Eyþór sagði fylgislækkun eina af ástæðum þess að Áslaug og Kjartan eru ekki á listanum Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2018 14:14 Eyþór Arnalds í Víglínunni í dag. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sagði tvær ástæður fyrir því hvers vegna flokkurinn ákvað að fara þá leið að stilla upp á lista fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Eyþór var gestur í Víglínunni þar sem hann var spurður hvers vegna Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, hefðu ekki notið trausts flokksins til að taka sæti á listanum. Eyþór var á því því að bæði njóti þau trausts. Hann sagði að farið hefði verið í leiðtogaprófkjör þar sem hann fékk rúm 60 prósent atkvæða og Áslaug og Kjartan sitt fylgi. Ákveðið hefði verið fyrir nokkru síðan að stilla upp frambjóðendum. Hann sagðist ekki hafa komið ákvörðun um að stilla upp á lista en það hafi verið gert vegna þess að óánægja hafi verið innan flokksins með fylgislækkun Sjálfstæðisflokksins í borginni á síðustu 25 árum. Þá hafi verið mikil óánægja með síðasta prófkjör þar sem þrír karlar voru í efstu sætunum. Vildu menn tryggja jafnvægi á listanum þegar kemur að kyni, búsetu, aldri og öðru sem Eyþór telur að hafi tekist mjög vel. Áslaug Friðriksdóttir hafnaði í öðru sæti í leiðtogaprófkjörinu og hafði lýst yfir vilja til að taka það sæti á listanum. Hún sagði Eyþór hins vegar ekki hafa viljað það. Eyþór var spurður út í þessi orð Áslaugar og sagði hann að um svolitla rangtúlkun væri að ræða. Fimmtán manna kjörnefnd hefði komið að valinu og lagði hann að eigin sögn ekki upp eitt nafn þar inni. Hann hitti hins vegar kjörnefnd tvisvar þar sem hann lagði upp ákveðna sýn. Vildi Eyþór hafa breidd á listanum þar sem konur yrðu sterkar og hann yrði fjölbreyttur þegar kemur að búsetu og bakgrunni þannig að ekki yrði um einsleitan hóp að ræða. Eyþór sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa áður fyrr verið mjög breiðan flokk sem náði til allra stétta og hverfa í Reykjavík og vildi hann meina að það hafi tekist vel með þessum lista. Sagði hann kjörnefnd hafa haft um 150 nöfn til að velja úr þar sem fólk gat sent inn bréf og gefið þannig kost á sér. Sagði hann Valgerði Sigurðardóttur, sem skipar þriðja sæti á listanum, til að mynda hafa gert það. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Áslaug Friðriksdóttir segir vonbrigði að eiga ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 23. febrúar 2018 14:38 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sagði tvær ástæður fyrir því hvers vegna flokkurinn ákvað að fara þá leið að stilla upp á lista fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Eyþór var gestur í Víglínunni þar sem hann var spurður hvers vegna Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, hefðu ekki notið trausts flokksins til að taka sæti á listanum. Eyþór var á því því að bæði njóti þau trausts. Hann sagði að farið hefði verið í leiðtogaprófkjör þar sem hann fékk rúm 60 prósent atkvæða og Áslaug og Kjartan sitt fylgi. Ákveðið hefði verið fyrir nokkru síðan að stilla upp frambjóðendum. Hann sagðist ekki hafa komið ákvörðun um að stilla upp á lista en það hafi verið gert vegna þess að óánægja hafi verið innan flokksins með fylgislækkun Sjálfstæðisflokksins í borginni á síðustu 25 árum. Þá hafi verið mikil óánægja með síðasta prófkjör þar sem þrír karlar voru í efstu sætunum. Vildu menn tryggja jafnvægi á listanum þegar kemur að kyni, búsetu, aldri og öðru sem Eyþór telur að hafi tekist mjög vel. Áslaug Friðriksdóttir hafnaði í öðru sæti í leiðtogaprófkjörinu og hafði lýst yfir vilja til að taka það sæti á listanum. Hún sagði Eyþór hins vegar ekki hafa viljað það. Eyþór var spurður út í þessi orð Áslaugar og sagði hann að um svolitla rangtúlkun væri að ræða. Fimmtán manna kjörnefnd hefði komið að valinu og lagði hann að eigin sögn ekki upp eitt nafn þar inni. Hann hitti hins vegar kjörnefnd tvisvar þar sem hann lagði upp ákveðna sýn. Vildi Eyþór hafa breidd á listanum þar sem konur yrðu sterkar og hann yrði fjölbreyttur þegar kemur að búsetu og bakgrunni þannig að ekki yrði um einsleitan hóp að ræða. Eyþór sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa áður fyrr verið mjög breiðan flokk sem náði til allra stétta og hverfa í Reykjavík og vildi hann meina að það hafi tekist vel með þessum lista. Sagði hann kjörnefnd hafa haft um 150 nöfn til að velja úr þar sem fólk gat sent inn bréf og gefið þannig kost á sér. Sagði hann Valgerði Sigurðardóttur, sem skipar þriðja sæti á listanum, til að mynda hafa gert það.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Áslaug Friðriksdóttir segir vonbrigði að eiga ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 23. febrúar 2018 14:38 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Áslaug Friðriksdóttir segir vonbrigði að eiga ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 23. febrúar 2018 14:38
Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17
Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00