Guðlaugur trúði ekki augum sínum og eyrum í Höfða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2018 12:51 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segist aldrei hafa dottið í hug að niðurstaðan úr því að hann tæki oddvita flokksins í borginni með sér á fund með kjörnum fulltrúum yrði sú að honum yrði vísað á dyr.Eins og Vísir fjallaði um í hádeginu vísaði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Eyþóri á dyr við upphaf fundar borgarstjórnar með þingmönnum Reykjavíkur í gær. Ástæðan var sú að Eyþóri hafði ekki verið boðið á fundinn. „Í kjördæmaviku hittast þingmenn Reykjavíkur og borgarfulltrúar. Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök. Frambjóðendum var alls ekki boðið. Ég er viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að koma. Það verður bara að halda sérfund fyrir þau. Við gerum það bara ef áhugi er fyrir hendi,“ sagði Dagur við Vísi. Vigdís er sem kunnugt er oddviti Miðflokksins í borginni. Guðlaugur Þór var hinn léttasti þegar hann svarði símtali Vísis.Eyþór Arnalds þurfti frá að hverfa af fundinum í gær.Vísir/EyþórFyndið og vandæðalegt „Ég boðaði Eyþór á fundinn,“ segir Guðlaugur. Það liggi fyrir að Eyþór sé oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni og fundir á borð við þennan séu fyrst og fremst til að upplýsa hver annan. „Þetta eru engir kappræðufundir heldur verið að huga að hagsmunum Reykjavíkur. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmyndaflug í að það yrðu gerðar athugasemdir við þetta,“ segir Guðlaugur hlæjandi. Hann hafi verið í stjórnmálum lengi en uppákoman sé að hans mati einstök. „Þetta var bæði fyndið og vandræðalegt. Þetta var svona „ég er ekki að trúa þessu“ augnablik. „Nei, hann er ekki að segja þetta“,“ segir Guðlaugur þegar hann rifjar upp sína upplifun af fundinum. Hann segist síður vilja gera ágreiningsmál úr hlutum þegar engin þörf sé á því.Dagur segist tilbúinn að funda með oddvitum í borginni síðar.Vísir/ErnirMálinu lokið af hálfu Guðlaugs „Eyþór tók þessu afskaplega vel. Ég tek á mig fulla ábyrgð að hafa boðað hann á fundinn, af augljósum ástæðum.“ Hann segir mikilvægt fyrir þá sem séu í aðstöðu á borð við Eyþór, í oddvita sæti flokks í borginni, hafi tækifæri til að fyrir yfir þessi mál. Að öðru leyti segir hann málinu lokið af sinni hálfu. „Ég algjörlega axla ábyrgð í þessu máli. Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinu.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segist aldrei hafa dottið í hug að niðurstaðan úr því að hann tæki oddvita flokksins í borginni með sér á fund með kjörnum fulltrúum yrði sú að honum yrði vísað á dyr.Eins og Vísir fjallaði um í hádeginu vísaði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Eyþóri á dyr við upphaf fundar borgarstjórnar með þingmönnum Reykjavíkur í gær. Ástæðan var sú að Eyþóri hafði ekki verið boðið á fundinn. „Í kjördæmaviku hittast þingmenn Reykjavíkur og borgarfulltrúar. Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök. Frambjóðendum var alls ekki boðið. Ég er viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að koma. Það verður bara að halda sérfund fyrir þau. Við gerum það bara ef áhugi er fyrir hendi,“ sagði Dagur við Vísi. Vigdís er sem kunnugt er oddviti Miðflokksins í borginni. Guðlaugur Þór var hinn léttasti þegar hann svarði símtali Vísis.Eyþór Arnalds þurfti frá að hverfa af fundinum í gær.Vísir/EyþórFyndið og vandæðalegt „Ég boðaði Eyþór á fundinn,“ segir Guðlaugur. Það liggi fyrir að Eyþór sé oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni og fundir á borð við þennan séu fyrst og fremst til að upplýsa hver annan. „Þetta eru engir kappræðufundir heldur verið að huga að hagsmunum Reykjavíkur. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmyndaflug í að það yrðu gerðar athugasemdir við þetta,“ segir Guðlaugur hlæjandi. Hann hafi verið í stjórnmálum lengi en uppákoman sé að hans mati einstök. „Þetta var bæði fyndið og vandræðalegt. Þetta var svona „ég er ekki að trúa þessu“ augnablik. „Nei, hann er ekki að segja þetta“,“ segir Guðlaugur þegar hann rifjar upp sína upplifun af fundinum. Hann segist síður vilja gera ágreiningsmál úr hlutum þegar engin þörf sé á því.Dagur segist tilbúinn að funda með oddvitum í borginni síðar.Vísir/ErnirMálinu lokið af hálfu Guðlaugs „Eyþór tók þessu afskaplega vel. Ég tek á mig fulla ábyrgð að hafa boðað hann á fundinn, af augljósum ástæðum.“ Hann segir mikilvægt fyrir þá sem séu í aðstöðu á borð við Eyþór, í oddvita sæti flokks í borginni, hafi tækifæri til að fyrir yfir þessi mál. Að öðru leyti segir hann málinu lokið af sinni hálfu. „Ég algjörlega axla ábyrgð í þessu máli. Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinu.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01