Innlent

Á Ísafirði hef ég átt mínar sárustu og sælustu stundir

Kristján Már Unnarsson skrifar
Ólína og Sigurður á Silfurtorginu á Ísafirði síðastliðið sumar.
Ólína og Sigurður á Silfurtorginu á Ísafirði síðastliðið sumar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Ég hef aldrei séð Ísafjörð eins líflegan og núna, þökk sé ferðaþjónustunni. Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, en hún er nú flutt suður ásamt manni sínum, Sigurði Péturssyni sagnfræðingi, eftir áratuga búsetu í höfuðstað Vestfjarða. 

Rætt var við þau Ólínu og Sigurð um mannlíf á Ísafirði fyrr og nú í þættinum „Um land allt“ en brot úr honum var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Frá höfninni á Ísafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Þegar við hittum þau Ólínu og Sigurð á Ísafirði síðastliðið sumar voru þau að undirbúa brottflutning. Þar segist Ólína hafa átt sínar sárustu og sælustu stundir. 

Bæði hafa þau verið áhrifafólk í bæjarlífinu og pólitíkinni og við spurðum hvar þau sæju sóknarfæri Ísafjarðar. Hluta svarsins má sjá hér á myndskeiðinu:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×