Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 28. febrúar 2018 07:00 Valitor er verðmætasta dótturfélag Arion banka en virði eigin fjár þess er metið á 30,6 milljarða í nýlegu verðmati IFS. Vísir/stefán Afkomuskiptasamningur stjórnvalda við kröfuhafa eignarhaldsfélagsins Kaupþings nær til virðis og mögulegrar virðisaukningar kortafyrirtækisins Valitors, ef fyrirtækið verður aðgreint frá Arion banka, á meðan Kaupþing heldur á fyrirtækinu og jafnframt við sölu á því. Mun sala og virðisaukning Valitors þannig skila sér í hærra stöðugleikaframlagi af hálfu Kaupþings til ríkissjóðs á grundvelli samningsins. Ekki er sérstaklega getið um það í reikningum Arion banka hvers virði hlutur bankans í Valitor Holding hf. en samkvæmt nýlegu verðmati greiningarfyrirtækisins IFS, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er virði eigin fjár kortafyrirtækisins metið á um 30,6 milljarða. Það jafngildir tvöföldu bókfærðu eigin fé Valitors í árslok 2016. Greinendur IFS benda á að félagið, sem er verðmætasta dótturfélag Arion banka, hafi stækkað ört með kaupum á bresku félögunum International Payment Solutions og Chip and Pin Solutions fyrir 1,5 milljarða króna á síðasta ári. Kostnaður Valitors vegna aukinna umsvifa er mikill, að mati sérfræðinga IFS, og eiga tekjurnar erfitt með að halda í við þá þróun.Berjast fyrir aðgreiningu Eins og Markaðurinn hefur greint frá sækist meirihluti hluthafa Arion banka, meðal annars vogunarsjóðir og Kaupþing, nú eftir því að Valitor verði aðgreint frá bankanum, áður en kemur að útboði og skráningu í vor, þannig að hlutabréf fyrirtækisins verði að stærstum hluta greidd út í formi arðs til hluthafa. Er talið líklegt að ákvörðun þess efnis verði tekin á aðalfundi 15. mars næstkomandi. Í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings er sérstaklega gert ráð fyrir því – sem lið í því að fá sem hæst verð fyrir hlut Kaupþings í Arion banka – að hægt sé að aðgreina einstakar eignir eða eignarhluti bankans frá honum í aðdraganda og undirbúningi að sölu hlutabréfa í bankanum. Tryggt er í samningnum að hann nái einnig utan um hinar aðgreindu eignir, svo sem Valitor. Mun íslenska ríkið þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins í formi hærra stöðugleikaframlags. Arion banki, sem á allt hlutafé í Valitor, hyggst halda eftir að lágmarki um 20 prósenta hlut í félaginu. Yrði þá 80 prósenta hlutur bankans greiddur út í formi arðs til hluthafa. Gangi það eftir myndu erlendu vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital og fjárfestingabankinn Goldman Sachs, sem eiga samtals tæplega þriðjungshlut í Arion banka, eignast að óbreyttu samanlagt um 26 prósenta hlut í Valitor. Auk þess myndu þeir eiga kauprétt að 21,4 prósenta hlut til viðbótar í félaginu af Kaupþingi, en kauprétturinn virkjast aðeins komi til þess að bréfin í kortafyrirtækinu greiðist út til hluthafa með arðgreiðslu eða öðrum sambærilegum hætti. Heimildir Markaðarins herma að óvíst sé hvort allir sjóðirnir muni nýta kaupréttinn. Ef þeir kjósa svo munu þeir eignast ríflega 47 prósenta hlut í Valitor. Er kauprétturinn á um helmingi hærra verði en sem nemur bókfærðu virði Valitors í reikningum Arion. Samið var um kaupréttinn samhliða því að gengið var frá kaupum fjárfestahópsins á tæplega 30 prósenta hlut Kaupþings í Arion banka í mars á síðasta ári. Það var