Íslenski boltinn

Ungur Framari fyrsti Íslendingurinn sem boðið er til æfinga hjá Benfica

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mikael Egill Ellertsson.
Mikael Egill Ellertsson. mynd/fram
Portúgalska stórliðið Benfica hefur boðið Mikael Agli Ellertssyni, 16 ára gömlum leikmanni Fram, til æfinga en hann mun æfa í fótboltaakademíu félagsins í Lissabon, að því fram kemur á heimasíðu Fram.

Pedro Ferreira, yfirmaður hjá akademíu Benfica, segir þetta í fyrsta skipti sem íslenskum fótboltamanni sé boðið til æfinga hjá félaginu en það kemur í framhaldi af heimsókn fulltrúa Fram til Benfica á síaðsta ári.

Pedro Hipolito, þjálfari Fram, er fyrrverandi leikmaður Benfica, í þessari umræddu ferð kynntu Framarar starfsemi félagsins fyrir portúgalska stórveldinu.

Mikael Egill er einn yngsti leikmaður í sögu Fram til að spila mótsleiki þó hann eigi enn eftir að þreyta frumraun sína á Íslandsmótinu eða í bikarleik.

Hann fær núna tækifæri til að spreyta sig gegn frábærum ungum leikmönnum í öflugri akademíu Benfica sem hefur alið af sér leikmenn á borð við Ángel Di María, David Luiz, Renato Sanchez, Axel Witzel og Jan Oblak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×