Kristinn Freyr Sigurðsson sá um að tryggja Íslandsmeisturm Vals sigur á ÍA í Lengjubikarnum í kvöld.
Íslandsmeistararnir tóku á móti Skagamönnum á Valsvelli og kom Kristinn Freyr Val yfir eftir rúman hálftíma leik. Hann var svo aftur á ferðinni aðeins fjórum mínútum síðar og tvöfaldaði forystu Vals.
Hvorugu liði tókst að skora mark í seinni hálfleik og var niðurstaðan 2-0 sigur Vals sem hefur nú unnið alla fjóra leiki sína í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins. Skagamenn eru í öðru sæti með sex stig.
Fylkir vann 4-1 sigur á Selfossi í Egilshöllinni í riðli 4. Fylkir tillir sér þar með á toppinn í riðlinum en Grindavík getur farið aftur í toppsætið með sigri á FH á sunnudaginn.
