Stefnir í mikinn átakafund í Valhöll Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2018 15:48 Á eftir verður listi uppstillinganefndar lagður fram en á honum er gert ráð fyrir því að bæði Áslaugu og Kjartani sé ýtt út í kuldann. Hildur Björnsdóttir er í öðru sæti á lista uppstillinganefndar. Tekist verður á um tillögu uppstillinganefndar í Valhöll á eftir en þá tekur fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins afstöðu til þess hvernig listi flokksins í borginni verður skipaður. Fundurinn hefst klukkan 17:15 nú á eftir.Eins og Vísir hefur greint frá eru sitjandi borgarfulltrúar, þau Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, ekki á lista uppstillinganefndarinnar.Listinn sem lagður verður fram Gísli Kr. Björnsson er formaður Varðar, sem er fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Í samtali við Vísi vekur hann athygli á því að um sé að ræða stærsta fulltrúaráð stjórnmálaflokks á landinu. „Og það er mjög eðlilegt að þar séu uppi mismunandi sjónarmið. Þetta eru um 20 þúsund félagar um það bil.“ Eftir því sem Vísir kemst næst eru þeir sem skipa lista þann sem uppstillinganefnd leggur fram eftirfarandi: Eyþór Arnalds Hildur Björnsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Egill Þór Jónsson Marta Guðjónsdóttir Katrín Atladóttir Örn Þórðarson Björn Gíslason Jórunn Pála Jónasdóttir Óli K. Guðmundsson Að uppistöðu tiltölulega óþekkt fólk, er óhætt að segja.Gísli er til þess að gera rólegur nú í aðdraganda fundar sem líklegt má telja að verði fjölmennur átakafundur.Í samtali við RÚV sagði Sveinn H. Skúlason, formaður uppstillinganefndarinnar, að niðurstaðan í leiðtogakjörinu, sem Eyþór sigraði með nokkrum yfirburðum, hafi verið ákall um breytingar. Og maður komi í manns stað. Má það ekki heita nokkuð frjálsleg túlkun? Gísli vill ekki taka afstöðu til þess.Kannast við ákall um breytingar í borginni „En ef þú spyrð mig hvort ég kannist við slíkar raddir, þá kannast ég við ákall um breytingar úr röðum Sjálfstæðismanna í borginni get ég staðfest að ég hef orðið var við slíkar raddir, svoleiðis kröfur. Ég hef heyrt það víða,“ segir Gísli. Hann gerir ráð fyrir fjölmennum fundi. Segir að stóri salurinn í Valhöll hafi verið þéttsetinn þegar ákveðið var að efna til leiðtogakjörs. Gísli vill ekki fullyrða neitt um það hvort um átakafund verði að ræða, það verði þá svo. Og hann segist vel skilja að það sé gremja á ýmsum bæjum, og jafnvel skjálfti innan flokks, þegar tveimur borgarfulltrúum er ýtt til liðar. Það sé eðli máls samkvæmt.Eyþór vildi Áslaugu af lista Á Hringbraut í vikunni var frétt um það hvernig listinn er saman skrúfaður af hálfu uppstillinganefndar og þar segir: „Eyþór Arnalds er sagður hafa lagt höfuðáherslu á að Áslaug færi alveg út af listanum. Meirihluti kjörnefndar féllst á það en samþykkti þá um leið að Kjartan færi einnig af listanum.“ Gísli Kr. vill ekki tjá sig um þetta en segist vel geta ímyndað sér að bæði Áslaug og Kjartan séu óhress með þróun mála. Svo enn sé vitnað í Hringbraut þá er beinlínist fullyrt þar að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík logi vegna átaka um téðan lista. Gísli segist ekki vita hversu lengi fundurinn mun standa eða hvort fram komi margar breytingatillögur. „Né hversu mörg álitamál koma fram á fundinum. En, þessi fundur er til að útkljá álitamál og þau verða útkjáð þarna.“ Nánar verður fjallað um þennan fund í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Tekist verður á um tillögu uppstillinganefndar í Valhöll á eftir en þá tekur fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins afstöðu til þess hvernig listi flokksins í borginni verður skipaður. Fundurinn hefst klukkan 17:15 nú á eftir.Eins og Vísir hefur greint frá eru sitjandi borgarfulltrúar, þau Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, ekki á lista uppstillinganefndarinnar.Listinn sem lagður verður fram Gísli Kr. Björnsson er formaður Varðar, sem er fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Í samtali við Vísi vekur hann athygli á því að um sé að ræða stærsta fulltrúaráð stjórnmálaflokks á landinu. „Og það er mjög eðlilegt að þar séu uppi mismunandi sjónarmið. Þetta eru um 20 þúsund félagar um það bil.“ Eftir því sem Vísir kemst næst eru þeir sem skipa lista þann sem uppstillinganefnd leggur fram eftirfarandi: Eyþór Arnalds Hildur Björnsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Egill Þór Jónsson Marta Guðjónsdóttir Katrín Atladóttir Örn Þórðarson Björn Gíslason Jórunn Pála Jónasdóttir Óli K. Guðmundsson Að uppistöðu tiltölulega óþekkt fólk, er óhætt að segja.Gísli er til þess að gera rólegur nú í aðdraganda fundar sem líklegt má telja að verði fjölmennur átakafundur.Í samtali við RÚV sagði Sveinn H. Skúlason, formaður uppstillinganefndarinnar, að niðurstaðan í leiðtogakjörinu, sem Eyþór sigraði með nokkrum yfirburðum, hafi verið ákall um breytingar. Og maður komi í manns stað. Má það ekki heita nokkuð frjálsleg túlkun? Gísli vill ekki taka afstöðu til þess.Kannast við ákall um breytingar í borginni „En ef þú spyrð mig hvort ég kannist við slíkar raddir, þá kannast ég við ákall um breytingar úr röðum Sjálfstæðismanna í borginni get ég staðfest að ég hef orðið var við slíkar raddir, svoleiðis kröfur. Ég hef heyrt það víða,“ segir Gísli. Hann gerir ráð fyrir fjölmennum fundi. Segir að stóri salurinn í Valhöll hafi verið þéttsetinn þegar ákveðið var að efna til leiðtogakjörs. Gísli vill ekki fullyrða neitt um það hvort um átakafund verði að ræða, það verði þá svo. Og hann segist vel skilja að það sé gremja á ýmsum bæjum, og jafnvel skjálfti innan flokks, þegar tveimur borgarfulltrúum er ýtt til liðar. Það sé eðli máls samkvæmt.Eyþór vildi Áslaugu af lista Á Hringbraut í vikunni var frétt um það hvernig listinn er saman skrúfaður af hálfu uppstillinganefndar og þar segir: „Eyþór Arnalds er sagður hafa lagt höfuðáherslu á að Áslaug færi alveg út af listanum. Meirihluti kjörnefndar féllst á það en samþykkti þá um leið að Kjartan færi einnig af listanum.“ Gísli Kr. vill ekki tjá sig um þetta en segist vel geta ímyndað sér að bæði Áslaug og Kjartan séu óhress með þróun mála. Svo enn sé vitnað í Hringbraut þá er beinlínist fullyrt þar að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík logi vegna átaka um téðan lista. Gísli segist ekki vita hversu lengi fundurinn mun standa eða hvort fram komi margar breytingatillögur. „Né hversu mörg álitamál koma fram á fundinum. En, þessi fundur er til að útkljá álitamál og þau verða útkjáð þarna.“ Nánar verður fjallað um þennan fund í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30
Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25