Nýrri Evrópulöggjöf ætlað að skapa sameiginlegan markað í fjármálaþjónustu Hersir Aron Ólafsson og Ingvar Þór Björnsson skrifa 11. febrúar 2018 15:21 Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna. RB Íslensk fjármálafyrirtæki þurfa að búa sig undir stóraukna erlenda samkeppni á næstu árum. Nýrri Evrópulöggjöf er ætlað að skapa sameiginlegan evrópskan markað í fjármálaþjónustu. Stefnt er að því að hin nýja tilskipun verði að lögum í EES-ríkjum, þ.á.m. Íslandi, núna í ár. Tilskipunin snýr sérstaklega að greiðsluþjónustu, en Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir von á miklum breytingum á því sviði. „Markmiðið með þessum nýju lögum er að auka samkeppni á markaði og neytendavernd og ýta undir nýsköpun með að gera nýjum aðilum auðveldara að bjóða upp á alls konar fjártækniþjónustu,“ segir Friðrik. Þannig hafa svokölluð fjártæknifyrirtæki þegar haslað sér völl hér á landi og sinna ýmsu sem áður var mestmegnis í höndum viðskiptabanka og greiðslukortafyrirtækja. Í dag má m.a. framkvæma greiðslur í gegnum smáforritin AUR og KASS, taka ýmiss konar lán hjá Framtíðinni og hafa heildaryfirsýn yfir fjármálin hjá Meniga – svo dæmi séu tekin. Friðrik bendir hins vegar á að stóra samkeppnin muni á næstu árum líklega koma erlendis frá – og því raunhæft að íslenskir aðilar þurfi í náinni framtíð í auknum mæli að kljást við risa á borð við Amazon og Paypal. „Það er kannski lykillinn í þessu að það er verið að búa til samevrópskan markað fyrir fjármálaþjónustu og í rauninni er verið að móta framtíðina og opna fjármálamarkaðinn,“ segir hann. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að samhliða því sem hagur neytenda vænkist með aukinni samkeppni skapi hinn opni markaður einnig miklar áskoranir fyrir eftirlitsaðila. „Það er upplýsingaöryggi, það er hætta á einhvers konar þjóðhagsvarúðaráhættum, það er hætta varðandi varnir gegn fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti,“ segir Jón. Jón Þór segir því að yfirvöld þurfi að vera búin undir breytta tíma, enda verði margir hinna nýju aðila á markaði ólíkir núverandi bankastofnunum og kortafyrirtækjum – og krefjist því annars konar eftirlits. „Þetta er mjög fjölbreytt flóra af fyrirtækjum sem hafa áhuga á að hasla sér völl og veita fjölbreyttari eða sérhæfðari fjármálaþjónustu sem falla ekkert endilega að hefðbundna regluverkinu sem miðast að miklu leyti við stóra heildstæða banka,“ segir hann. Neytendur Viðskipti Tengdar fréttir Bankar lækka kostnað með nýjum kerfum Bankastjóri Landsbankans segir ný innlána- og greiðslukerfi, sem bankinn tekur í notkun síðar í mánuðinum, geta leitt til hagræðingar í rekstri bankakerfisins. 9. nóvember 2017 08:00 Ekki valkostur fyrir bankana að breytast ekki Tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka gætu dregist saman um allt að fjórðung vegna nýrrar Evrópureglugerðar um greiðsluþjónustu. Dósent í hagfræði segir ríkið ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þær breytingar sem eru framundan. 1. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Íslensk fjármálafyrirtæki þurfa að búa sig undir stóraukna erlenda samkeppni á næstu árum. Nýrri Evrópulöggjöf er ætlað að skapa sameiginlegan evrópskan markað í fjármálaþjónustu. Stefnt er að því að hin nýja tilskipun verði að lögum í EES-ríkjum, þ.á.m. Íslandi, núna í ár. Tilskipunin snýr sérstaklega að greiðsluþjónustu, en Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir von á miklum breytingum á því sviði. „Markmiðið með þessum nýju lögum er að auka samkeppni á markaði og neytendavernd og ýta undir nýsköpun með að gera nýjum aðilum auðveldara að bjóða upp á alls konar fjártækniþjónustu,“ segir Friðrik. Þannig hafa svokölluð fjártæknifyrirtæki þegar haslað sér völl hér á landi og sinna ýmsu sem áður var mestmegnis í höndum viðskiptabanka og greiðslukortafyrirtækja. Í dag má m.a. framkvæma greiðslur í gegnum smáforritin AUR og KASS, taka ýmiss konar lán hjá Framtíðinni og hafa heildaryfirsýn yfir fjármálin hjá Meniga – svo dæmi séu tekin. Friðrik bendir hins vegar á að stóra samkeppnin muni á næstu árum líklega koma erlendis frá – og því raunhæft að íslenskir aðilar þurfi í náinni framtíð í auknum mæli að kljást við risa á borð við Amazon og Paypal. „Það er kannski lykillinn í þessu að það er verið að búa til samevrópskan markað fyrir fjármálaþjónustu og í rauninni er verið að móta framtíðina og opna fjármálamarkaðinn,“ segir hann. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að samhliða því sem hagur neytenda vænkist með aukinni samkeppni skapi hinn opni markaður einnig miklar áskoranir fyrir eftirlitsaðila. „Það er upplýsingaöryggi, það er hætta á einhvers konar þjóðhagsvarúðaráhættum, það er hætta varðandi varnir gegn fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti,“ segir Jón. Jón Þór segir því að yfirvöld þurfi að vera búin undir breytta tíma, enda verði margir hinna nýju aðila á markaði ólíkir núverandi bankastofnunum og kortafyrirtækjum – og krefjist því annars konar eftirlits. „Þetta er mjög fjölbreytt flóra af fyrirtækjum sem hafa áhuga á að hasla sér völl og veita fjölbreyttari eða sérhæfðari fjármálaþjónustu sem falla ekkert endilega að hefðbundna regluverkinu sem miðast að miklu leyti við stóra heildstæða banka,“ segir hann.
Neytendur Viðskipti Tengdar fréttir Bankar lækka kostnað með nýjum kerfum Bankastjóri Landsbankans segir ný innlána- og greiðslukerfi, sem bankinn tekur í notkun síðar í mánuðinum, geta leitt til hagræðingar í rekstri bankakerfisins. 9. nóvember 2017 08:00 Ekki valkostur fyrir bankana að breytast ekki Tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka gætu dregist saman um allt að fjórðung vegna nýrrar Evrópureglugerðar um greiðsluþjónustu. Dósent í hagfræði segir ríkið ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þær breytingar sem eru framundan. 1. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Bankar lækka kostnað með nýjum kerfum Bankastjóri Landsbankans segir ný innlána- og greiðslukerfi, sem bankinn tekur í notkun síðar í mánuðinum, geta leitt til hagræðingar í rekstri bankakerfisins. 9. nóvember 2017 08:00
Ekki valkostur fyrir bankana að breytast ekki Tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka gætu dregist saman um allt að fjórðung vegna nýrrar Evrópureglugerðar um greiðsluþjónustu. Dósent í hagfræði segir ríkið ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þær breytingar sem eru framundan. 1. nóvember 2017 07:00