Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 10:45 Monica Lewinsky varð fræg á einni nóttu í byrjun árs 1998 þegar upp komst um ástarsamband hennar við yfirmann sinn, Bill Clinton, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Vísir/Getty Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time‘s Up byltingunum af stað. Hún segist enn vera óörugg um hvort saga hennar eigi heima í nýlegum byltingum kvenna en að nú þurfi konur sem finni sig í svipaðri stöðu og hún árið 1998 ekki að bera harm sinn í hljóði. Monica Lewinsky varð fræg á einni nóttu í byrjun árs 1998 þegar upp komst um ástarsamband hennar við yfirmann sinn, Bill Clinton, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Lewinsky var þá 22 ára gömul en Clinton 49 ára. Sama ár var Clinton kærður fyrir brot í embætti, meðal annars fyrir samband sitt við Lewinsky. Hún hefur nú skrifað grein um reynslu sína fyrir tímaritið Vanity Fair. Hún segir að árið á eftir hafi einkennst af skömm. Henni hafi fundist hún yfirgefin, bæði af almenningi og Clinton sjálfum, sem hafi leyft fjölmiðlum að tæta hana í sig þrátt fyrir að hafa þekkt hana vel og náið. Henni hafi fundist hún ein á báti allt þar til MeToo byltingin hófst. „Þegar ég lít til baka hef ég komist að því að mitt áfall var, á vissan hátt, smækkuð útgáfa af stærra áfalli þjóðarinnar,“ skrifar Lewinsky. Hún segir að grundvallarstoðir samfélagsins hafi breyst árið 1998 í kjölfar þess að upp komst um ástarsambandið. Það sama sé nú að gerast eftir fréttir af kynferðislegri áreitni hinna ýmsu valdamanna. Monica Lewinsky ásamt fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton.Vísir/Getty Misnotkun á valdi, stöðu og forréttindum Lewinsky hefur alltaf lagt áherslu á að samband hennar og Clinton hafi verið með samþykki beggja aðila en segist nú átta sig á því að samþykki sé flókið hugtak. „Vegurinn sem leiddi þangað var þakinn óviðeigandi misnotkun á valdi, stöðu og forréttindum,“ skrifar hún. „Hann var yfirmaður minn. Hann var valdamesti maður í heimi. Hann var 27 árum eldri en ég og átti að vita betur. Hann var á þeim tíma á hátindi ferils síns og ég var í mínu fyrsta starfi eftir háskóla,“ skrifar Lewinsky en bætir við að hún átti sig á ábyrgð sinni í málinu. Hún sjái eftir sínum hlut á hverjum einasta degi. „Ég hef ekki náð lengra í mínu endurmati. En ég veit eitt fyrir víst: Hluti af því sem hefur hjálpað minni hugarfarsbreytingu er sú vitneskja að ég er ekki lengur ein. Og fyrir það er ég þakklát.“ Skilin ein eftir Lewinsky skandallinn var eitt af fyrstu fréttamálunum sem var aðallega greint frá á netmiðlum og segir Lewinsky að þó að Internetið hafi reynst henni erfitt virðast samfélagsmiðlar nú vera bjargvættur margra kvenna. „Hver sem er getur deilt sinni #MeToo sögu og er strax boðinn velkominn í hópinn.“ Hún bendir einnig á að stuðningshópar fyrir þolendur á netinu hafi ekki verið henni aðgengilegir fyrir 20 árum síðan. Í hennar tilfelli hafi öll völdin verið í höndum forsetans, Bandaríkjaþings, saksóknara og fjölmiðla. Lewinsky segir að nýleg samskipti hennar við eina af leiðtogum MeToo byltingarinnar hafi haft mikil áhrif á hana þegar sú síðarnefnda hafi harmað hve ein á báti Lewinsky var í kjölfar skandalsins. „Jú ég fékk mörg stuðningsbréf árið 1998. Og jú (guði sé lof), ég hafði stuðning fjölskyldu og vina. En að mestu var ég ein. Alein. Opinberlega alein, yfirgefin af öllum lykilpersónum í þessari krísu, sem þekktu mig vel og náið. Við getum öll verið sammála um að ég hafi gert mistök, en að synda í þessum sjó einmanaleika var skelfilegt.