Göngumenn villtir í Reykjadal og bílar fastir á Mosfellsheiði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 08:38 Björgunarsveitir þurftu að sækja fólk í bíla á Mosfellsheiði í nótt. Vísir Um klukkan þrjú í nótt voru björgunarsveitir í Reykjavík kallaðar út til að aðstoða bílstjóra sem höfðu fest bíla á Mosfellsheiði. Fjórir bílar voru fastir á heiðinni og lauk aðgerðum nú rétt fyrir klukkan sjö í morgun. „Það höfðu dráttarbílar ætlað að fara í það verkefni en urðu frá að hverfa vegna ófærðar,“ segir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Nokkrir hópar frá tveimur björgunarsveitum, Ársæli og Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur, fluttu fólkið úr þremur bílum til byggða en það tókst að losa einn bílinn. „Hann beið eftir moksturstækinu frá Vegagerðinni og ætlaði að komast niður þannig.“ Verkefnið gekk vel, björgunarsveitarhóparnir voru á leiðinni upp eftir á fimmta tímanum í morgun og höfðu lokið aðgerðinni núna rétt fyrir sjö. 100 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit fyrir norðan að týndum einstaklingi og svo þurfti einnig að aðstoða göngumenn sem höfðu farið út af leið. „Í gærkvöldi fóru björgunarsveitir Hveragerði og Eyrarbakka upp í Reykjadal. Þar voru tveir göngumenn villtir í hríðarveðrinu sem gekk yfir þar upp úr kvöldmataleytinu í gær. Þeir voru villtir og gekk á með éljum.“ Davíð segir að þetta hafi gengið vel. Þegar létti aðeins til náðu göngumennirnir svo að finna stiku svo þeir gátu fylgt leiðinni aftur til baka á móti björgunarsveitarfólkinu sem var á leiðinni til þeirra. Líðan þeirra var góð þegar þeir fundust.Búist er við myndarlegri lægð eftir hádegi í dag.Vísir/GVAFærð á vegumSnjóþekja og éljagangur er á Reykjanesbraut. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á Suð-vestanverðu landinu. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en ófært á Lyngdalsheiði. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka. Þungfært og skafrenningur er Steingrímsfjarðarheiði en þæfingsfærð í Ísafirði. Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi vestra. Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar greiðfært en hálkublettir yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fagradal, Vatnsskarð eystra og Fjarðarheiði. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni að Höfn en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða hálka. Vegagerðin vekur athygli á að í því veðurfari sem hefur gengið yfir að undanförnu hefur mikið borið á slitlagsskemmdum á vegum. Á þessum árstíma er aðeins hægt að bregðast við með ófullkomnum bráðabirgðaviðgerðum og því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát við þessar aðstæður. Vegna mikillar úrkomu hefur verið töluvert grjóthrun í Hvalnesskriðum. Vatn flæðir yfir veg á þremur stöðum í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og fara varlega á þessum svæðum. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Um klukkan þrjú í nótt voru björgunarsveitir í Reykjavík kallaðar út til að aðstoða bílstjóra sem höfðu fest bíla á Mosfellsheiði. Fjórir bílar voru fastir á heiðinni og lauk aðgerðum nú rétt fyrir klukkan sjö í morgun. „Það höfðu dráttarbílar ætlað að fara í það verkefni en urðu frá að hverfa vegna ófærðar,“ segir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Nokkrir hópar frá tveimur björgunarsveitum, Ársæli og Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur, fluttu fólkið úr þremur bílum til byggða en það tókst að losa einn bílinn. „Hann beið eftir moksturstækinu frá Vegagerðinni og ætlaði að komast niður þannig.“ Verkefnið gekk vel, björgunarsveitarhóparnir voru á leiðinni upp eftir á fimmta tímanum í morgun og höfðu lokið aðgerðinni núna rétt fyrir sjö. 100 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit fyrir norðan að týndum einstaklingi og svo þurfti einnig að aðstoða göngumenn sem höfðu farið út af leið. „Í gærkvöldi fóru björgunarsveitir Hveragerði og Eyrarbakka upp í Reykjadal. Þar voru tveir göngumenn villtir í hríðarveðrinu sem gekk yfir þar upp úr kvöldmataleytinu í gær. Þeir voru villtir og gekk á með éljum.“ Davíð segir að þetta hafi gengið vel. Þegar létti aðeins til náðu göngumennirnir svo að finna stiku svo þeir gátu fylgt leiðinni aftur til baka á móti björgunarsveitarfólkinu sem var á leiðinni til þeirra. Líðan þeirra var góð þegar þeir fundust.Búist er við myndarlegri lægð eftir hádegi í dag.Vísir/GVAFærð á vegumSnjóþekja og éljagangur er á Reykjanesbraut. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á Suð-vestanverðu landinu. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en ófært á Lyngdalsheiði. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka. Þungfært og skafrenningur er Steingrímsfjarðarheiði en þæfingsfærð í Ísafirði. Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi vestra. Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar greiðfært en hálkublettir yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fagradal, Vatnsskarð eystra og Fjarðarheiði. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni að Höfn en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða hálka. Vegagerðin vekur athygli á að í því veðurfari sem hefur gengið yfir að undanförnu hefur mikið borið á slitlagsskemmdum á vegum. Á þessum árstíma er aðeins hægt að bregðast við með ófullkomnum bráðabirgðaviðgerðum og því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát við þessar aðstæður. Vegna mikillar úrkomu hefur verið töluvert grjóthrun í Hvalnesskriðum. Vatn flæðir yfir veg á þremur stöðum í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og fara varlega á þessum svæðum.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12