Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. febrúar 2018 19:00 Hagsmunaaðilar á Norðurlandi gagnrýna þá ákvörðun Air Iceland Connect að hætta beinu flugi milli Keflavíkur og Akureyrar án samráðs. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir ákvörðunina hafa mikil áhrif á vetrarferðaþjónustuna. Um miðjan mánuðinn var tilkynnt að Air Iceland Connect hyggst hætta beinu flugi milli Akureyrar og Keflavíkur á sama tíma og Bretlandsflugi flugfélagsins verði hætt í maí. „Þessi tilraun, við bundum miklar vonir við það en því miður hefur hún ekki verið að þróast eins og við höfðum vonast til og erum því nauðbeygð til að draga okkur út af þessum markaði,“ sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í kvöldfréttum Stöðvar 2, 16. febrúar síðastliðinn. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir ákvörðun Air Iceland Connect hafa komið á óvart og að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila á Norðurlandi. „Þetta hefur mjög mikil áhrif hér fyrir norðan. Þetta er auðvitað hluti af því verkefni sem við höfum barist fyrir í mörg ár að fá betri flugtengingu út í heim, héðan frá Akureyri og það er lykilatriði fyrir okkur til þess að byggja upp vetrarferðaþjónustu að hafa þessa tengingu, þannig að þetta eru mikil vonbrigði,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Bæjarstjóri Akureyrar tekur undir orð Arnheiðar og segir að miklar væntingar hafi verið til þessarar flugleiðar. Rétt um ár er síðan flugfélagið hóf beint flug milli Akureyrar og Keflavíkur en rökin fyrir að hætta fluginu var að sætanýting erlendra ferðamanna hafi ekki verið mikil. „Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett og ef það vantar útlendingana hvernig hafa menn þá verið að markaðssetja þetta á erlendri grundu,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Auðvitað getum við svo sem ekki breytt ákvörðun Air Iceland Connect en við reynum að tal við önnur flugfélög bæði hérlendis og erlendis og sjá hvort að menn eru tilbúnir í að skoða verkefnið þar. Þetta verkefni er tækt inn í flugþróunarsjóðinn,“ segir Arnheiður. Flugþróunarsjóðurinn hefur það að markmiði meðal annars að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands og að stuðla að dreifingu ferðamanna um landið í samræmi við Vegvísi í ferðaþjónustu og að bættri nýtingu innviða ríkisins. Tilraun Air Iceland Connect stóð í um ár og telja bæði Arnheiður og Eiríkur Björn að flugfélagið hafi ekki gefið verkefninu nægan tíma. „Eitt ár er auðvitað allt of stuttur tími til þess að byggja upp svona flugleið þannig að það er mjög vont að ákvörðunin sé tekin í rauninni án samráðs við ferðaþjónustuna og menn hér hafa kallað eftir meira samtali við flugfélagið varðandi þetta,“ segir Arnheiður. „Þetta verður vonandi til þess að okkur tekst þá bara að efla þessa gátt, hérna á Akureyri, inn til landsins og tenginguna við Evrópu en betur, heldur en að gera það í gegnum Keflavík,“ segir Eiríkur Björn. Tengdar fréttir Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Hagsmunaaðilar á Norðurlandi gagnrýna þá ákvörðun Air Iceland Connect að hætta beinu flugi milli Keflavíkur og Akureyrar án samráðs. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir ákvörðunina hafa mikil áhrif á vetrarferðaþjónustuna. Um miðjan mánuðinn var tilkynnt að Air Iceland Connect hyggst hætta beinu flugi milli Akureyrar og Keflavíkur á sama tíma og Bretlandsflugi flugfélagsins verði hætt í maí. „Þessi tilraun, við bundum miklar vonir við það en því miður hefur hún ekki verið að þróast eins og við höfðum vonast til og erum því nauðbeygð til að draga okkur út af þessum markaði,“ sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í kvöldfréttum Stöðvar 2, 16. febrúar síðastliðinn. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir ákvörðun Air Iceland Connect hafa komið á óvart og að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila á Norðurlandi. „Þetta hefur mjög mikil áhrif hér fyrir norðan. Þetta er auðvitað hluti af því verkefni sem við höfum barist fyrir í mörg ár að fá betri flugtengingu út í heim, héðan frá Akureyri og það er lykilatriði fyrir okkur til þess að byggja upp vetrarferðaþjónustu að hafa þessa tengingu, þannig að þetta eru mikil vonbrigði,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Bæjarstjóri Akureyrar tekur undir orð Arnheiðar og segir að miklar væntingar hafi verið til þessarar flugleiðar. Rétt um ár er síðan flugfélagið hóf beint flug milli Akureyrar og Keflavíkur en rökin fyrir að hætta fluginu var að sætanýting erlendra ferðamanna hafi ekki verið mikil. „Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett og ef það vantar útlendingana hvernig hafa menn þá verið að markaðssetja þetta á erlendri grundu,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Auðvitað getum við svo sem ekki breytt ákvörðun Air Iceland Connect en við reynum að tal við önnur flugfélög bæði hérlendis og erlendis og sjá hvort að menn eru tilbúnir í að skoða verkefnið þar. Þetta verkefni er tækt inn í flugþróunarsjóðinn,“ segir Arnheiður. Flugþróunarsjóðurinn hefur það að markmiði meðal annars að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands og að stuðla að dreifingu ferðamanna um landið í samræmi við Vegvísi í ferðaþjónustu og að bættri nýtingu innviða ríkisins. Tilraun Air Iceland Connect stóð í um ár og telja bæði Arnheiður og Eiríkur Björn að flugfélagið hafi ekki gefið verkefninu nægan tíma. „Eitt ár er auðvitað allt of stuttur tími til þess að byggja upp svona flugleið þannig að það er mjög vont að ákvörðunin sé tekin í rauninni án samráðs við ferðaþjónustuna og menn hér hafa kallað eftir meira samtali við flugfélagið varðandi þetta,“ segir Arnheiður. „Þetta verður vonandi til þess að okkur tekst þá bara að efla þessa gátt, hérna á Akureyri, inn til landsins og tenginguna við Evrópu en betur, heldur en að gera það í gegnum Keflavík,“ segir Eiríkur Björn.
Tengdar fréttir Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34
Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“