólk ætti alltaf að fara fyrst með mál til lögreglu og að þetta sé úrræði ef að sú leið gengur ekki.„Þá er hægt að slá fastri miskabótaskyldu enda þótt ekki sé hægt að sakfella í sakamáli. Þetta er framandi hugsun en þetta er engu að síður þannig að það er auðveldara að sanna í einkamáli heldur en í sakamáli. Það er lægri þröskuldur til að slá því á föstu að eitthvað hafi gerst. Það þarf að temja sér þetta. Þetta eru ólíkir heimar, einkamálaheimur og sakamálaheimur.“Telur þú að viðhorf fólks til þessa séu að breytast?„Það gæti verið. Þetta mál gæti fengið fólk til að huga meira að þessari leið.“ Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Magnús greiðir Hönnu Kristínu miskabætur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aðrar kærur Hönnu á hendur Magnúsi til rannsóknar. 8. febrúar 2018 11:23 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Hönnu Kristínar Skaftadóttur, telur að mál hennar geti orðið til þess að fólk velji í auknum mæli að fara í einkamál og krefjast miskabóta ef mál eru látin niður falla hjá lögreglu. Hann ítrekar þó að eðlilegast sé að fólk leiti fyrst til aðstoðar lögreglu.Dómsátt náðist í máli Hönnu Kristínar gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar, Magnúsi Jónssyni. Hanna Kristín höfðaði einkamál á hendur honum „fyrir hrottalegt ofbeldi“ í Austin í Texas í mars í fyrra.Magnús þarf að greiða Hönnu Kristínu miskabætur, útlagðan kostnað og lögfræðikostnað.Arnar segir að þó að mál séu látin niður falla hjá lögreglu getur fólk í ýmsum tilfellum þó átt rétt á miskabótum.„Þá geturðu til dæmis farið í þennan einkamálafarveg með miskabótakröfu enda þótt að lögreglan felli málið niður. Ástæðan er sú að sönnunarbyrði í einkamáli er lægri eða minni en í sakamáli. Einnig er hugsanlegt að sækja bætur frá bótanefnd,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi.Arnar Þór Stefánsson, hrl.Hann segir að þekktasta dæmið úr réttarsögu seinni tíma sé úr máli O.J. Simpson. O.J. var sýknaður af ákæru um að hafa orðið fyrrverandi eiginkonu sinni og elskhuga hennar að bana. Ættingjar fórnarlambanna fóru hins vegar í einkamál og unnu það. „Þeim tókst í einkamáli að sýna fram á að það væru meiri líkur en minni á að hann hefði brotið gegn þeim. Þá er þessi minni sönnunarbyrði sem er í einkamálum.“ Hann nefnir sem annað dæmi dóm Hæstaréttar í máli nr. 49/2005 þar sem konu var greidd rúm milljón króna í miskabætur vegna kynferðisbrots þriggja karlmanna gegn henni.Framandi hugsun sem fólk þurfi að temja sér Arnar Þór segir þó að meta þurfi atvik frá hverju máli fyrir sig. „Ef það er langur tími frá broti og þar til það er kært sem er auðvitað oft staðan, sérstaklega þegar það er brot gegn börnum, þá er erfiðara að sanna hlutina heldur en ef kært er strax. Þá getur verið hægt að fara í einkamál. Það er kannski jafn erfitt að sækja það ef það eru engin sönnunargögn eða neitt slíkt. þetta er mjög matskennt í hverju og einu tilviki. Ég veit ekki hver þróunin verður en kannski verður hún sú í meira mæli að fólk hugi að þessum möguleika að fara í einkamál þó lögregla felli niður mál og telji að ekki sé hægt að sakfella í sakamáli.“Arnar ítrekar að fólk ætti alltaf að fara fyrst með mál til lögreglu og að þetta sé úrræði ef að sú leið gengur ekki.„Þá er hægt að slá fastri miskabótaskyldu enda þótt ekki sé hægt að sakfella í sakamáli. Þetta er framandi hugsun en þetta er engu að síður þannig að það er auðveldara að sanna í einkamáli heldur en í sakamáli. Það er lægri þröskuldur til að slá því á föstu að eitthvað hafi gerst. Það þarf að temja sér þetta. Þetta eru ólíkir heimar, einkamálaheimur og sakamálaheimur.“Telur þú að viðhorf fólks til þessa séu að breytast?„Það gæti verið. Þetta mál gæti fengið fólk til að huga meira að þessari leið.“
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Magnús greiðir Hönnu Kristínu miskabætur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aðrar kærur Hönnu á hendur Magnúsi til rannsóknar. 8. febrúar 2018 11:23 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Magnús greiðir Hönnu Kristínu miskabætur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aðrar kærur Hönnu á hendur Magnúsi til rannsóknar. 8. febrúar 2018 11:23