Skora á menntamálaráðherra að huga betur að kynfræðslu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 23:31 Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir (t.v), Steinunn Ólína Hafliðadóttir (fyrir miðju) og Heiðrún Fivelstad (t.h.) standa að baki átakinu Sjúk ást. „Þetta kemur sem ákall til menntamálaráðherra um markvissari kynfræðslu,“ segir Steinunn Ólína Hafliðadóttir verkefnisstjóri hjá Stígamótum en hún er ein af þeim sem standa að baki átakinu Sjúk ást. Á miðnætti þann 28. febrúar lýkur undirskriftasöfnuninni sem er lokahnykkur átaksins. Sjúk ást er átak á vegum Stígamóta og hefur það fengið gríðarlega góð viðbrögð síðustu vikur. „Þetta er átak um heilbrigð og óheilbrigð samskipti og einkenni ofbeldis. Við fundum um leið og átakið fór af stað að það var greinilega mikil þörf fyrir þetta átak. Því um leið og þetta fer út þá förum við að heyra reynslusögur því fólk tengir við inntakið í Sjúk ást,“ segir Steinunn.Vilja safna fleiri undirskriftum Hún segir að það hafi verið gott að sjá reynslusögurnar byrja að birtast og heyrast því það hafi undirstrikað fyrir aðstandendur átaksins hvað þetta væri þarft framtak. Á vefsíðunni Sjúk ást má finna fróðleik um heilbrigð og óheilbrigð sambönd, ofbeldi, kynlíf, klám, jafnrétti, samskipti, virðingu, ást og fleira tengt málefninu. Þar má einnig finna upplýsingar um það hvar sé hægt að leita sér hjálpar. „Við erum líka með þessu átaki að reyna að gera efnið aðgengilegt. Það er oft talað um afbrýðisemi eða meðvirkni, en fólk veit ekki endilega hvert það á að líta þegar kemur að óheilbrigðum samskiptum. Þess vegna sköpuðum við vefsíðuna sjúkást.is, svo fólk gæti fengið þetta svolítið svart á hvítu að eitthvað sé ekki í lagi.“ Undirskriftasöfnunin hefur gengið vel en nú þegar hafa hátt í þrjú þúsund einstaklingar skrifað undir. „Við viljum sjá þessa tölu rísa hærra,“ segir Steinunn. Hún segir að það sé mikilvægt að betur sé hugað að kynfræðslu og fræðslu um samskipti fyrir ungt fólk. „Þessi fræðsla þarf að koma fyrr inn og vera meira félagslega sinnuð. Oft á tíðum, þó að það sé ekki altækt, er oft einblínt meira á þessar líffræðilegu forsendur heldur en þessar félagslegu.“Fræða ungt fólk um mörk Stefnt er á að afhenda Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra undirskriftirnar þann 1. mars næstkomandi. Steinunn segir að það hafi verið frábært að sjá hvað menntaskólanemar voru duglegir að koma umræðunni inn í skólana til samnemenda. Fólk á öllum aldri hafi hrósað átakinu og að mati Steinunnar er átakið mikilvægt framhald af #MeToo byltingunni. „Eldra fólk hefur komið upp að okkur og sagt, „vá ég vildi óska þess að ég hefði haft þetta þegar ég var yngri“ því það er einhvern vegin oft tilfellið að fólk er að kynnast andlegu og líkamlegu ofbeldi og óheilbrigðum samskiptum á biturri reynslu. Þetta er því algjörlega forvarnarverkefni, að láta fólk vita hver mörkin eru og hvernig það er að treysta og virða manneskju.“ Steinunn segir að ungt fólk sé að byrja fyrr í nánum samböndum en margir geri sér grein fyrir. Því sé mikilvægt að uppræta og gagnrýna ákveðna hegðun. „Ef þrettán eða fjórtán ára unglingar í samböndum koma fram og segja „æji það er eitthvað í gangi í þessu sambandi og mér líður illa í þessu,“ þá er því oft tekið sem einhverri hvolpaást. Það þarf að líta á þetta alvarlegum augum því þetta er skaðlegt.“ Kynlíf Tengdar fréttir Sjúk ást í nánum samböndum ungmenna 70 prósent þeirra sem leita aðstoðar hjá Stígamótum urðu fyrir ofbeldi fyrir átján ára aldur. Vefsíðan sjúk ást hefur verið sett i loftið til að fræða ungt fólk um mörk og samþykki. Auka þarf kynfræðslu og hætta kynhræðslu, segir unga fólkið. 7. febrúar 2018 19:30 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira
„Þetta kemur sem ákall til menntamálaráðherra um markvissari kynfræðslu,“ segir Steinunn Ólína Hafliðadóttir verkefnisstjóri hjá Stígamótum en hún er ein af þeim sem standa að baki átakinu Sjúk ást. Á miðnætti þann 28. febrúar lýkur undirskriftasöfnuninni sem er lokahnykkur átaksins. Sjúk ást er átak á vegum Stígamóta og hefur það fengið gríðarlega góð viðbrögð síðustu vikur. „Þetta er átak um heilbrigð og óheilbrigð samskipti og einkenni ofbeldis. Við fundum um leið og átakið fór af stað að það var greinilega mikil þörf fyrir þetta átak. Því um leið og þetta fer út þá förum við að heyra reynslusögur því fólk tengir við inntakið í Sjúk ást,“ segir Steinunn.Vilja safna fleiri undirskriftum Hún segir að það hafi verið gott að sjá reynslusögurnar byrja að birtast og heyrast því það hafi undirstrikað fyrir aðstandendur átaksins hvað þetta væri þarft framtak. Á vefsíðunni Sjúk ást má finna fróðleik um heilbrigð og óheilbrigð sambönd, ofbeldi, kynlíf, klám, jafnrétti, samskipti, virðingu, ást og fleira tengt málefninu. Þar má einnig finna upplýsingar um það hvar sé hægt að leita sér hjálpar. „Við erum líka með þessu átaki að reyna að gera efnið aðgengilegt. Það er oft talað um afbrýðisemi eða meðvirkni, en fólk veit ekki endilega hvert það á að líta þegar kemur að óheilbrigðum samskiptum. Þess vegna sköpuðum við vefsíðuna sjúkást.is, svo fólk gæti fengið þetta svolítið svart á hvítu að eitthvað sé ekki í lagi.“ Undirskriftasöfnunin hefur gengið vel en nú þegar hafa hátt í þrjú þúsund einstaklingar skrifað undir. „Við viljum sjá þessa tölu rísa hærra,“ segir Steinunn. Hún segir að það sé mikilvægt að betur sé hugað að kynfræðslu og fræðslu um samskipti fyrir ungt fólk. „Þessi fræðsla þarf að koma fyrr inn og vera meira félagslega sinnuð. Oft á tíðum, þó að það sé ekki altækt, er oft einblínt meira á þessar líffræðilegu forsendur heldur en þessar félagslegu.“Fræða ungt fólk um mörk Stefnt er á að afhenda Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra undirskriftirnar þann 1. mars næstkomandi. Steinunn segir að það hafi verið frábært að sjá hvað menntaskólanemar voru duglegir að koma umræðunni inn í skólana til samnemenda. Fólk á öllum aldri hafi hrósað átakinu og að mati Steinunnar er átakið mikilvægt framhald af #MeToo byltingunni. „Eldra fólk hefur komið upp að okkur og sagt, „vá ég vildi óska þess að ég hefði haft þetta þegar ég var yngri“ því það er einhvern vegin oft tilfellið að fólk er að kynnast andlegu og líkamlegu ofbeldi og óheilbrigðum samskiptum á biturri reynslu. Þetta er því algjörlega forvarnarverkefni, að láta fólk vita hver mörkin eru og hvernig það er að treysta og virða manneskju.“ Steinunn segir að ungt fólk sé að byrja fyrr í nánum samböndum en margir geri sér grein fyrir. Því sé mikilvægt að uppræta og gagnrýna ákveðna hegðun. „Ef þrettán eða fjórtán ára unglingar í samböndum koma fram og segja „æji það er eitthvað í gangi í þessu sambandi og mér líður illa í þessu,“ þá er því oft tekið sem einhverri hvolpaást. Það þarf að líta á þetta alvarlegum augum því þetta er skaðlegt.“
Kynlíf Tengdar fréttir Sjúk ást í nánum samböndum ungmenna 70 prósent þeirra sem leita aðstoðar hjá Stígamótum urðu fyrir ofbeldi fyrir átján ára aldur. Vefsíðan sjúk ást hefur verið sett i loftið til að fræða ungt fólk um mörk og samþykki. Auka þarf kynfræðslu og hætta kynhræðslu, segir unga fólkið. 7. febrúar 2018 19:30 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira
Sjúk ást í nánum samböndum ungmenna 70 prósent þeirra sem leita aðstoðar hjá Stígamótum urðu fyrir ofbeldi fyrir átján ára aldur. Vefsíðan sjúk ást hefur verið sett i loftið til að fræða ungt fólk um mörk og samþykki. Auka þarf kynfræðslu og hætta kynhræðslu, segir unga fólkið. 7. febrúar 2018 19:30