Íbúafundur í Eyjum: Langflestir vildu nafnið Herjólf á nýja ferju Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 23:30 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnar-og samgönguráðherra, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum. vísir/óskar Fjölmennur íbúafundur var haldinn í Vestmannaeyjum í kvöld um samgöngur á sjó með Sigurði Inga Jóhannssyni, sveitarstjórnar-og samgönguráðherra. Á fundinum var kosið um nafn á nýja Vestmannaeyjaferju en í liðnum mánuði var greint frá því að ferjan myndi ef til vill fá nafnið Vilborg. Á fundinum í kvöld kom fram afgerandi vilji heimamanna um að þeir vilja halda í Herjólfsnafnið; að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra, völdu 80 prósent fundarmanna nafnið Herjólf, 15 prósent Vilborgu og 5 prósent eitthvað annað. Elliði segir að hátt í 200 manns hafi mætt á fundinn auk þess sem hann var sýndur í beinni útsendingu á netinu þar sem á sjötta hundrað manns fylgdust með. Spurður út í kosninguna um nafnið á ferjuna og hvort að hún sé bindandi segir Elliði svo ekki vera en hún sé vissulega vísbending til ráðherra um vilja heimamanna.Nýja ferjan tekin í notkun í haust Nýja ferjan verður tekin í notkun í haust en eins og fjallað hefur verið um vill Vestmannaeyjabær taka yfir rekstur ferjunnar eða koma í það minnsta meira að honum. Elliði segir að það þurfi að vera komin niðurstaða í það hvernig rekstrarformi ferjunnar verði háttað í síðasta lagi í apríl þar sem ráða þurfi áhöfn og stjórnendur og þjálfa starfsliðið. Fundurinn í kvöld markar upphaf að áframhaldandi samtali við stjórnvöld um hvernig rekstri ferjunnar verði háttað.Ný Vestmannaeyjaferja á að hefja siglingar milli lands og Eyja í haust.Vegagerðin„Núna munum við setjast yfir þetta og markmiðið er það að við komumst út úr þessari stöðu að heimamenn séu alltaf svona óánægðir með samgöngur á sjó. Með það að leiðarljósi þá setjumst við yfir þetta með ráðherra og hans fólki,“ segir Elliði. Hann kveðst mjög bjartsýnn á það að fundið verði rekstrarform á ferjunni sem er nær hugmyndum heimamanna og þá er hann sæmilega bjartsýnn á að sveitarfélagið verði talsvert nær rekstrinum en nú er. „Þetta er útfærsluatriði og við höfum alveg tímann fyrir okkur,“ segir Elliði. Vilja að ferjan verði rekin eins og aðrir hlutar þjóðvegarins Krafa Eyjamanna varðandi Herjólf er sú að ferjan verði rekin eins og aðrir hlutar þjóðvegarins. „Að gjaldskrá og þjónustustig takið mið af því að hér er um þjóðveg að ræða,“ segir Elliði og bendir á að ekki sé aðeins um farþegaflutninga að ræða heldur farmflutninga einnig með ferjunni. „Allt sem við flytjum hingað gerum við með Herjólfi sem gerir það að verkum að þetta er allt öðruvísi en ef um væri að ræða útsýnissiglingu. Við viljum að skipið verði rekið í samræmi við það sem almennt gerist á þjóðvegum landsins og þetta voru mjög skýr skilaboð á fundinum áðan.“ Þannig vilji heimamenn að þessi þjóðvegur milli lands og Eyja verði opinn meira en nú er. að fyrsta ferð verði farin fyrr og seinasta ferð síðar og að skipið sigli stöðugt þar á milli. Elliði segir að ráðherra hafi tekið vel í þessar kröfur heimamanna á fundinum í kvöld. „Hann þekkir þetta náttúrulega vel. Hann hefur verið þingmaður kjördæmisins í langan tíma og áður sveitarstjórnarmaður í Suðurkjördæmi svo hann þekkir þetta vel og átti þess vegna auðvelt með að setja sig inn í þennan hugarheim og svara spurningum.“ Samgöngur Tengdar fréttir Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. 