„Andlit“ Hafnarfjarðar verði fimm mínútna hverfið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2018 11:30 Unnið er að því að móta tillögur að því hvernig hverfið muni líta út. Mynd/Hafnarfjarðarbær Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði vinna nú að því vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði verði að svokölluðu „fimm mínútna hverfi“. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að kalla megi svæðið „andlit“ Hafnarfjarðar.Svæðið sem um ræðir afmarkast af Fjarðarhrauni, Reykjavíkurvegi og Flatahrauni í Hafnarfirði og má sjá á korti hér að neðan. Þar má finna margvíslega þjónustu en á svæðinu eru fjölmargir skyndibitastaðir, matvöruverslanir sem og ýmis konar iðnaður. „Þarna er um að ræða endurskipulagningu á gömlu hverfi, iðnaðarhverfi, sem hefur verið og er andlit bæjarins ef að svo má segja. Þetta er hverfi sem ef þú ert að koma annars staðar frá höfuðborgarsvæðinu keyrir framhjá eða í gegnum ,“ sagði Rósa í Bítinu á Bylgjunni í gær.Svæðið sem um ræðir afmarkast af hvítu punktalínunni.Sjá einnig: „Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Svæðið sem um ræðir er 30 hektarar en til skoðunar hefur verið undanfarin ár hvernig og hvort nýtta mæti svæðið á annan hátt en iðnaðarsvæði. Fyrir tveimur árum kallaði Hafnarfjarðarbær eftir hugmyndum fimm skipulagshönnuða um uppbyggingu reitsins, líkt og Vísir fjallaði um á sínum tíma.„Það voru valdar tillögur tveggja arkitektastofa og nú er verið að vinna með þær tvær tillögur og verið að blanda þeim saman. Úr kemur að ætlunin er að fara í þessa uppbyggingu þar sem við gerum ráð fyrir kannski 2.300 íbúum í bland við léttari fyrirtæki,“ segir Rósa.Á hugmyndastigi hefur hið nýja hverfi fengið nafnið „fimm mínútna hverfið“. Hugmyndin gengur út á að íbúar geti fengið flesta þjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð frá miðju hverfisins.Svona leit ein tillaga að hverfinu út eftir arkitekta sem fengnir voru til að skila inn tillögu.Mynd/Björn Ólafsson arkitekt, Archus Arkitektar og Rými Arkitektar,Á vef Hafnarfjarðarbæjar segir að í hverfinu muni „kveða við nýjan tón í skipulagsmálum þar sem áhersla verður lögð á góða blöndun íbúabyggðar, þjónustu, létts iðnaðar, verslana, skóla-, dagvistunar- og frístundasvæða. Bílastæði og bílastæðahús verða undir byggðinni að miklu leyti og spennandi útfærslur eru á götumynd að norrænni fyrirmynd. Á sama tíma og aðgengi að almenningssamgöngum sér eins og best verður á kosið.“ Rósa segir að gert sé ráð fyrir að hverfið verði fullbyggt á næstu tíu til fimmtán árum gangi allt að óskum og að þar geti um sex til sjö þúsund manns búið.Kynningarfundur um hið nýja hverfi verður haldinn í Bæjarbíói í Hafnarfirði, miðvikudaginn 14. mars og hlusta má á Rósu ræða um hverfið í spilaranum hér fyrir neðan. Skipulag Tengdar fréttir „Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Gera má ráð fyrir að vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði muni taka stakkaskiptum gangi hugmyndir skipulagshönnuða eftir. Svæðið er sagt svipa mjög til Skeifunnar í Reykjavík í einni tillögu. 9. febrúar 2017 12:30 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði vinna nú að því vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði verði að svokölluðu „fimm mínútna hverfi“. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að kalla megi svæðið „andlit“ Hafnarfjarðar.Svæðið sem um ræðir afmarkast af Fjarðarhrauni, Reykjavíkurvegi og Flatahrauni í Hafnarfirði og má sjá á korti hér að neðan. Þar má finna margvíslega þjónustu en á svæðinu eru fjölmargir skyndibitastaðir, matvöruverslanir sem og ýmis konar iðnaður. „Þarna er um að ræða endurskipulagningu á gömlu hverfi, iðnaðarhverfi, sem hefur verið og er andlit bæjarins ef að svo má segja. Þetta er hverfi sem ef þú ert að koma annars staðar frá höfuðborgarsvæðinu keyrir framhjá eða í gegnum ,“ sagði Rósa í Bítinu á Bylgjunni í gær.Svæðið sem um ræðir afmarkast af hvítu punktalínunni.Sjá einnig: „Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Svæðið sem um ræðir er 30 hektarar en til skoðunar hefur verið undanfarin ár hvernig og hvort nýtta mæti svæðið á annan hátt en iðnaðarsvæði. Fyrir tveimur árum kallaði Hafnarfjarðarbær eftir hugmyndum fimm skipulagshönnuða um uppbyggingu reitsins, líkt og Vísir fjallaði um á sínum tíma.„Það voru valdar tillögur tveggja arkitektastofa og nú er verið að vinna með þær tvær tillögur og verið að blanda þeim saman. Úr kemur að ætlunin er að fara í þessa uppbyggingu þar sem við gerum ráð fyrir kannski 2.300 íbúum í bland við léttari fyrirtæki,“ segir Rósa.Á hugmyndastigi hefur hið nýja hverfi fengið nafnið „fimm mínútna hverfið“. Hugmyndin gengur út á að íbúar geti fengið flesta þjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð frá miðju hverfisins.Svona leit ein tillaga að hverfinu út eftir arkitekta sem fengnir voru til að skila inn tillögu.Mynd/Björn Ólafsson arkitekt, Archus Arkitektar og Rými Arkitektar,Á vef Hafnarfjarðarbæjar segir að í hverfinu muni „kveða við nýjan tón í skipulagsmálum þar sem áhersla verður lögð á góða blöndun íbúabyggðar, þjónustu, létts iðnaðar, verslana, skóla-, dagvistunar- og frístundasvæða. Bílastæði og bílastæðahús verða undir byggðinni að miklu leyti og spennandi útfærslur eru á götumynd að norrænni fyrirmynd. Á sama tíma og aðgengi að almenningssamgöngum sér eins og best verður á kosið.“ Rósa segir að gert sé ráð fyrir að hverfið verði fullbyggt á næstu tíu til fimmtán árum gangi allt að óskum og að þar geti um sex til sjö þúsund manns búið.Kynningarfundur um hið nýja hverfi verður haldinn í Bæjarbíói í Hafnarfirði, miðvikudaginn 14. mars og hlusta má á Rósu ræða um hverfið í spilaranum hér fyrir neðan.
Skipulag Tengdar fréttir „Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Gera má ráð fyrir að vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði muni taka stakkaskiptum gangi hugmyndir skipulagshönnuða eftir. Svæðið er sagt svipa mjög til Skeifunnar í Reykjavík í einni tillögu. 9. febrúar 2017 12:30 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
„Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Gera má ráð fyrir að vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði muni taka stakkaskiptum gangi hugmyndir skipulagshönnuða eftir. Svæðið er sagt svipa mjög til Skeifunnar í Reykjavík í einni tillögu. 9. febrúar 2017 12:30