Rennilásar og Matrix frá Alexander Wang Ritstjórn skrifar 11. febrúar 2018 14:00 Gestir sátu í básum á skrifstofunni. Glamour/Getty Fatahönnuðurinn Alexander Wang hélt sýningu sína á tískuvikunni í New York á gömlu skrifstofu Vogue á Times Square þar sem hann hóf sinn feril sem nemi á sínum tíma. Gestir sátu í básum og fyrirsæturnar gengu eftir teppalögðum salnum. Sýningin var í anda Matrix með mikið af leðri, lakki og litlum sólgleraugum. Við höfum áður skrifað um að þessi stíll er að koma tilbaka í stórum stíl og stjörnurnar eru hrifnar eins og má lesa hér og hér. Það er greinilegt að Wang er á sama máli. Rennilásar voru áberandi smáatriði í flíkunum sem og mittistöskur og hinar gömlu góðu hárklemmur sem sjá nú aftur dagsins ljós - hentugt? Þá kynnti hann til sögunnar þröngar húfur sem minntu einna helst á sundhettur, kæmi sér vel í snjóstorminum sem gengur yfir höfuðborgarsvæðið í dag. Það má segja að Alexander Wang hafi verið trúr sínum stíl í þessari fatalínu sinni fyrir næsta haust - leðurpils, prjónapeysur og síðir leðurfrakkar er alveg eitthvað sem við getum hugsað okkur að klæðast næsta haust. Mittistaskan góða.Sólgleraugun eru punkturinn yfir i-ið.Munið eftir þessum hárklemmum?Gaddar á fylgihlutum.Dúnúlpan og húfan/sundhettan.Rennilásar og aftur rennilásar.Þessi leðurjakki!Síður leðurfrakki Done for the day. Bye Times Square! #WANGINC A post shared by ALEXANDER WANG (@alexanderwangny) on Feb 10, 2018 at 6:21pm PST This just in - the claw clip is back. Redken Global Creative Director @guidopalau placed sleek ponytails in silver clips at Alexander Wang as a nod to the 80s. Guido used Satinwear 04 to blowdry the hair, smoothed hair back with Mess Around 10, and set styles with Forceful 23. #RedkenReady A post shared by Redken (@redken) on Feb 10, 2018 at 7:06pm PST Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Vetrartískan á götum Mílanó Glamour Klæðumst bleiku í dag Glamour
Fatahönnuðurinn Alexander Wang hélt sýningu sína á tískuvikunni í New York á gömlu skrifstofu Vogue á Times Square þar sem hann hóf sinn feril sem nemi á sínum tíma. Gestir sátu í básum og fyrirsæturnar gengu eftir teppalögðum salnum. Sýningin var í anda Matrix með mikið af leðri, lakki og litlum sólgleraugum. Við höfum áður skrifað um að þessi stíll er að koma tilbaka í stórum stíl og stjörnurnar eru hrifnar eins og má lesa hér og hér. Það er greinilegt að Wang er á sama máli. Rennilásar voru áberandi smáatriði í flíkunum sem og mittistöskur og hinar gömlu góðu hárklemmur sem sjá nú aftur dagsins ljós - hentugt? Þá kynnti hann til sögunnar þröngar húfur sem minntu einna helst á sundhettur, kæmi sér vel í snjóstorminum sem gengur yfir höfuðborgarsvæðið í dag. Það má segja að Alexander Wang hafi verið trúr sínum stíl í þessari fatalínu sinni fyrir næsta haust - leðurpils, prjónapeysur og síðir leðurfrakkar er alveg eitthvað sem við getum hugsað okkur að klæðast næsta haust. Mittistaskan góða.Sólgleraugun eru punkturinn yfir i-ið.Munið eftir þessum hárklemmum?Gaddar á fylgihlutum.Dúnúlpan og húfan/sundhettan.Rennilásar og aftur rennilásar.Þessi leðurjakki!Síður leðurfrakki Done for the day. Bye Times Square! #WANGINC A post shared by ALEXANDER WANG (@alexanderwangny) on Feb 10, 2018 at 6:21pm PST This just in - the claw clip is back. Redken Global Creative Director @guidopalau placed sleek ponytails in silver clips at Alexander Wang as a nod to the 80s. Guido used Satinwear 04 to blowdry the hair, smoothed hair back with Mess Around 10, and set styles with Forceful 23. #RedkenReady A post shared by Redken (@redken) on Feb 10, 2018 at 7:06pm PST
Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Vetrartískan á götum Mílanó Glamour Klæðumst bleiku í dag Glamour