“ Ritgerð Monicu Lewinsky má lesa í heild sinni hér. MeToo Bandaríkin Bill Clinton Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time‘s Up byltingunum af stað. Hún segist enn vera óörugg um hvort saga hennar eigi heima í nýlegum byltingum kvenna en að nú þurfi konur sem finni sig í svipaðri stöðu og hún árið 1998 ekki að bera harm sinn í hljóði. Monica Lewinsky varð fræg á einni nóttu í byrjun árs 1998 þegar upp komst um ástarsamband hennar við yfirmann sinn, Bill Clinton, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Lewinsky var þá 22 ára gömul en Clinton 49 ára. Sama ár var Clinton kærður fyrir brot í embætti, meðal annars fyrir samband sitt við Lewinsky. Hún hefur nú skrifað grein um reynslu sína fyrir tímaritið Vanity Fair. Hún segir að árið á eftir hafi einkennst af skömm. Henni hafi fundist hún yfirgefin, bæði af almenningi og Clinton sjálfum, sem hafi leyft fjölmiðlum að tæta hana í sig þrátt fyrir að hafa þekkt hana vel og náið. Henni hafi fundist hún ein á báti allt þar til MeToo byltingin hófst. „Þegar ég lít til baka hef ég komist að því að mitt áfall var, á vissan hátt, smækkuð útgáfa af stærra áfalli þjóðarinnar,“ skrifar Lewinsky. Hún segir að grundvallarstoðir samfélagsins hafi breyst árið 1998 í kjölfar þess að upp komst um ástarsambandið. Það sama sé nú að gerast eftir fréttir af kynferðislegri áreitni hinna ýmsu valdamanna. Monica Lewinsky ásamt fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton.Vísir/Getty Misnotkun á valdi, stöðu og forréttindum Lewinsky hefur alltaf lagt áherslu á að samband hennar og Clinton hafi verið með samþykki beggja aðila en segist nú átta sig á því að samþykki sé flókið hugtak. „Vegurinn sem leiddi þangað var þakinn óviðeigandi misnotkun á valdi, stöðu og forréttindum,“ skrifar hún. „Hann var yfirmaður minn. Hann var valdamesti maður í heimi. Hann var 27 árum eldri en ég og átti að vita betur. Hann var á þeim tíma á hátindi ferils síns og ég var í mínu fyrsta starfi eftir háskóla,“ skrifar Lewinsky en bætir við að hún átti sig á ábyrgð sinni í málinu. Hún sjái eftir sínum hlut á hverjum einasta degi. „Ég hef ekki náð lengra í mínu endurmati. En ég veit eitt fyrir víst: Hluti af því sem hefur hjálpað minni hugarfarsbreytingu er sú vitneskja að ég er ekki lengur ein. Og fyrir það er ég þakklát.“ Skilin ein eftir Lewinsky skandallinn var eitt af fyrstu fréttamálunum sem var aðallega greint frá á netmiðlum og segir Lewinsky að þó að Internetið hafi reynst henni erfitt virðast samfélagsmiðlar nú vera bjargvættur margra kvenna. „Hver sem er getur deilt sinni #MeToo sögu og er strax boðinn velkominn í hópinn.“ Hún bendir einnig á að stuðningshópar fyrir þolendur á netinu hafi ekki verið henni aðgengilegir fyrir 20 árum síðan. Í hennar tilfelli hafi öll völdin verið í höndum forsetans, Bandaríkjaþings, saksóknara og fjölmiðla. Lewinsky segir að nýleg samskipti hennar við eina af leiðtogum MeToo byltingarinnar hafi haft mikil áhrif á hana þegar sú síðarnefnda hafi harmað hve ein á báti Lewinsky var í kjölfar skandalsins. „Jú ég fékk mörg stuðningsbréf árið 1998. Og jú (guði sé lof), ég hafði stuðning fjölskyldu og vina. En að mestu var ég ein. Alein. Opinberlega alein, yfirgefin af öllum lykilpersónum í þessari krísu, sem þekktu mig vel og náið. Við getum öll verið sammála um að ég hafi gert mistök, en að synda í þessum sjó einmanaleika var skelfilegt.“ Ritgerð Monicu Lewinsky má lesa í heild sinni hér.
MeToo Bandaríkin Bill Clinton Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira