„Ef það eimir enn eftir af réttlæti í kerfinu mun hann taka út refsingu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 14:36 Harvey Weinstein og Meryl Streep hafa unnið mikið saman í gegnum tíðina. Vísir/Getty Bandaríska leikkonan Meryl Streep segir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein, sem sakaður hefur verið um kynferðisofbeldi í garð fjölmargra kvenna, „aumkunarverðan“ eftir að lögfræðingar Weinstein notuðu umsögn Streep í málsvörn sinni. Sex konur, Louisette Geiss, Katherine Kendall, Zoe Brock, Sarah Ann Thomas, Melissa Sagemiller og Nannette Klatt, hafa kært Weinstein fyrir að beita sig kynferðislegu ofbeldi og/eða áreita þær kynferðislega. Þá halda þær því fram að ofbeldið hafi verið þaggað kerfisbundið niður innan fyrirtækja Weinstein, kvikmyndaveranna Miramax og The Weinstein Company. Sjá einnig: Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Lögfræðingar Weinstein hafa farið fram á að lögsókninni verði vísað frá, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Máli sínu til stuðnings hafa þeir tekið dæmi um vitnisburð kvenna á borð við Jennifer Lawrence og áðurnefndrar Meryl Streep, sem hefur lýst því yfir að Weinstein hafi alltaf hagað sér sómasamlega í samskiptum við hana. Aumkunarverð notkun á yfirlýsingunni Í yfirlýsingu fordæmir Streep notkun lögfræðinga Weinsteins á ummælum sínum. „Notkun lögfræðinga Harvey Weinstein á yfirlýsingu minni, þ.e. að hann hafi ekki sýnt af sér kynferðislega tilburði eða beitt mig ofbeldi í faglegu sambandi okkar, sem sönnun þess að hann hafi ekki beitt margar aðrar konur ofbeldi er aumkunarverð,“ segir í yfirlýsingu sem Streep sendi frá sér vegna málsins. Þá vill hún að Weinstein beri ábyrgð á því ofbeldi sem hann hefur beitt umræddar konur. „Ef það eimir enn eftir af réttlæti í kerfinu mun hann taka út refsingu,“ segir í yfirlýsingunni. Hafa unnið náið saman Streep hefur sjálf verið gagnrýnd fyrir að stíga of seint fram og fordæma hegðun Harvey Weinstein. Hún hefur auk þess verið sökuð um að hafa vitað af því sem fór fram bak við tjöldin hjá fyrirtækjum Weinstein, en að hafa þrátt fyrir það haldið áfram að vinna með honum. Rúmlega 75 konur hafa nú stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni eða kynferðisofbeldi. Weinstein þvertekur fyrir allar ásakanir. MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42 Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum. 16. desember 2017 12:06 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira
Bandaríska leikkonan Meryl Streep segir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein, sem sakaður hefur verið um kynferðisofbeldi í garð fjölmargra kvenna, „aumkunarverðan“ eftir að lögfræðingar Weinstein notuðu umsögn Streep í málsvörn sinni. Sex konur, Louisette Geiss, Katherine Kendall, Zoe Brock, Sarah Ann Thomas, Melissa Sagemiller og Nannette Klatt, hafa kært Weinstein fyrir að beita sig kynferðislegu ofbeldi og/eða áreita þær kynferðislega. Þá halda þær því fram að ofbeldið hafi verið þaggað kerfisbundið niður innan fyrirtækja Weinstein, kvikmyndaveranna Miramax og The Weinstein Company. Sjá einnig: Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Lögfræðingar Weinstein hafa farið fram á að lögsókninni verði vísað frá, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Máli sínu til stuðnings hafa þeir tekið dæmi um vitnisburð kvenna á borð við Jennifer Lawrence og áðurnefndrar Meryl Streep, sem hefur lýst því yfir að Weinstein hafi alltaf hagað sér sómasamlega í samskiptum við hana. Aumkunarverð notkun á yfirlýsingunni Í yfirlýsingu fordæmir Streep notkun lögfræðinga Weinsteins á ummælum sínum. „Notkun lögfræðinga Harvey Weinstein á yfirlýsingu minni, þ.e. að hann hafi ekki sýnt af sér kynferðislega tilburði eða beitt mig ofbeldi í faglegu sambandi okkar, sem sönnun þess að hann hafi ekki beitt margar aðrar konur ofbeldi er aumkunarverð,“ segir í yfirlýsingu sem Streep sendi frá sér vegna málsins. Þá vill hún að Weinstein beri ábyrgð á því ofbeldi sem hann hefur beitt umræddar konur. „Ef það eimir enn eftir af réttlæti í kerfinu mun hann taka út refsingu,“ segir í yfirlýsingunni. Hafa unnið náið saman Streep hefur sjálf verið gagnrýnd fyrir að stíga of seint fram og fordæma hegðun Harvey Weinstein. Hún hefur auk þess verið sökuð um að hafa vitað af því sem fór fram bak við tjöldin hjá fyrirtækjum Weinstein, en að hafa þrátt fyrir það haldið áfram að vinna með honum. Rúmlega 75 konur hafa nú stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni eða kynferðisofbeldi. Weinstein þvertekur fyrir allar ásakanir.
MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42 Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum. 16. desember 2017 12:06 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira
Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25
New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42
Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum. 16. desember 2017 12:06