Íslendingaliðin Horsens og Randers mættust í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og skildu jöfn 1-1.
Hannes Þór Halldórsson stóð allan leikinn í marki Randers en Kjartan Henry Finnbogason var ekki í hóp hjá Horsens þar sem hann sat leikbann fyrir uppsafnaðan fjölda gulra spjalda.
Bashkim Kadrii kom gestunum í Randers yfir eftir tæpan hálftíma en Jonas Thorsen jafnaði aðeins tíu mínútum seinna.
Fleiri urðu mörkin ekki og liðin deila stigunum með sér. Randers þurfti þó á þeim öllum að halda því þeir eru í baráttunni á botni deildarinnar á meðan Horsens er í 4. sætinu.
Jafnt hjá Íslendingaliðunum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn




Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn



„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti