Sannleikurinn kostaði Cuban meira en 60 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 11:15 Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks. Vísir/Getty Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, fékk stóra sekt frá yfirmanni NBA-deildarinni í gær og það fyrir að segja sannleikann og tala um hlut sem enginn er í vafa um að tíðkist í deildinni. Cuban þarf að borga 600 þúsund dollara fyrir orðin sem hann lét falla fyrr í vikunni. Hann sagðist þá hafa beðið leikmenn Dallas liðsins um að tapa leikjum svo félagið fengi betri stað í nýliðavalinu í sumar. Cuban talaði jafnframt um það að hann hafi bara viljað koma hreint fram og segja sannleikann. „Ég á líklega ekki að segja frá þessu en ég fór í mat með nokkrum leikmönnum liðsins um daginn. Við erum ekki að keppa um sæti í úrslitakeppninni og ég sagði við þá að það besta sem gæti komið fyrir liðið núna væri að tapa sem flestum leikjum. Yfirmaður NBA-deildarinnar verður ekki ánægður að heyra þetta,“ sagði Mark Cuban og hann hitti naglann á höfuðið þar.Mavs owner Mark Cuban hit with a $600,000 fine for his recent comments about tanking on a podcast with Dr. J ... https://t.co/i9XoKrQYLS — Marc Stein (@TheSteinLine) February 21, 2018 600 þúsund dollarar eru meira en 60 milljónir íslenskra króna. Þetta er enn ein sektin sem Cuban fær á ferlinum en hann hefur aldrei verið hræddur við að tjá sig frjálslega um það sem honum líkar ekki. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, sagði að sektin væri vegna þess að orð Mark Cuban hafi verið skaðleg fyrir deildina. Darren Rovell kom með sitt sjónarhorn á sektina á Twitter og þá virka 60 milljónir kannski ekki svo mikill peningur, fyrir Cuban þar að segja.Fining Mark Cuban $600,000 on his net worth of $3.7 billion is the equivalent of fining the average American $28. — Darren Rovell (@darrenrovell) February 21, 2018 Mark Cuban er margfaldur milljarðamæringur og virði 3,7 milljarða dollara. Þannig að hlutfallslega var hann því aðeins að fá 28 dollara sekt miðað við meðal Bandaríkjamann. Cuban hefur þó ekki tekist að sannfæra stórstjörnuna Dirk Nowitzki um að tapa leikjum viljandi. „Það myndi ég aldrei líða. Þannig maður er ég ekki,“ sagði Nowitzki. NBA Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, fékk stóra sekt frá yfirmanni NBA-deildarinni í gær og það fyrir að segja sannleikann og tala um hlut sem enginn er í vafa um að tíðkist í deildinni. Cuban þarf að borga 600 þúsund dollara fyrir orðin sem hann lét falla fyrr í vikunni. Hann sagðist þá hafa beðið leikmenn Dallas liðsins um að tapa leikjum svo félagið fengi betri stað í nýliðavalinu í sumar. Cuban talaði jafnframt um það að hann hafi bara viljað koma hreint fram og segja sannleikann. „Ég á líklega ekki að segja frá þessu en ég fór í mat með nokkrum leikmönnum liðsins um daginn. Við erum ekki að keppa um sæti í úrslitakeppninni og ég sagði við þá að það besta sem gæti komið fyrir liðið núna væri að tapa sem flestum leikjum. Yfirmaður NBA-deildarinnar verður ekki ánægður að heyra þetta,“ sagði Mark Cuban og hann hitti naglann á höfuðið þar.Mavs owner Mark Cuban hit with a $600,000 fine for his recent comments about tanking on a podcast with Dr. J ... https://t.co/i9XoKrQYLS — Marc Stein (@TheSteinLine) February 21, 2018 600 þúsund dollarar eru meira en 60 milljónir íslenskra króna. Þetta er enn ein sektin sem Cuban fær á ferlinum en hann hefur aldrei verið hræddur við að tjá sig frjálslega um það sem honum líkar ekki. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, sagði að sektin væri vegna þess að orð Mark Cuban hafi verið skaðleg fyrir deildina. Darren Rovell kom með sitt sjónarhorn á sektina á Twitter og þá virka 60 milljónir kannski ekki svo mikill peningur, fyrir Cuban þar að segja.Fining Mark Cuban $600,000 on his net worth of $3.7 billion is the equivalent of fining the average American $28. — Darren Rovell (@darrenrovell) February 21, 2018 Mark Cuban er margfaldur milljarðamæringur og virði 3,7 milljarða dollara. Þannig að hlutfallslega var hann því aðeins að fá 28 dollara sekt miðað við meðal Bandaríkjamann. Cuban hefur þó ekki tekist að sannfæra stórstjörnuna Dirk Nowitzki um að tapa leikjum viljandi. „Það myndi ég aldrei líða. Þannig maður er ég ekki,“ sagði Nowitzki.
NBA Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira