Eyþór sagði fylgislækkun eina af ástæðum þess að Áslaug og Kjartan eru ekki á listanum Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2018 14:14 Eyþór Arnalds í Víglínunni í dag. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sagði tvær ástæður fyrir því hvers vegna flokkurinn ákvað að fara þá leið að stilla upp á lista fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Eyþór var gestur í Víglínunni þar sem hann var spurður hvers vegna Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, hefðu ekki notið trausts flokksins til að taka sæti á listanum. Eyþór var á því því að bæði njóti þau trausts. Hann sagði að farið hefði verið í leiðtogaprófkjör þar sem hann fékk rúm 60 prósent atkvæða og Áslaug og Kjartan sitt fylgi. Ákveðið hefði verið fyrir nokkru síðan að stilla upp frambjóðendum. Hann sagðist ekki hafa komið ákvörðun um að stilla upp á lista en það hafi verið gert vegna þess að óánægja hafi verið innan flokksins með fylgislækkun Sjálfstæðisflokksins í borginni á síðustu 25 árum. Þá hafi verið mikil óánægja með síðasta prófkjör þar sem þrír karlar voru í efstu sætunum. Vildu menn tryggja jafnvægi á listanum þegar kemur að kyni, búsetu, aldri og öðru sem Eyþór telur að hafi tekist mjög vel. Áslaug Friðriksdóttir hafnaði í öðru sæti í leiðtogaprófkjörinu og hafði lýst yfir vilja til að taka það sæti á listanum. Hún sagði Eyþór hins vegar ekki hafa viljað það. Eyþór var spurður út í þessi orð Áslaugar og sagði hann að um svolitla rangtúlkun væri að ræða. Fimmtán manna kjörnefnd hefði komið að valinu og lagði hann að eigin sögn ekki upp eitt nafn þar inni. Hann hitti hins vegar kjörnefnd tvisvar þar sem hann lagði upp ákveðna sýn. Vildi Eyþór hafa breidd á listanum þar sem konur yrðu sterkar og hann yrði fjölbreyttur þegar kemur að búsetu og bakgrunni þannig að ekki yrði um einsleitan hóp að ræða. Eyþór sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa áður fyrr verið mjög breiðan flokk sem náði til allra stétta og hverfa í Reykjavík og vildi hann meina að það hafi tekist vel með þessum lista. Sagði hann kjörnefnd hafa haft um 150 nöfn til að velja úr þar sem fólk gat sent inn bréf og gefið þannig kost á sér. Sagði hann Valgerði Sigurðardóttur, sem skipar þriðja sæti á listanum, til að mynda hafa gert það. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Áslaug Friðriksdóttir segir vonbrigði að eiga ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 23. febrúar 2018 14:38 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sagði tvær ástæður fyrir því hvers vegna flokkurinn ákvað að fara þá leið að stilla upp á lista fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Eyþór var gestur í Víglínunni þar sem hann var spurður hvers vegna Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, hefðu ekki notið trausts flokksins til að taka sæti á listanum. Eyþór var á því því að bæði njóti þau trausts. Hann sagði að farið hefði verið í leiðtogaprófkjör þar sem hann fékk rúm 60 prósent atkvæða og Áslaug og Kjartan sitt fylgi. Ákveðið hefði verið fyrir nokkru síðan að stilla upp frambjóðendum. Hann sagðist ekki hafa komið ákvörðun um að stilla upp á lista en það hafi verið gert vegna þess að óánægja hafi verið innan flokksins með fylgislækkun Sjálfstæðisflokksins í borginni á síðustu 25 árum. Þá hafi verið mikil óánægja með síðasta prófkjör þar sem þrír karlar voru í efstu sætunum. Vildu menn tryggja jafnvægi á listanum þegar kemur að kyni, búsetu, aldri og öðru sem Eyþór telur að hafi tekist mjög vel. Áslaug Friðriksdóttir hafnaði í öðru sæti í leiðtogaprófkjörinu og hafði lýst yfir vilja til að taka það sæti á listanum. Hún sagði Eyþór hins vegar ekki hafa viljað það. Eyþór var spurður út í þessi orð Áslaugar og sagði hann að um svolitla rangtúlkun væri að ræða. Fimmtán manna kjörnefnd hefði komið að valinu og lagði hann að eigin sögn ekki upp eitt nafn þar inni. Hann hitti hins vegar kjörnefnd tvisvar þar sem hann lagði upp ákveðna sýn. Vildi Eyþór hafa breidd á listanum þar sem konur yrðu sterkar og hann yrði fjölbreyttur þegar kemur að búsetu og bakgrunni þannig að ekki yrði um einsleitan hóp að ræða. Eyþór sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa áður fyrr verið mjög breiðan flokk sem náði til allra stétta og hverfa í Reykjavík og vildi hann meina að það hafi tekist vel með þessum lista. Sagði hann kjörnefnd hafa haft um 150 nöfn til að velja úr þar sem fólk gat sent inn bréf og gefið þannig kost á sér. Sagði hann Valgerði Sigurðardóttur, sem skipar þriðja sæti á listanum, til að mynda hafa gert það.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Áslaug Friðriksdóttir segir vonbrigði að eiga ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 23. febrúar 2018 14:38 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Áslaug Friðriksdóttir segir vonbrigði að eiga ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 23. febrúar 2018 14:38
Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17
Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00