Eyþór sagði fylgislækkun eina af ástæðum þess að Áslaug og Kjartan eru ekki á listanum Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2018 14:14 Eyþór Arnalds í Víglínunni í dag. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sagði tvær ástæður fyrir því hvers vegna flokkurinn ákvað að fara þá leið að stilla upp á lista fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Eyþór var gestur í Víglínunni þar sem hann var spurður hvers vegna Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, hefðu ekki notið trausts flokksins til að taka sæti á listanum. Eyþór var á því því að bæði njóti þau trausts. Hann sagði að farið hefði verið í leiðtogaprófkjör þar sem hann fékk rúm 60 prósent atkvæða og Áslaug og Kjartan sitt fylgi. Ákveðið hefði verið fyrir nokkru síðan að stilla upp frambjóðendum. Hann sagðist ekki hafa komið ákvörðun um að stilla upp á lista en það hafi verið gert vegna þess að óánægja hafi verið innan flokksins með fylgislækkun Sjálfstæðisflokksins í borginni á síðustu 25 árum. Þá hafi verið mikil óánægja með síðasta prófkjör þar sem þrír karlar voru í efstu sætunum. Vildu menn tryggja jafnvægi á listanum þegar kemur að kyni, búsetu, aldri og öðru sem Eyþór telur að hafi tekist mjög vel. Áslaug Friðriksdóttir hafnaði í öðru sæti í leiðtogaprófkjörinu og hafði lýst yfir vilja til að taka það sæti á listanum. Hún sagði Eyþór hins vegar ekki hafa viljað það. Eyþór var spurður út í þessi orð Áslaugar og sagði hann að um svolitla rangtúlkun væri að ræða. Fimmtán manna kjörnefnd hefði komið að valinu og lagði hann að eigin sögn ekki upp eitt nafn þar inni. Hann hitti hins vegar kjörnefnd tvisvar þar sem hann lagði upp ákveðna sýn. Vildi Eyþór hafa breidd á listanum þar sem konur yrðu sterkar og hann yrði fjölbreyttur þegar kemur að búsetu og bakgrunni þannig að ekki yrði um einsleitan hóp að ræða. Eyþór sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa áður fyrr verið mjög breiðan flokk sem náði til allra stétta og hverfa í Reykjavík og vildi hann meina að það hafi tekist vel með þessum lista. Sagði hann kjörnefnd hafa haft um 150 nöfn til að velja úr þar sem fólk gat sent inn bréf og gefið þannig kost á sér. Sagði hann Valgerði Sigurðardóttur, sem skipar þriðja sæti á listanum, til að mynda hafa gert það. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Áslaug Friðriksdóttir segir vonbrigði að eiga ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 23. febrúar 2018 14:38 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sagði tvær ástæður fyrir því hvers vegna flokkurinn ákvað að fara þá leið að stilla upp á lista fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Eyþór var gestur í Víglínunni þar sem hann var spurður hvers vegna Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, hefðu ekki notið trausts flokksins til að taka sæti á listanum. Eyþór var á því því að bæði njóti þau trausts. Hann sagði að farið hefði verið í leiðtogaprófkjör þar sem hann fékk rúm 60 prósent atkvæða og Áslaug og Kjartan sitt fylgi. Ákveðið hefði verið fyrir nokkru síðan að stilla upp frambjóðendum. Hann sagðist ekki hafa komið ákvörðun um að stilla upp á lista en það hafi verið gert vegna þess að óánægja hafi verið innan flokksins með fylgislækkun Sjálfstæðisflokksins í borginni á síðustu 25 árum. Þá hafi verið mikil óánægja með síðasta prófkjör þar sem þrír karlar voru í efstu sætunum. Vildu menn tryggja jafnvægi á listanum þegar kemur að kyni, búsetu, aldri og öðru sem Eyþór telur að hafi tekist mjög vel. Áslaug Friðriksdóttir hafnaði í öðru sæti í leiðtogaprófkjörinu og hafði lýst yfir vilja til að taka það sæti á listanum. Hún sagði Eyþór hins vegar ekki hafa viljað það. Eyþór var spurður út í þessi orð Áslaugar og sagði hann að um svolitla rangtúlkun væri að ræða. Fimmtán manna kjörnefnd hefði komið að valinu og lagði hann að eigin sögn ekki upp eitt nafn þar inni. Hann hitti hins vegar kjörnefnd tvisvar þar sem hann lagði upp ákveðna sýn. Vildi Eyþór hafa breidd á listanum þar sem konur yrðu sterkar og hann yrði fjölbreyttur þegar kemur að búsetu og bakgrunni þannig að ekki yrði um einsleitan hóp að ræða. Eyþór sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa áður fyrr verið mjög breiðan flokk sem náði til allra stétta og hverfa í Reykjavík og vildi hann meina að það hafi tekist vel með þessum lista. Sagði hann kjörnefnd hafa haft um 150 nöfn til að velja úr þar sem fólk gat sent inn bréf og gefið þannig kost á sér. Sagði hann Valgerði Sigurðardóttur, sem skipar þriðja sæti á listanum, til að mynda hafa gert það.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Áslaug Friðriksdóttir segir vonbrigði að eiga ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 23. febrúar 2018 14:38 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Áslaug Friðriksdóttir segir vonbrigði að eiga ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 23. febrúar 2018 14:38
Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17
Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00