Soros fjárfestir í andstæðingum Brexit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2018 23:31 Auðjöfurinn George Soros. Vísir/EPA Auðjöfurinn George Soros hefur boðið gagnrýnendum sínum birginn með því að fjárfesta enn frekar í baráttuhópnum Best for Britain sem berst gegn fyrirhugaðri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Soros gaf hópnum 400 þúsund pund í liðinni viku en fékk á sig mikla gagnrýni, þar á meðal frá breska dagblaðinu Daily Telegraph sem sakaði Soros um að skipta sér af málefnum Bretlands. Segir Soros að vegna þessarar gagnrýni hafi hann ákveðið að gefa hópnum 100 þúsund pund til viðbótar. „Mér er bæði ljúft og skylt að berjast gegn þeim sem beita ófrægingarherferðum í stað röksemda, til þess að verja sinn vonda málstað,“ sagði Soros í viðtali við breska blaðið The Guardian. Soros, sem fæddist í Ungverjalandi og er með bandarískan ríkisborgararétt, er alræmdur í Bretlandi eftir að hann auðgaðist mjög á því að veðja gegn breska pundinu árið 1992. Talið er að hann hafi hagnast um 1,8 milljarða dollara eftir að veðmál hans um að breska pundið myndi veikjast verulega gegn þýska markinu gekk eftir. Hefur hann gefið samtökum sínum, Open Society Foundation, megnið af auðæfum sínum en fjárframlögin til Best for Britain voru í nafni samtakanna. Brexit Tengdar fréttir Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Auðjöfurinn George Soros hefur boðið gagnrýnendum sínum birginn með því að fjárfesta enn frekar í baráttuhópnum Best for Britain sem berst gegn fyrirhugaðri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Soros gaf hópnum 400 þúsund pund í liðinni viku en fékk á sig mikla gagnrýni, þar á meðal frá breska dagblaðinu Daily Telegraph sem sakaði Soros um að skipta sér af málefnum Bretlands. Segir Soros að vegna þessarar gagnrýni hafi hann ákveðið að gefa hópnum 100 þúsund pund til viðbótar. „Mér er bæði ljúft og skylt að berjast gegn þeim sem beita ófrægingarherferðum í stað röksemda, til þess að verja sinn vonda málstað,“ sagði Soros í viðtali við breska blaðið The Guardian. Soros, sem fæddist í Ungverjalandi og er með bandarískan ríkisborgararétt, er alræmdur í Bretlandi eftir að hann auðgaðist mjög á því að veðja gegn breska pundinu árið 1992. Talið er að hann hafi hagnast um 1,8 milljarða dollara eftir að veðmál hans um að breska pundið myndi veikjast verulega gegn þýska markinu gekk eftir. Hefur hann gefið samtökum sínum, Open Society Foundation, megnið af auðæfum sínum en fjárframlögin til Best for Britain voru í nafni samtakanna.
Brexit Tengdar fréttir Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00