Smölun fyrir forval VG þótt einn vilji 1. sætið Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. febrúar 2018 09:00 Líf Magneudóttir tók við oddvitasætinu hjá VG á miðju kjörtímabili af Sóleyju Tómasdóttur. Hún varð líka forseti borgarstjórnar. Fréttablaðið/Anton Brink Þrátt fyrir að einungis einn frambjóðandi óski eftir fyrsta sætinu í forvali VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar hefur fólki verið smalað í flokkinn í aðdraganda þess. Forvalið fer fram rafrænt í dag og stendur kosningin til klukkan 17. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, segir að skráningum hafi fjölgað jafnt og þétt síðustu misserin. „Það voru úrsagnir og svo því sé nú haldið til haga þá voru þær hátt í 200 í kringum ríkisstjórnarmyndunina, en síðan hefur verið sígandi lukka. Svo var smölun í kringum forvalið og hún stóð til 14. og var frekar massív,“ segir hún.Ingvar Mar Jónsson flugstjóriBjörg Eva tekur fram að félagatalið sé mjög lifandi. Þess hafi jafnvel verið dæmi að fólk hafi skráð sig í flokkinn í kringum stjórnarmyndunina. Félagsmenn í VG eru núna rétt rúmlega 6.000 á landinu öllu og af þeim hafa rúmlega 2.500 þátttökurétt í forvalinu. Fram kom um síðustu helgi að félagar í flokknum hafa aldrei verið fleiri. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi er eini frambjóðandinn sem óskar eftir fyrsta sætinu. Hún segir engu að síður mikilvægt að þátttaka í prófkjörinu verði góð og að hún fái afgerandi kosningu í sætið. Líf tók við oddvitasætinu á miðju kjörtímabili af Sóleyju Tómasdóttur. „Það er gott að halda því til haga að ég er ekki kjörin oddviti flokksins og er að sækja umboð mitt til flokksins sem oddviti núna í fyrsta sætið,“ segir Líf. Tveir frambjóðendur biðja um annað sæti í prófkjörinu, en það eru þau Elín Oddný Sigurðardóttir og Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson. Sá síðarnefndi gefur þó kost á sér í 2. til 4. sæti. Mesta keppnin er hins vegar um þriðja sætið, þar sem fimm frambjóðendur sækjast eftir því. Listi Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar var birtur í fyrradag. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri hjá Icelandair, verður í fyrsta sæti. „Áherslan verður fyrst og fremst í menntamálum. Við viljum hækka laun kennara og forgangsraða þannig. Setja kennarana á stall fyrir börnin,“ segir Ingvar. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þrátt fyrir að einungis einn frambjóðandi óski eftir fyrsta sætinu í forvali VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar hefur fólki verið smalað í flokkinn í aðdraganda þess. Forvalið fer fram rafrænt í dag og stendur kosningin til klukkan 17. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, segir að skráningum hafi fjölgað jafnt og þétt síðustu misserin. „Það voru úrsagnir og svo því sé nú haldið til haga þá voru þær hátt í 200 í kringum ríkisstjórnarmyndunina, en síðan hefur verið sígandi lukka. Svo var smölun í kringum forvalið og hún stóð til 14. og var frekar massív,“ segir hún.Ingvar Mar Jónsson flugstjóriBjörg Eva tekur fram að félagatalið sé mjög lifandi. Þess hafi jafnvel verið dæmi að fólk hafi skráð sig í flokkinn í kringum stjórnarmyndunina. Félagsmenn í VG eru núna rétt rúmlega 6.000 á landinu öllu og af þeim hafa rúmlega 2.500 þátttökurétt í forvalinu. Fram kom um síðustu helgi að félagar í flokknum hafa aldrei verið fleiri. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi er eini frambjóðandinn sem óskar eftir fyrsta sætinu. Hún segir engu að síður mikilvægt að þátttaka í prófkjörinu verði góð og að hún fái afgerandi kosningu í sætið. Líf tók við oddvitasætinu á miðju kjörtímabili af Sóleyju Tómasdóttur. „Það er gott að halda því til haga að ég er ekki kjörin oddviti flokksins og er að sækja umboð mitt til flokksins sem oddviti núna í fyrsta sætið,“ segir Líf. Tveir frambjóðendur biðja um annað sæti í prófkjörinu, en það eru þau Elín Oddný Sigurðardóttir og Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson. Sá síðarnefndi gefur þó kost á sér í 2. til 4. sæti. Mesta keppnin er hins vegar um þriðja sætið, þar sem fimm frambjóðendur sækjast eftir því. Listi Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar var birtur í fyrradag. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri hjá Icelandair, verður í fyrsta sæti. „Áherslan verður fyrst og fremst í menntamálum. Við viljum hækka laun kennara og forgangsraða þannig. Setja kennarana á stall fyrir börnin,“ segir Ingvar.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira