Eyþór sagði fylgislækkun eina af ástæðum þess að Áslaug og Kjartan eru ekki á listanum Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2018 14:14 Eyþór Arnalds í Víglínunni í dag. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sagði tvær ástæður fyrir því hvers vegna flokkurinn ákvað að fara þá leið að stilla upp á lista fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Eyþór var gestur í Víglínunni þar sem hann var spurður hvers vegna Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, hefðu ekki notið trausts flokksins til að taka sæti á listanum. Eyþór var á því því að bæði njóti þau trausts. Hann sagði að farið hefði verið í leiðtogaprófkjör þar sem hann fékk rúm 60 prósent atkvæða og Áslaug og Kjartan sitt fylgi. Ákveðið hefði verið fyrir nokkru síðan að stilla upp frambjóðendum. Hann sagðist ekki hafa komið ákvörðun um að stilla upp á lista en það hafi verið gert vegna þess að óánægja hafi verið innan flokksins með fylgislækkun Sjálfstæðisflokksins í borginni á síðustu 25 árum. Þá hafi verið mikil óánægja með síðasta prófkjör þar sem þrír karlar voru í efstu sætunum. Vildu menn tryggja jafnvægi á listanum þegar kemur að kyni, búsetu, aldri og öðru sem Eyþór telur að hafi tekist mjög vel. Áslaug Friðriksdóttir hafnaði í öðru sæti í leiðtogaprófkjörinu og hafði lýst yfir vilja til að taka það sæti á listanum. Hún sagði Eyþór hins vegar ekki hafa viljað það. Eyþór var spurður út í þessi orð Áslaugar og sagði hann að um svolitla rangtúlkun væri að ræða. Fimmtán manna kjörnefnd hefði komið að valinu og lagði hann að eigin sögn ekki upp eitt nafn þar inni. Hann hitti hins vegar kjörnefnd tvisvar þar sem hann lagði upp ákveðna sýn. Vildi Eyþór hafa breidd á listanum þar sem konur yrðu sterkar og hann yrði fjölbreyttur þegar kemur að búsetu og bakgrunni þannig að ekki yrði um einsleitan hóp að ræða. Eyþór sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa áður fyrr verið mjög breiðan flokk sem náði til allra stétta og hverfa í Reykjavík og vildi hann meina að það hafi tekist vel með þessum lista. Sagði hann kjörnefnd hafa haft um 150 nöfn til að velja úr þar sem fólk gat sent inn bréf og gefið þannig kost á sér. Sagði hann Valgerði Sigurðardóttur, sem skipar þriðja sæti á listanum, til að mynda hafa gert það. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Áslaug Friðriksdóttir segir vonbrigði að eiga ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 23. febrúar 2018 14:38 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sagði tvær ástæður fyrir því hvers vegna flokkurinn ákvað að fara þá leið að stilla upp á lista fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Eyþór var gestur í Víglínunni þar sem hann var spurður hvers vegna Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, hefðu ekki notið trausts flokksins til að taka sæti á listanum. Eyþór var á því því að bæði njóti þau trausts. Hann sagði að farið hefði verið í leiðtogaprófkjör þar sem hann fékk rúm 60 prósent atkvæða og Áslaug og Kjartan sitt fylgi. Ákveðið hefði verið fyrir nokkru síðan að stilla upp frambjóðendum. Hann sagðist ekki hafa komið ákvörðun um að stilla upp á lista en það hafi verið gert vegna þess að óánægja hafi verið innan flokksins með fylgislækkun Sjálfstæðisflokksins í borginni á síðustu 25 árum. Þá hafi verið mikil óánægja með síðasta prófkjör þar sem þrír karlar voru í efstu sætunum. Vildu menn tryggja jafnvægi á listanum þegar kemur að kyni, búsetu, aldri og öðru sem Eyþór telur að hafi tekist mjög vel. Áslaug Friðriksdóttir hafnaði í öðru sæti í leiðtogaprófkjörinu og hafði lýst yfir vilja til að taka það sæti á listanum. Hún sagði Eyþór hins vegar ekki hafa viljað það. Eyþór var spurður út í þessi orð Áslaugar og sagði hann að um svolitla rangtúlkun væri að ræða. Fimmtán manna kjörnefnd hefði komið að valinu og lagði hann að eigin sögn ekki upp eitt nafn þar inni. Hann hitti hins vegar kjörnefnd tvisvar þar sem hann lagði upp ákveðna sýn. Vildi Eyþór hafa breidd á listanum þar sem konur yrðu sterkar og hann yrði fjölbreyttur þegar kemur að búsetu og bakgrunni þannig að ekki yrði um einsleitan hóp að ræða. Eyþór sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa áður fyrr verið mjög breiðan flokk sem náði til allra stétta og hverfa í Reykjavík og vildi hann meina að það hafi tekist vel með þessum lista. Sagði hann kjörnefnd hafa haft um 150 nöfn til að velja úr þar sem fólk gat sent inn bréf og gefið þannig kost á sér. Sagði hann Valgerði Sigurðardóttur, sem skipar þriðja sæti á listanum, til að mynda hafa gert það.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Áslaug Friðriksdóttir segir vonbrigði að eiga ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 23. febrúar 2018 14:38 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira
Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Áslaug Friðriksdóttir segir vonbrigði að eiga ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 23. febrúar 2018 14:38
Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17
Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00