Lagabreytingatillögum frestað til næsta ársþings Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2018 09:00 Guðni Bergsson er formaður KSÍ. Vísir Sjötugasta og annað ársþing KSÍ var haldið á Hilton Reykjavík Nordica á laugardaginn. Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) og Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) koma nýir inn í aðalstjórn KSÍ. Gísli Gíslason (Akranesi) og Ragnhildur Skúladóttir (Reykjavík) voru endurkjörin í aðalstjórnina. Alls buðu 10 einstaklingar sig fram. Rúnar Vífill Arnarson (Keflavík), sem hefur setið í aðalstjórn KSÍ í 10 ár, var ekki endurkjörinn. Auk Inga, Valgeirs, Gísla og Ragnhildar sitja Guðrún Inga Sívertsen (Reykjavík), Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi), Magnús Gylfason (Hafnarfirði) og Vignir Már Þormóðsson (Akureyri) í aðalstjórn KSÍ. Kjörtímabili þeirra lýkur á næsta ári. Stjórn KSÍ lagði til lagabreytingu um að kosið yrði um formann knattspyrnusambandsins á þriggja en ekki tveggja ára fresti. Það var einnig lagt til að formaður KSÍ mætti ekki sitja lengur en fjögur kjörtímabil samfleytt. Nítján af þeim 24 félögum sem eru hluti af Íslenskum toppfótbolta, hagsmunasamtökum félaga í tveimur efstu deildum karla, lögðu til breytingar á vægi þingfulltrúa, þ.e. að stærri félög fengju fleiri fulltrúa á ársþingi KSÍ. Þau lögðu einnig til að Íslenskur toppfótbolti fengi tvo áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundum KSÍ. Þá var einnig lagt til að kjör formanns og stjórnar yrði óbreytt. Svo fór að lagabreytingartillögunum var frestað fram til næsta ársþings KSÍ og þeim vísað til laganefndar sambandsins. Staðan er því í raun óbreytt. Tillaga Reynis Sandgerðis um að fjölga liðum í 3. deild karla úr 10 í 12 var samþykkt. Næsta sumar komast því þrjú lið upp úr 4. deildinni en aðeins eitt fellur úr þeirri þriðju. Efstu fjórar deildir karla verða því allar skipaðar 12 liðum árið 2019. Þá var tillaga stjórnar KSÍ um að skorað yrði á íslensk stjórnvöld að fara hina svokölluðu „skosku leið“ samþykkt. KSÍ óskar þar með eftir stuðningi íslenska ríkisins við að lækka ferðakostnað liða á landsbyggðinni. Þessi háttur hefur verið hafður á í Skotlandi síðan 2005 og gefist vel. „Markmiðið með ADS er að auka aðgengi að flugþjónustu á viðráðanlegu verði frá jaðarbyggðum. Að íbúar með heimilisfesti á skilgreindum jaðarsvæðum hafi betra aðgengi að stjórnsýslu, þjónustu og afþreyingu og stuðli að meiri félagslegri þátttöku í borgarsamfélaginu. Íbúar með lögheimili á skilgreindum landssvæðum fá aðgang að ADS og greiða 50% af flugfari sem í okkar tilfelli væri til Reykjavíkur. Í Skotlandi fá einnig ýmis félagasamtök s.s. góðgerðarfélög, íþróttafélög, björgunarsveitir o.fl. aðgang að ADS,“ segir í tillögu stjórnar KSÍ. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Sjötugasta og annað ársþing KSÍ var haldið á Hilton Reykjavík Nordica á laugardaginn. Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) og Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) koma nýir inn í aðalstjórn KSÍ. Gísli Gíslason (Akranesi) og Ragnhildur Skúladóttir (Reykjavík) voru endurkjörin í aðalstjórnina. Alls buðu 10 einstaklingar sig fram. Rúnar Vífill Arnarson (Keflavík), sem hefur setið í aðalstjórn KSÍ í 10 ár, var ekki endurkjörinn. Auk Inga, Valgeirs, Gísla og Ragnhildar sitja Guðrún Inga Sívertsen (Reykjavík), Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi), Magnús Gylfason (Hafnarfirði) og Vignir Már Þormóðsson (Akureyri) í aðalstjórn KSÍ. Kjörtímabili þeirra lýkur á næsta ári. Stjórn KSÍ lagði til lagabreytingu um að kosið yrði um formann knattspyrnusambandsins á þriggja en ekki tveggja ára fresti. Það var einnig lagt til að formaður KSÍ mætti ekki sitja lengur en fjögur kjörtímabil samfleytt. Nítján af þeim 24 félögum sem eru hluti af Íslenskum toppfótbolta, hagsmunasamtökum félaga í tveimur efstu deildum karla, lögðu til breytingar á vægi þingfulltrúa, þ.e. að stærri félög fengju fleiri fulltrúa á ársþingi KSÍ. Þau lögðu einnig til að Íslenskur toppfótbolti fengi tvo áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundum KSÍ. Þá var einnig lagt til að kjör formanns og stjórnar yrði óbreytt. Svo fór að lagabreytingartillögunum var frestað fram til næsta ársþings KSÍ og þeim vísað til laganefndar sambandsins. Staðan er því í raun óbreytt. Tillaga Reynis Sandgerðis um að fjölga liðum í 3. deild karla úr 10 í 12 var samþykkt. Næsta sumar komast því þrjú lið upp úr 4. deildinni en aðeins eitt fellur úr þeirri þriðju. Efstu fjórar deildir karla verða því allar skipaðar 12 liðum árið 2019. Þá var tillaga stjórnar KSÍ um að skorað yrði á íslensk stjórnvöld að fara hina svokölluðu „skosku leið“ samþykkt. KSÍ óskar þar með eftir stuðningi íslenska ríkisins við að lækka ferðakostnað liða á landsbyggðinni. Þessi háttur hefur verið hafður á í Skotlandi síðan 2005 og gefist vel. „Markmiðið með ADS er að auka aðgengi að flugþjónustu á viðráðanlegu verði frá jaðarbyggðum. Að íbúar með heimilisfesti á skilgreindum jaðarsvæðum hafi betra aðgengi að stjórnsýslu, þjónustu og afþreyingu og stuðli að meiri félagslegri þátttöku í borgarsamfélaginu. Íbúar með lögheimili á skilgreindum landssvæðum fá aðgang að ADS og greiða 50% af flugfari sem í okkar tilfelli væri til Reykjavíkur. Í Skotlandi fá einnig ýmis félagasamtök s.s. góðgerðarfélög, íþróttafélög, björgunarsveitir o.fl. aðgang að ADS,“ segir í tillögu stjórnar KSÍ.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira