Tímamót Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Það er stundum talað um tímamót. Ég hef bara lifað í næstum 25 ár, sem er ekkert til að stæra sig af – margir hafa gert töluvert betur – og tímamótin örfá og stopul eftir því. En nú vill svo til að ég stend mitt á einum slíkum, tímamótum. Í dag segi ég skilið við frístundaheimilið, sem ég hef skrifað svolítið um hér á baksíðunni, og þar með lýkur fimm ára persónulegri vegferð minni um gjöfula akra barnagæslu. Frá og með deginum í dag verður þetta allt saman að fortíð. Nístandi gul endurskinsvesti, útivera í öllum veðrum, flatkökur með kæfu og brandarar sem snúast ekki um neitt. Búið. Og lexían er, held ég, þessi: Tímamót eru snúin. Óttablandinn léttir og kæruleysislegur kvíði. Þetta gerjast allt innra með manni á vendipunktum í lífinu. Það er erfitt að kveðja það sem er gamalt, gott og kunnuglegt og það er kannski enn erfiðara að ganga hnarreistur inn í óvissuna og sprengja utan af sér þægindafjötrana. Þegar eftirsjáin byrjar svo að naga mann, til dæmis þegar börnin á frístundaheimilinu verða allt í einu að englum síðustu vikuna í vinnunni og efinn hreiðrar um sig, er gott að leita skjóls í klisjum. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur,“ eru ágæt sannindi upp á framhaldið og annað sem er gott að muna er „lifðu í núinu“ og svo þarf maður líka að hafa „gríptu tækifærið“ til hliðsjónar. Það er stundum talað um tímamót. Þetta blessast allt saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það er stundum talað um tímamót. Ég hef bara lifað í næstum 25 ár, sem er ekkert til að stæra sig af – margir hafa gert töluvert betur – og tímamótin örfá og stopul eftir því. En nú vill svo til að ég stend mitt á einum slíkum, tímamótum. Í dag segi ég skilið við frístundaheimilið, sem ég hef skrifað svolítið um hér á baksíðunni, og þar með lýkur fimm ára persónulegri vegferð minni um gjöfula akra barnagæslu. Frá og með deginum í dag verður þetta allt saman að fortíð. Nístandi gul endurskinsvesti, útivera í öllum veðrum, flatkökur með kæfu og brandarar sem snúast ekki um neitt. Búið. Og lexían er, held ég, þessi: Tímamót eru snúin. Óttablandinn léttir og kæruleysislegur kvíði. Þetta gerjast allt innra með manni á vendipunktum í lífinu. Það er erfitt að kveðja það sem er gamalt, gott og kunnuglegt og það er kannski enn erfiðara að ganga hnarreistur inn í óvissuna og sprengja utan af sér þægindafjötrana. Þegar eftirsjáin byrjar svo að naga mann, til dæmis þegar börnin á frístundaheimilinu verða allt í einu að englum síðustu vikuna í vinnunni og efinn hreiðrar um sig, er gott að leita skjóls í klisjum. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur,“ eru ágæt sannindi upp á framhaldið og annað sem er gott að muna er „lifðu í núinu“ og svo þarf maður líka að hafa „gríptu tækifærið“ til hliðsjónar. Það er stundum talað um tímamót. Þetta blessast allt saman.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar