Starfshópur um mætingu í Pepsi deildinni aðeins hist einu sinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 17:45 Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta og framkvæmdastjóri Víkings R., var í viðtali í Akraborginni í dag þar sem hann ræddi meðal annars um starfshóp vegna dræmrar mætingar á leiki í Pepsi deildinni síðasta sumar. „Við reyndum að stofna markaðsnefnd um það síðasta sumar, hún hittist einu sinni og svo búið,“ sagði Haraldur í Akraborginni á X-inu. „Nú eru bara tveir og hálfur mánuður í Íslandsmót, það er mjög stuttur tími.“Nefndin, eða svokallaður starfshópur, var stofnaður síðasta sumar og átti að finna lausnir við dræmri mætingu. Mætingin hefur verið á niðurleið í þó nokkurn tíma. Eftir tímabilið 2016 var ljost að mæting var á niðurleið og var tóninn gefinn strax eftir fyrstu umferð síðasta tímabils þegar 3000 áhorfendum munaði frá fyrstu umferð 2016. „Menn benda á margar skýringar; mikið af sjónvarpsútsendingum og verðið var umdeilt. Við erum búnir að vera með þetta í vinnslu hjá okkur. Til dæmis hugmyndir um passa sem gilda á alla leiki en til þess að það gangi upp þarf að útbúa á öllum völlum skanna sem geta lesið kortin svo þau hleypi bara einum manni inn en þú getir ekki rétt svo næsta manni kortið.“ KSÍ skipaði nefndina með Rúnar Vífil Arnarsson í forsvari og segir Haraldur að frumkvæðið verði að koma frá KSÍ, þeir séu með réttindin á öllum markaðsmálum. „Við höfðum miklar væntingar en við ætlum að koma þessu af stað aftur núna og þurfum að vinna mjög hratt.“ „Þetta er gott dæmi um það að grasrótin sé að gleymast og þetta er allt landsliðsmiðað, sem er einn af þeim hlutum sem við erum ósáttir með.“ Hann segir þó að ÍTF eigi líka sök að máli og taki ábyrgð á því. Ekki liggji fyrir ein einasta tillaga að úrbótum á mætingunni fyrir næsta tímabil en ÍTF vill fá nefndina saman eins fljótt og hægt er. Aðspurður hvort það kæmi til greina að lækka miðaverð þá sagði Haraldur það vera í höndum félaganna. Það var í handbók leikja hjá KSÍ að viðmiðið væri 2000 krónur á síðasta tímabili en Samkeppniseftirlitið taldi það vera brot á samkeppnislögum og því mun engin slík viðmiðun verða á nýju tímabili. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ruglað miðaverð KSÍ og íslenskur toppfótbolti eru ekki að lesa leikinn rétt. Á síðasta tímabili varð hrun í áhorfendafjölda þegar innan við þúsund manns mættu að meðaltali. 2. maí 2017 07:00 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta og framkvæmdastjóri Víkings R., var í viðtali í Akraborginni í dag þar sem hann ræddi meðal annars um starfshóp vegna dræmrar mætingar á leiki í Pepsi deildinni síðasta sumar. „Við reyndum að stofna markaðsnefnd um það síðasta sumar, hún hittist einu sinni og svo búið,“ sagði Haraldur í Akraborginni á X-inu. „Nú eru bara tveir og hálfur mánuður í Íslandsmót, það er mjög stuttur tími.“Nefndin, eða svokallaður starfshópur, var stofnaður síðasta sumar og átti að finna lausnir við dræmri mætingu. Mætingin hefur verið á niðurleið í þó nokkurn tíma. Eftir tímabilið 2016 var ljost að mæting var á niðurleið og var tóninn gefinn strax eftir fyrstu umferð síðasta tímabils þegar 3000 áhorfendum munaði frá fyrstu umferð 2016. „Menn benda á margar skýringar; mikið af sjónvarpsútsendingum og verðið var umdeilt. Við erum búnir að vera með þetta í vinnslu hjá okkur. Til dæmis hugmyndir um passa sem gilda á alla leiki en til þess að það gangi upp þarf að útbúa á öllum völlum skanna sem geta lesið kortin svo þau hleypi bara einum manni inn en þú getir ekki rétt svo næsta manni kortið.“ KSÍ skipaði nefndina með Rúnar Vífil Arnarsson í forsvari og segir Haraldur að frumkvæðið verði að koma frá KSÍ, þeir séu með réttindin á öllum markaðsmálum. „Við höfðum miklar væntingar en við ætlum að koma þessu af stað aftur núna og þurfum að vinna mjög hratt.“ „Þetta er gott dæmi um það að grasrótin sé að gleymast og þetta er allt landsliðsmiðað, sem er einn af þeim hlutum sem við erum ósáttir með.“ Hann segir þó að ÍTF eigi líka sök að máli og taki ábyrgð á því. Ekki liggji fyrir ein einasta tillaga að úrbótum á mætingunni fyrir næsta tímabil en ÍTF vill fá nefndina saman eins fljótt og hægt er. Aðspurður hvort það kæmi til greina að lækka miðaverð þá sagði Haraldur það vera í höndum félaganna. Það var í handbók leikja hjá KSÍ að viðmiðið væri 2000 krónur á síðasta tímabili en Samkeppniseftirlitið taldi það vera brot á samkeppnislögum og því mun engin slík viðmiðun verða á nýju tímabili.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ruglað miðaverð KSÍ og íslenskur toppfótbolti eru ekki að lesa leikinn rétt. Á síðasta tímabili varð hrun í áhorfendafjölda þegar innan við þúsund manns mættu að meðaltali. 2. maí 2017 07:00 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Ruglað miðaverð KSÍ og íslenskur toppfótbolti eru ekki að lesa leikinn rétt. Á síðasta tímabili varð hrun í áhorfendafjölda þegar innan við þúsund manns mættu að meðaltali. 2. maí 2017 07:00