fréttaskýringarþátturinn Spegillinn sem upplýsti fyrst um tilvist kaupréttarins í apríl í fyrra.Frekar að seljaFram kom í Markaðinum fyrr í mánuðinum að Bankasýslan, sem hélt þar til á mánudag utan um 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka, hefði komið þeirri skoðun sinni skýrt á framfæri við Kaupþing að stofnunin væri mótfallin því að hlutabréf Valitors yrðu greidd út í arð. Var það afstaða Bankasýslunnar að fremur ætti að selja fyrirtækið í opnu söluferli. Afstaða vogunarsjóðanna og Kaupþings, ásamt ráðgjöfum félagsins, er hins vegar sú að það yrði til þess fallið að auka áhuga erlendra fjárfesta á þátttöku í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka ef Valitor yrði aðskilið frá samstæðunni. Afkoma af undirliggjandi rekstri Valitors síðustu ár hafi verið dræm og þá séu í gangi dómsmál sem höfðuð hafa verið gegn félaginu, þar sem krafist sé margra milljarða króna í skaðabætur, og hafa ekki verið til lykta leidd. Þá var greint frá því í fjölmiðlum í lok síðustu viku að lögmaður Datacell og Sunshine Press Productions í skaðabótamáli þeirra gegn Valitor muni fara fram á það að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kyrrsetji eignir kortafyrirtækisins upp á 6,5 milljarða króna. Í áðurnefndu verðmati IFS á Valitor er miðað við tvöfalt bókfært virði eigin fjár, þ.e. V/I-hlutfallið 2,0, en bókfært eigið fé félagsins var 15,3 milljarðar króna í árslok 2016. Til samanburðar benda greinendur IFS á að miðgildi V/I-hlutfalls erlendra samanburðarfélaga Valitors sé 7,0 og meðaltal þeirra 8,4. Er tekið fram að virði flestra erlendu félaganna hafi hækkað um tugi ef ekki hundruð prósenta á undanförnum árum og því hafi V/I-hlutfall þeirra hækkað í samræmi við það. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Afkomuskiptasamningur stjórnvalda við kröfuhafa eignarhaldsfélagsins Kaupþings nær til virðis og mögulegrar virðisaukningar kortafyrirtækisins Valitors, ef fyrirtækið verður aðgreint frá Arion banka, á meðan Kaupþing heldur á fyrirtækinu og jafnframt við sölu á því. Mun sala og virðisaukning Valitors þannig skila sér í hærra stöðugleikaframlagi af hálfu Kaupþings til ríkissjóðs á grundvelli samningsins. Ekki er sérstaklega getið um það í reikningum Arion banka hvers virði hlutur bankans í Valitor Holding hf. en samkvæmt nýlegu verðmati greiningarfyrirtækisins IFS, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er virði eigin fjár kortafyrirtækisins metið á um 30,6 milljarða. Það jafngildir tvöföldu bókfærðu eigin fé Valitors í árslok 2016. Greinendur IFS benda á að félagið, sem er verðmætasta dótturfélag Arion banka, hafi stækkað ört með kaupum á bresku félögunum International Payment Solutions og Chip and Pin Solutions fyrir 1,5 milljarða króna á síðasta ári. Kostnaður Valitors vegna aukinna umsvifa er mikill, að mati sérfræðinga IFS, og eiga tekjurnar erfitt með að halda í við þá þróun.Berjast fyrir aðgreiningu Eins og Markaðurinn hefur greint frá sækist meirihluti hluthafa Arion banka, meðal annars vogunarsjóðir og Kaupþing, nú eftir því að Valitor verði aðgreint frá bankanum, áður en kemur að útboði og skráningu í vor, þannig að hlutabréf fyrirtækisins verði að stærstum hluta greidd út í formi arðs til hluthafa. Er talið líklegt að ákvörðun þess efnis verði tekin á aðalfundi 15. mars næstkomandi. Í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings er sérstaklega gert ráð fyrir því – sem lið í því að fá sem hæst verð fyrir hlut Kaupþings í Arion banka – að hægt sé að aðgreina einstakar eignir eða eignarhluti bankans frá honum í aðdraganda og undirbúningi að sölu hlutabréfa í bankanum. Tryggt er í samningnum að hann nái einnig utan um hinar aðgreindu eignir, svo sem Valitor. Mun íslenska ríkið þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins í formi hærra stöðugleikaframlags. Arion banki, sem á allt hlutafé í Valitor, hyggst halda eftir að lágmarki um 20 prósenta hlut í félaginu. Yrði þá 80 prósenta hlutur bankans greiddur út í formi arðs til hluthafa. Gangi það eftir myndu erlendu vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital og fjárfestingabankinn Goldman Sachs, sem eiga samtals tæplega þriðjungshlut í Arion banka, eignast að óbreyttu samanlagt um 26 prósenta hlut í Valitor. Auk þess myndu þeir eiga kauprétt að 21,4 prósenta hlut til viðbótar í félaginu af Kaupþingi, en kauprétturinn virkjast aðeins komi til þess að bréfin í kortafyrirtækinu greiðist út til hluthafa með arðgreiðslu eða öðrum sambærilegum hætti. Heimildir Markaðarins herma að óvíst sé hvort allir sjóðirnir muni nýta kaupréttinn. Ef þeir kjósa svo munu þeir eignast ríflega 47 prósenta hlut í Valitor. Er kauprétturinn á um helmingi hærra verði en sem nemur bókfærðu virði Valitors í reikningum Arion. Samið var um kaupréttinn samhliða því að gengið var frá kaupum fjárfestahópsins á tæplega 30 prósenta hlut Kaupþings í Arion banka í mars á síðasta ári. Það var fréttaskýringarþátturinn Spegillinn sem upplýsti fyrst um tilvist kaupréttarins í apríl í fyrra.Frekar að seljaFram kom í Markaðinum fyrr í mánuðinum að Bankasýslan, sem hélt þar til á mánudag utan um 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka, hefði komið þeirri skoðun sinni skýrt á framfæri við Kaupþing að stofnunin væri mótfallin því að hlutabréf Valitors yrðu greidd út í arð. Var það afstaða Bankasýslunnar að fremur ætti að selja fyrirtækið í opnu söluferli. Afstaða vogunarsjóðanna og Kaupþings, ásamt ráðgjöfum félagsins, er hins vegar sú að það yrði til þess fallið að auka áhuga erlendra fjárfesta á þátttöku í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka ef Valitor yrði aðskilið frá samstæðunni. Afkoma af undirliggjandi rekstri Valitors síðustu ár hafi verið dræm og þá séu í gangi dómsmál sem höfðuð hafa verið gegn félaginu, þar sem krafist sé margra milljarða króna í skaðabætur, og hafa ekki verið til lykta leidd. Þá var greint frá því í fjölmiðlum í lok síðustu viku að lögmaður Datacell og Sunshine Press Productions í skaðabótamáli þeirra gegn Valitor muni fara fram á það að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kyrrsetji eignir kortafyrirtækisins upp á 6,5 milljarða króna. Í áðurnefndu verðmati IFS á Valitor er miðað við tvöfalt bókfært virði eigin fjár, þ.e. V/I-hlutfallið 2,0, en bókfært eigið fé félagsins var 15,3 milljarðar króna í árslok 2016. Til samanburðar benda greinendur IFS á að miðgildi V/I-hlutfalls erlendra samanburðarfélaga Valitors sé 7,0 og meðaltal þeirra 8,4. Er tekið fram að virði flestra erlendu félaganna hafi hækkað um tugi ef ekki hundruð prósenta á undanförnum árum og því hafi V/I-hlutfall þeirra hækkað í samræmi við það.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira