Dæmdur fjárkúgari lagði Landsbankann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2018 10:45 G.T. Samsteypan tók 13 milljóna króna lán frá Landsbankanum árið 2006. Um var að ræða svokallað fjölmyntalán. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að skuld tveggja manna við Landsbankann vegna láns sem tekið var í janúar 2006 sé fyrnd. Nafnarnir, Guðmundur Tryggvi Ásbergsson og Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, gengust í sjálfskuldarábyrgð á 13 milljóna króna lánum fyrir G.T. samsteypuna sem samkvæmt upplýsingum af vef ríkisskattstjóra sérhæfði sig í smásölu á íþrótta- og tómstundabúnaði í sérverslunum. Um var að ræða fjölmyntalán til átján mánaða þar sem vexti skyldi greiða á sex mánaða fresti og upphæðina í heild að átján mánuðum liðnum. Lánið var ekki greitt á umsömdum gjalddaga og gerðu Landsbankinn og G.T. samsteypan endurtekið með sér viðauka þar sem greiðslu lánsins var frestað, allt til ársins 2010. Gjaldþrota árið 2013 Um það leyti voru komin upp dómsmál varðandi sambærilega lánssamninga er vörðuðu gengistryggingu. Í kjölfar dóma var lánið endurreiknað en það hafði þá verið komið í 39 milljónir króna. Eftir endurreikning stóð það í rúmri 21 milljón króna. G.T. samsteypan var tekin til gjaldþrotaskipta í janúar 2013. Landsbankinn gerði kröfu í þrotabúið en engar eignir fundust í búinu. Í kjölfar frekari dóma er vörðuðu lánssamninga með gengistryggingu var lánið enn á ný endurreiknað og skuld nafnanna metin tæplega 16 milljón krónur sem er sú upphæð sem reynt var að innheimta árið 2014. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að lán nafnanna hefði verið fyrnd á þeim tíma sem Landsbankinn stefndi þeim árið 2014. Lokagjalddagi lánsins samkvæmt síðasta samningsviðauka var í mars 2010. Lögum samkvæmt fyrnist krafa Landsbankans á grundvelli ábyrgðaryfirlýsingar á fjórum árum frá því krafan varð gjaldkræf, í mars 2010. Var hún því fyrnd þegar innheimtuaðgerðir hófust árið 2014. Sömuleiðis þegar stefnt var í málinu 2017. Voru nafnarnir því sýknaðir af kröfum Landsbankans sem hefur nú frest til að ákveða hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Hótaði hjónum dauða Guðmundur Tryggvi Ásbergsson hefur komist í fréttirnar undanfarin ár af ýmsum sökum. Sumarið 2015 vildi hann aðili kaupa rúmlega hundrað íbúðir í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar. Bauð hann hálfan milljarð í íbúðirnar en tilboðinu var hafnað af Ísafjarðarbæ. Þá hlaut Guðmundur Tryggvi í árslok 2014 árs fangelsisdóm, að mestu skilorðsbundinn, fyrir að reyna að kúga hundrað milljónir króna af hjónum á Ísafirði. Hótaði hann hjónunum líkamlegu ofbeldi og dauða í bréfi sem hann sendi hjónunum. Neytendur Tengdar fréttir Maðurinn sem vill kaupa íbúðir Ísafjarðarbæjar hlaut dóm í fyrra fyrir tilraun til fjárkúgunar Reyndi að kúga 100 milljónir af hjónum á Ísafirði. 16. júlí 2015 12:05 Ætla að klára mestallan endurreikning fyrir áramót Landsbankinn er byrjaður að endurreikna ólögmæt gengislán, í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í lok maí. 15. júní 2013 10:00 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að skuld tveggja manna við Landsbankann vegna láns sem tekið var í janúar 2006 sé fyrnd. Nafnarnir, Guðmundur Tryggvi Ásbergsson og Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, gengust í sjálfskuldarábyrgð á 13 milljóna króna lánum fyrir G.T. samsteypuna sem samkvæmt upplýsingum af vef ríkisskattstjóra sérhæfði sig í smásölu á íþrótta- og tómstundabúnaði í sérverslunum. Um var að ræða fjölmyntalán til átján mánaða þar sem vexti skyldi greiða á sex mánaða fresti og upphæðina í heild að átján mánuðum liðnum. Lánið var ekki greitt á umsömdum gjalddaga og gerðu Landsbankinn og G.T. samsteypan endurtekið með sér viðauka þar sem greiðslu lánsins var frestað, allt til ársins 2010. Gjaldþrota árið 2013 Um það leyti voru komin upp dómsmál varðandi sambærilega lánssamninga er vörðuðu gengistryggingu. Í kjölfar dóma var lánið endurreiknað en það hafði þá verið komið í 39 milljónir króna. Eftir endurreikning stóð það í rúmri 21 milljón króna. G.T. samsteypan var tekin til gjaldþrotaskipta í janúar 2013. Landsbankinn gerði kröfu í þrotabúið en engar eignir fundust í búinu. Í kjölfar frekari dóma er vörðuðu lánssamninga með gengistryggingu var lánið enn á ný endurreiknað og skuld nafnanna metin tæplega 16 milljón krónur sem er sú upphæð sem reynt var að innheimta árið 2014. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að lán nafnanna hefði verið fyrnd á þeim tíma sem Landsbankinn stefndi þeim árið 2014. Lokagjalddagi lánsins samkvæmt síðasta samningsviðauka var í mars 2010. Lögum samkvæmt fyrnist krafa Landsbankans á grundvelli ábyrgðaryfirlýsingar á fjórum árum frá því krafan varð gjaldkræf, í mars 2010. Var hún því fyrnd þegar innheimtuaðgerðir hófust árið 2014. Sömuleiðis þegar stefnt var í málinu 2017. Voru nafnarnir því sýknaðir af kröfum Landsbankans sem hefur nú frest til að ákveða hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Hótaði hjónum dauða Guðmundur Tryggvi Ásbergsson hefur komist í fréttirnar undanfarin ár af ýmsum sökum. Sumarið 2015 vildi hann aðili kaupa rúmlega hundrað íbúðir í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar. Bauð hann hálfan milljarð í íbúðirnar en tilboðinu var hafnað af Ísafjarðarbæ. Þá hlaut Guðmundur Tryggvi í árslok 2014 árs fangelsisdóm, að mestu skilorðsbundinn, fyrir að reyna að kúga hundrað milljónir króna af hjónum á Ísafirði. Hótaði hann hjónunum líkamlegu ofbeldi og dauða í bréfi sem hann sendi hjónunum.
Neytendur Tengdar fréttir Maðurinn sem vill kaupa íbúðir Ísafjarðarbæjar hlaut dóm í fyrra fyrir tilraun til fjárkúgunar Reyndi að kúga 100 milljónir af hjónum á Ísafirði. 16. júlí 2015 12:05 Ætla að klára mestallan endurreikning fyrir áramót Landsbankinn er byrjaður að endurreikna ólögmæt gengislán, í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í lok maí. 15. júní 2013 10:00 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Maðurinn sem vill kaupa íbúðir Ísafjarðarbæjar hlaut dóm í fyrra fyrir tilraun til fjárkúgunar Reyndi að kúga 100 milljónir af hjónum á Ísafirði. 16. júlí 2015 12:05
Ætla að klára mestallan endurreikning fyrir áramót Landsbankinn er byrjaður að endurreikna ólögmæt gengislán, í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í lok maí. 15. júní 2013 10:00