29. janúar 2018 20:15 Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Fjölmennur íbúafundur var haldinn í Vestmannaeyjum í kvöld um samgöngur á sjó með Sigurði Inga Jóhannssyni, sveitarstjórnar-og samgönguráðherra. Á fundinum var kosið um nafn á nýja Vestmannaeyjaferju en í liðnum mánuði var greint frá því að ferjan myndi ef til vill fá nafnið Vilborg. Á fundinum í kvöld kom fram afgerandi vilji heimamanna um að þeir vilja halda í Herjólfsnafnið; að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra, völdu 80 prósent fundarmanna nafnið Herjólf, 15 prósent Vilborgu og 5 prósent eitthvað annað. Elliði segir að hátt í 200 manns hafi mætt á fundinn auk þess sem hann var sýndur í beinni útsendingu á netinu þar sem á sjötta hundrað manns fylgdust með. Spurður út í kosninguna um nafnið á ferjuna og hvort að hún sé bindandi segir Elliði svo ekki vera en hún sé vissulega vísbending til ráðherra um vilja heimamanna.Nýja ferjan tekin í notkun í haust Nýja ferjan verður tekin í notkun í haust en eins og fjallað hefur verið um vill Vestmannaeyjabær taka yfir rekstur ferjunnar eða koma í það minnsta meira að honum. Elliði segir að það þurfi að vera komin niðurstaða í það hvernig rekstrarformi ferjunnar verði háttað í síðasta lagi í apríl þar sem ráða þurfi áhöfn og stjórnendur og þjálfa starfsliðið. Fundurinn í kvöld markar upphaf að áframhaldandi samtali við stjórnvöld um hvernig rekstri ferjunnar verði háttað.Ný Vestmannaeyjaferja á að hefja siglingar milli lands og Eyja í haust.Vegagerðin„Núna munum við setjast yfir þetta og markmiðið er það að við komumst út úr þessari stöðu að heimamenn séu alltaf svona óánægðir með samgöngur á sjó. Með það að leiðarljósi þá setjumst við yfir þetta með ráðherra og hans fólki,“ segir Elliði. Hann kveðst mjög bjartsýnn á það að fundið verði rekstrarform á ferjunni sem er nær hugmyndum heimamanna og þá er hann sæmilega bjartsýnn á að sveitarfélagið verði talsvert nær rekstrinum en nú er. „Þetta er útfærsluatriði og við höfum alveg tímann fyrir okkur,“ segir Elliði. Vilja að ferjan verði rekin eins og aðrir hlutar þjóðvegarins Krafa Eyjamanna varðandi Herjólf er sú að ferjan verði rekin eins og aðrir hlutar þjóðvegarins. „Að gjaldskrá og þjónustustig takið mið af því að hér er um þjóðveg að ræða,“ segir Elliði og bendir á að ekki sé aðeins um farþegaflutninga að ræða heldur farmflutninga einnig með ferjunni. „Allt sem við flytjum hingað gerum við með Herjólfi sem gerir það að verkum að þetta er allt öðruvísi en ef um væri að ræða útsýnissiglingu. Við viljum að skipið verði rekið í samræmi við það sem almennt gerist á þjóðvegum landsins og þetta voru mjög skýr skilaboð á fundinum áðan.“ Þannig vilji heimamenn að þessi þjóðvegur milli lands og Eyja verði opinn meira en nú er. að fyrsta ferð verði farin fyrr og seinasta ferð síðar og að skipið sigli stöðugt þar á milli. Elliði segir að ráðherra hafi tekið vel í þessar kröfur heimamanna á fundinum í kvöld. „Hann þekkir þetta náttúrulega vel. Hann hefur verið þingmaður kjördæmisins í langan tíma og áður sveitarstjórnarmaður í Suðurkjördæmi svo hann þekkir þetta vel og átti þess vegna auðvelt með að setja sig inn í þennan hugarheim og svara spurningum.“
Samgöngur Tengdar fréttir Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. 29. janúar 2018 20:15 Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. 29. janúar 2018 20:15
Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45